Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Messa er ekki tónleikar
11.5.2008 | 17:25
Aftur þurfti kirkjukór Suðureyrarkirkju á liðstyrk að halda fyrir Hvítasunnumessuna sem jafnframt var fermingarmessa. Og aftur hringdi Lilja vinkona mín og kórsystir til að biðja mig um að hlaupa í skarðið líkt og fyrir ári síðan. Ég gerði það með gleði og var því mætt hin reffilegasta í messu í dag til að syngja með kórnum.
Að þessu sinni naut ég góðs af því að hafa verið með í fyrra - kunni bara nánast allt, var meira að segja nokkuð klár á messusvörunum hans Bjarna Thorsteinssonar. Við komumst í gegnum "Heilagan" nokkurnveginn skammlaust held ég, og "Guðslambið" var bara bærilegt, takk fyrir.
Það vakti hins vegar athygli mína að kirkjugestir tóku ekki mikinn þátt í söngnum. Mér finnst það synd satt að segja. Sjálf syng ég alltaf með í messum - nema þess sé beinlínis óskað að kirkjugestir geri það ekki. Að vísu fæ ég stundum augnagotur, en mér er alveg sama. Mér bara finnst að fólk eigi að syngja með. Messa er jú messa, ekki tónleikar.
Fjögur falleg ungmenni unnu fermingarheitið sitt hjá séra Agnesi Sigurðardóttur, prófasti sem þjónaði í Suðureyrarkirkju í dag. Það snart mig að þarna var tekið í notkun nýtt og fallegt altarisklæði sem ein af sóknarkonunum hefur saumað með eigin höndum og gefið kirkjunni í minningu móður sinnar - sem sjálf gaf kirkjunni samskonar klæði fyrir 50 árum. Undurfagurt klæði - sannkölluð kærleiksgjöf.
Sólin lét ekki sjá sig - en samt fallegur dagur.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Takk fyrir aðstoðina í dag Ólína. Það er gott að eiga góða að í pokahorninu á stundum sem þessari. Takk aftur.
Lilja Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:56
Já og flott myndin af kirkjunni, hvar fannstu hana ???
Lilja Einarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:57
Ég er ekki alveg sammála, Ólína. Ég lít svo á að hver messa sé tónleikar og meira að segja með þeim plús að tónleikagestir mega taka undir, ef þeir telja sig þess umkomna.
Þetta er kannski eitt af því sem gerir þátttöku í Kirkjukór svo ánægjulega, að þurfa ekki að bíða heilt misseri eða svo til að skila tónleikum.
Sigurður Hreiðar, 11.5.2008 kl. 18:00
Súgfirðingar hefðu átt að skikka hann Alexander minn til að syngja þarna með þér í botni, fyrst hann er ættaður frá Botni í Súgandafirði, strákurinn.
En ég er ekki viss um að kallarnir séu að gjóa augunum á þig út af söngnum, Ólína mín. Blink blink!
Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 19:13
Sammála Ólína. Ég tók þátt í söng Í Háteigskirkju,messusvörunum, Guðslambinu og Heilögum. Enda söng ég nær alla sunnudaga í 6 ár í Neskirkju og sakna þátttökunnar!
Flott kona Lilja eins og þú reyndar líka.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2008 kl. 19:20
Inlitskvitt og kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:32
Takk, takk öllsömul.
Lilja, þessa mynd gúgglaði ég nú bara og þá kom hún upp með tilvísun á www.kirkjan.net.
Heimir - já, hún er flott kona hún Lilja, ég tala nú ekki um á þessari mynd sem hún er búin að setja á bloggið sitt. Hún var nú samt aðeins messulegri í klæðaburði í dag heldur en á myndinni.
Steini - ég sagði ekki að það hefðu verið "kallarnir" sem gjóuðu á mig augum, fyndið að þér skuli hafa dottið það í hug.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.5.2008 kl. 23:34
Takk fyrir að syngja í gömlu sóknarkirkjunni minni. Ég sótti þessa kirkju alla sunnudaga þegar ég var barn. Sat við hliðina á ömmu minni, sem var blind. Við sátum alltaf á sama stað í kirkjunni, á 2. bekk vinstra megin og við tókum alltaf undir með kórnum og það held ég að flestir kirkjugestir hafi líka gert. En það var þá
Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:40
Gleðilega hátíð Ólína! Þú ert sem ljósgeislí hérna á blogginu. Alltaf gaman að lesa textan þinn, þú er sóma bloggari! :)
Baldur Gautur Baldursson, 12.5.2008 kl. 06:16
Í mínum söfnuði (kirkjan er á leið upp úr jörðinni) er mikið sungið. Okkar prestur hvetur söfnuðinn til að taka undir af krafti í öllum messum (sálmum, svörum og öllu saman). Það er greinilega orðið of langt um liðið síðan hún var prestur á Suðureyri, sem var um það leyti sem Alexander sonur Steina fæddist. Steini minn, strákurinn þinn er (förlist mér ekki þeim mun meira) af Laugaættinni, barnabarnabarn Sigríðar Pétursdóttur Sveinbjörnssonar á Laugum, og fjórmenningur við fimmta fermingarbarn Súgfirðinga þetta árið, bróðursonur minn Valgeir Skorri Vernharðsson sem fermist í Staðarkirkju þann 16. ágúst n.k. Hann er barnabarnabarn (í móðurætt) Jófríðar Pétursdóttur, Sveinbjörnssonar (fyrr nefndur).
Sigríður Jósefsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:11
Sammála með tónleikahaldið en þegar menn eins og til dæmis ég mæta í kirkju þá er betra að hafa munninn lokaðan. En eitt sinn var ég á þriðja tíma aleinn í kirkjunni á Suðureyri og saknaði ekki kórsins,hann hefði truflað mig við uppsetningu skrautgluggana sem að ég setti saman fyrir kirkjuna.
Yngvi Högnason, 12.5.2008 kl. 15:16
Það er gaman að uppgötva það hér hversu margir af þeim sem hafa verið hér inni á síðunni minni tengjast Suðureyrarkirkju með ýmsum hætti.
Þetta er svo sannarlega lítill heimur - og landið enn minna.
Nú væri Hallvarður Súgandi kátur - væri hann enn við lýði.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.5.2008 kl. 16:05
Sæl og blessuð, Sigríður! Jú, Sigga, kvikmyndafræðingur hjá RÚV, er mamma hans Alexanders og hún er dóttir Péturs ljósmyndara á Húsavík, sem er sonur alnöfnu hennar frá Botni í Súgandafirði. Ég heimsótti hana nokkrum sinnum þegar hún bjó á Nönnugötunni hér í Reykjavík og það var mjög gaman að spjalla við hana.
Og Alexander fór með mömmu sinni á gríðarstórt ættarmót fyrir vestan í fyrrasumar. Ég segi þeim frá þessu í kvöld.
Með góðri kveðju,
Þorsteinn Briem, 12.5.2008 kl. 16:38
Skemmtilegur pistill hjá þér og já gaman að sjá hve margir eru tengdir kirkjunni á Suðureyri. Sjálf er ég Súgfirðingur og tengist því kirkjunni einnig. Kíki hér við af og til og les pistlana frá þér er nú ekki dugleg við að kvitta en geri það núna. Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.