Þoka og fréttaþurrð

ArnarfjordurAgustAtlason Það er þoka í Skutulsfirðinum núna og stafalogn. Maður finnur samt fyrir sólinni einhversstaðar fyrir ofan - hún vefur birtu sína í þokumistrið, gerir það hlýrra. Kyrrð og værð yfir öllu. Hálfsofandi fuglar líða einn og einn um hafflötinn og skilja eftir sig V-laga rák.

Í morgun átti ég MSN-fund með mínu fólki á Skutli.is, líkt og alla aðra virka morgna. Þetta eru svona fréttafundir þar sem við ræðum atburði líðandi stundar og ákveðum hvað verður sett inn á vefsíðuna þann daginn. Nú brá svo við að það er ekkert í fréttum. Bara þoka.

Jamm, það koma svona dagar. Svo koma ráð. Wink

 Eigið góðan dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Mér finnst nú ætlan ríkisstjórnarflokkanna að keyra í gegn breytingar á löhum um tekjuskatt þ.e. að gera söluhagnað af hlutabréfum skattfrjálsan,  nokkuð stór frétt.

Katrín, 15.5.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Katrín

,,lögum" á þetta að vera

Katrín, 15.5.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tómu er Skutull í tjóni,
Tóta þó börnuð af Jóni,
allar skutlurnar æfa sig,
í engum fréttum fyrir mig.

Þorsteinn Briem, 15.5.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband