Fjöldaaftökur yfirvofandi í Afganistan

 Íslandsdeild Amnesty International hefur sent út beiðni til félagsmanna að bregðast við vegna fyrirhugaðrar fjöldaaftöku afgangskra stjórnvalda á 100 ónafngreindum einstaklingum, en Alþjóðasamtökin sendu út skyndiaðgerðabeiðni í síðustu viku.

Hæstiréttur Afganistan staðfesti þann 16 apríl síðastliðinn dauðadóma yfir um 100 ónafngreindum einstaklingum sem dæmdir voru á lægri dómstigum fyrir glæpi á borð við morð, nauðganir, mannrán og vopnuð rán. Amnesty International óttast að fjöldaaftaka á einstaklingunum geti verið gerð hvenær sem er. Svipuð fjöldaaftaka var gerð í október 2007.

Nöfn hinna ákærðu hafa ekki verið gefin upp né hvar fangarnir séu í haldi. Samtökin hafa góðar heimildir fyrir því að réttarhöld yfir að minnsta kosti sumum einstaklingunum hafi alls ekki verið í samræmi við alþjóðleg viðmið um sanngjarna málsmeðferð. Einstaklingarnir fengu til að mynda nauman tíma til að undirbúa málsvörn sína, mikilvæg sönnunargögn fengu ekki að koma fram og vitnum var neitað að bera vitni.

Amnesty International hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum yfir vanhæfni dómsyfirvalda í Afganistan til að halda uppi dómskerfi sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur á borð við þær sem alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi kveður á um.

Hér er hlekkur á fyrirframskrifað bréf til afganskra stjórnvalda vegna málsins.

Hér er upphaflega skyndiaðgerðabeiðnin með frekari upplýsingum:

http://www.amnesty.org/en/library/asset/ASA11/005/2008/en/bf1ea9ac-1dd5-11dd-a442-edc80cf9d3ed/asa110052008eng.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Ólína.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Vá hvað þetta lið í Nistan er ruglað!

Steingrímur Jón Valgarðsson, 14.5.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband