Mannabein og galdur

agishjalmur Hefðu "eigendur" hauskúpunnar sem fannst í Kjósinni verði uppi á sautjándu öld er nokkuð víst að þeir hefðu verið brenndir á báli sem sannreyndir galdramenn. Meðferð mannabeina í þá tíð var álitinn skýlaus vottur um fjölkynngi og ekkert annað.

Jafnvel dauðir menn voru brenndir ef í ljós kom að þeir höfðu eitthvað slíkt á sér. Það gerðist til dæmis árið 1650 þegar Jón Sýjuson var hálshöggvinn á alþingi fyrir blóðskömm. Þá uppgötvaðist eftir aftökuna að í skónum hans var hárug hausskel af manni. Höfðu menn nú snör handtök og brenndu líkið til ösku.

Meðferð mannabeina eða annarra líkamsleifa á borð við hár, neglur, jafnvel húð er þekkt í tengslum við galdraiðju og flokkast undir það sem kallað er necromantia. Í doktorsritgerð minni Brennuöldinni sem kom út árið 2000, gef ég þessu íslenska heitið náníð og tengi við myrkari gerðir galdurs á borð við þær að vekja upp og særa fram anda framliðinna. Um þetta eru þó skiptar skoðanir.

Það hljómar sjálfsagt undarlega í flestra eyrum, en þess eru dæmi enn í dag að iðkendur galdra notist við slík hjálpartæki. Til eru nornir og galdrafræðingar sem líta á líkamsleifar sem fullkomlega eðlileg meðul við galdraiðju og telja grafarmold til nauðsynjahluta. Bandaríska nornin Silver Raven-Wolf sem hefur skrifað nokkrar bækur um hagnýtan galdur, er í þeirra hópi. Ein þekktast norn á Norðurlöndum, danska galdrakonan Dannie Druehyld, talar að vísu ekki um mannabein í sinni fallegu bók Heksens håndbog, en hún er sannfærð um mátt grafarmoldar. Woundering 

Ekki veit ég hvað hjólhýsafólkinu sem hafði hauskúpuna hjá sér gekk til - og ekki ætla ég að bera galdur upp á neinn. En það er hugsanlegt að þessi höfuðskel hafi einhverntíma þjónað öðru hlutverki en því að vera stofustáss. Wink

 


mbl.is Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjólhýsafólkið notaði "kúpubrotið" víst sem öskubakka. 

Takk fyrir góðar fréttir af skíðaviku.

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta mál er stórfurðulegt og ég bíð spennt eftir framhaldinu á þessum ,,sakamálaþriller" 

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Hundshausinn

Þú virðist allt of fræðileg og utangátta í vangaveltum þínum til að geta skilið nútímalausnir (notar t.a.m. allt of mörg orð og verð of miklum tíma í þau) - þarft að komast út úr háskólaumhverfinu og anda að þér augsýnileika nútímans. Mikilvægt er að reyna að njóta þess almælta; "sá einn er þekkir fortíðina getur skilið nútíðina".  

Hundshausinn, 24.3.2008 kl. 22:32

4 identicon

Sæl Ólína, mér finnst alltaf gaman að lesa bloggin þín, þú ert mjög skýr og skorinort.  ég skil ekki með nokkru móti þetta hauskúpumál, að einhverjir hafi haft hana til skrauts, maður veltir fyrir sér hvar hún hafi upphaflega fundist.......

Helga Thoroddsen (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það gæti verið fróðlegt að fá nánari skilgreiningu á "nútímalausnum" þeim sem OSA talar um - ætli hann/hún eigi við öskubakka? Svolítið erfitt að lesa milli línanna þarna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.3.2008 kl. 11:36

6 identicon

Óskaplega er þreytandi þegar fólk setur sig á háan hest eins og "osa" með fyrirmælum um það hvað bloggararnir megi skrifa og hvernig. Óþolandi.

Sigríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk fyrir þetta Ólína. Ég las ritgerðina þína á sínum tíma og fannst hún góð. Erfið aflestrar og dálítið langdregin, en samt góð. Nútímamenn hugsa samt ekkert endilega um galdra í sambandi við mannabein, held ég.

Sæmundur Bjarnason, 25.3.2008 kl. 12:51

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka hólið.  Og ekki skal ég andmæla því að doktorsritgerðin mín geti hafa verið strembin aflestrar, a.m.k. á köflum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:30

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ýmsir öskubakkar til í veröldinni.  Kveðja vestur  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 18:17

10 Smámynd: Tiger

  Taktu nú hár úr hala mínum - og breyttu því í öskubakka...

Hugsanlega væri ég alveg til í að verða öskubakki eða jafnvel blómavasi - þegar ég er búinn að yfirgefa núverandi íverustað og kominn á æðra stig .. þannig séð. Endalaust hægt að sjá skondnar hliðar á svona málum og sannarlega satt að heppnir voru eigendur að við erum hætt að brenna nornir og karla ...

Tiger, 25.3.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta mál er alveg stórskrýtið. 

Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband