Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Kompásinn og konurnar
16.4.2008 | 09:52
Í Kompássþætti gærkvöldsins var fjallað um áformaða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum frá ýmsum hliðum. Þeir sem tjáðu sig um málið voru allt karlmenn - utan ein rússnesk kona sem starfar hjá þarlendu olíufyrirtæki.
Margt athyglisvert kom fram í þættinum varðandi sjónarspilið - mér liggur við að segja apaspilið - sem hróflað hefur verið upp í kringum þessa olíuhreinsistöð. Í því sambandi vil ég líka benda á færsluna mína frá því í gær um sýndarfyrirtækið Katamak-Nafta.
Hinsvegar mætti halda að málið væri óviðkomandi almenningi á Vestfjörðum, því enginn fulltrúi almennra íbúa tók til máls í þættinum. Þeir innlendu aðilar sem fengu að tjá sig um málið voru bæjarstjórarnir á Patreksfirði, Ísafirði og í Bolungarvík auk Ómars Ragnarssonar og Ólafs Egilssonar.
Og svo sannarlega hlýtur þetta mál að vera óviðkomandi kvenþjóðinni sem býr á Vestfjörðum, því engin kona fékk að segja álit sitt á málinu í þættinum. Þó veit ég að það var talað við a.m.k. tvær konur í undirbúningi þáttarins - ég veit það því ég er sjálf önnur þeirra.
Annað hvort höfum við Soffía Vagnsdóttir ekki sagt neitt af viti - eða sjónarmið okkar þykja ekki skipta máli - tja, nema hvort tveggja sé. Að minnsta kosti voru innleggin okkar tekin út.
Ég er svolítið sorgmædd yfir þessu - verð að játa það. En kannski ekkert mjög hissa, því miður.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Það sem mælir helst gegn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er hætta á olíumengun við Vestfirði, en fyrir utan þá eru uppeldisstöðvar helstu nytjastofna á Íslandsmiðum. Hrygningarstöðvar þorsks eru aðallega við Suðurlandið og Suðvesturlandið, og þaðan berast afkvæmin með hafstraumum á Vestfjarðamið. Hafstraumarnir fara einnig norður fyrir landið, og þar með olía af Vestfjarðamiðum, ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir að hún færi í sjóinn, til dæmis af tankskipum.
Hvort olíuhreinsunarstöð verður reist á Vestfjörðum, eða ekki, kemur því ekki einungis Vestfirðingum við, heldur landsmönnum öllum, því olíumengun við Vestfirði getur lagt stærstu nytjastofna okkar í rúst á einni nóttu. Og hingað til höfum við lifað af sjávarútvegi, bæði á Vestfjörðum og annars staðar á landinu.
Og þar sem ég sérhæfði mig í sjávarútvegsmálum á Morgunblaðinu, veiðum, vinnslu og markaðsmálum, og skrifaði um þau í mörg ár, ætti ég nú að vita eitthvað um þessi mál. Þar að auki hef ég unnið í rækjuverksmiðju í Hnífsdal, verið háseti á akureyrskum togara á Halamiðum, unnið í frystihúsi í Grindavík og hér í Reykjavík, saltfiskvinnslu á Akureyri, og róið á neta- og línubátum frá Grindavík.
Það skiptir minnstu máli hvað fyrirtækið heitir sem kæmi slíkri olíustöð á koppinn hér. Rússnesk fyrirtæki eru nú ekki meiri glæpafyrirtæki en til dæmis bandarísk og íslensk fyrirtæki, svona almennt séð að minnsta kosti. Er ekki verið að dæma íslensk olíufyrirtæki fyrir verðsamráð þessa dagana og sagði ekki fyrrverandi borgarstjóri hér af sér vegna þess máls? Og voru ekki einhverjir fundir í Öskjuhlíðinni vegna grænmetis? En minni mitt er lélegt.
Ef þið dömurnar drepið húskarla fyrir hver annarri komist þið loksins á prent og fáið eitthvert áhorf. Annars nennir enginn að horfa á ykkur, Ólína mín. (Sjá Aðþrengdar eiginkonur.)
Þorsteinn Briem, 16.4.2008 kl. 11:24
Góður pistill hjá Steina Briem.
Við erum fyrst og fremst matvælaframleiðsluþjóð á sjávarfangi. Þó svo álver gangi vel þessa stundina , þá er reynslan s.l 40 árin sú að í þeim iðnaði koma djúpar lægðir.
Fjármálageirinn sem menn héldu allt fram til síðustu mánaða væri okkar framtíðar gullkálfur- hann virðist vera að komast á framfæri hins opinbera (skattgreiðenda) a.m.k um næstu árin.
Matur er það sem er hæst ber í eftirspurn í dag og fer aðeins vaxandi. Við Íslendingar berum mikla ábyrgð gagnvart matarkistunni umhverfis landið og þá gagnvart heiminum öllum.
Að fara að að taka þessa gríðarlegu áhættu sem stóraukin umferð olíuskipa af stærðargráðunni um 100 þús.tonn/skip - á erfiðasta siglingasvæði heimsins , er fáránleg.
Eitt olíuslys getur rústað lífríkinu á grunnslóð í marga áratugi.
Og ímynd Íslands sem matvælaframleiðanda eftir slíkar uppákomur-hvernig væri hún ?
Ýtum þessari olíuhreinsunarhugmynd útaf borðinu-strax.
Fyrir Vestfirðina er nærtækast að hefja þorskeldi í stórum stíl- til þess eru firðinir alveg kjörsævi. Nú eru vísindamenn okkar við skólann að Hólum með mjög athyglisverðar hugmyndir um að nota jurtafæðu í stað fiskimjöls við þorskeldi- það stóreykur arðinn.
Í framleiðslu á sjávarfangi erum við með þeim bestu í heiminum og höfum góða ímynd- nýtum það til framtíðar.
Sævar Helgason, 16.4.2008 kl. 12:04
Það var mjög athyglisvert að sjá þennan þátt og heyra. Öðrum megin borðsins situr rússneska stórspillingarfyrirtækið Lukoil í góðri samvinnu við Pútín og Kreml með 2 sendiherra á Íslandi, þann rússneska í Garðastræti 33 og þann íslenska (ÍH) í Garðastræti 34!!! Hinum megin situr svo bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Jörundsson, drekkur kaffi og trúir öllu fögru. Því miður er deginum ljósara að hann er lítill bógur sem Rússarnir munu mylja niður eftir þörfum og taka í nefið. Reyndar segir Ragnar sig einhverra hluta vegna vera náttúru- og umhverfissinna en er víst ábyggilega ekki eini Samfylkingarmaðurinn sem skreytir sig óverðskuldað á þann hátt.
Ef reist verður olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum fyrir 300.000 milljónir í eigu Rússa þá er nokkuð ljóst að þeir hafa náð kverkataki á samfélaginu sem ólíklegt er að fólk þoli til lengdar. Það er deginum ljósara að fólksfjölgun yrði einungis í hópi innfluttra og finnst þó sumum hlutfall þeirra nokkuð hátt fyrir vestan. Má ef til vill búast við því að rússneskur bæjarstjóri taki við af Ragnari í Vesturbyggð?
Sigurður Hrellir, 16.4.2008 kl. 12:53
Ég tek heilshugar undir með ykkur, Steini, Sævar og Sigurður Hrellir, enda komið þið allir inn á sjónarmið sem ég nefndi í fyrrgreindu viðtali (en þjóðin fór á mis við af fyrrgreindum ástæðum).
Varðandi það að Vestfirðingar eigi að ráða þessu "sjálfir" - þá er get ég ekki alveg tekið undir það að náttúruperlur geti verið í einkaeigu tiltekinna héraða eða landshluta. Ekki á meðan við köllum okkur Íslendinga og eina þjóð.
En ef við föllumst á að þetta sé einkamál Vestfirðinga þá er a.m.k. lágmark að þeir fái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Almenningur á Vestfjörðum hefur því miður lítið komið að þessari umræðu enn sem komið er.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.4.2008 kl. 13:02
Vestfirsk náttúra er engan veginn prívatmál Vestfirðinga.
Ráðstöfun Þingvalla og umgengni um þjóðgarðinn er ekki einkamál Bláskógabyggðar.
Flugvöllur í Vatnsmýri er ekki einkamál Reykvíkinga.
Fiskistofnarnir okkar eru ekki einkamál útgerða og kvótaseljenda.
Svona mætti lengi telja.
Árni Gunnarsson, 16.4.2008 kl. 22:07
Blogg á að vera stutt og hnitmiðað - í anda hins forna orðtækis (Bónvon Leggst Og Góðra Getur =blogg).
Auðvitað sér allt skynsamt fólk (konur eru jú líka menn) að slík framkvæmd sem olíuhreinsunarstöð í náttúruparadís Vestfjarða (ósnortum verðmætum sem eiga eftir að margfaldast að ferðamannaverðgildi) er bæði fráleit og að sjálfu sér út úr kortinu.
Hundshausinn, 16.4.2008 kl. 23:32
Ólína mikið er ég sammála þér í því að auðvitað átti að ræða meira við fólkið fyrir vestan, og einnig konur eins og þig til dæmis, málefnalega og mjög svo frambærilega konu, rétt eins og Soffía er líka. Ætli það sé ekki einmitt það að málflutningur ykkar hafi ekki fallið í kramið. Og þá vaknar spurningin; hversu hlutlausir eru fjölmiðlar, og hversu mikill er vilji fjölmiðlamanna til að fá heildarmynd af því sem fjallað er um? Er það ekki einmitt spurningin í þessu tilfelli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.