Þarf einhver að fjúka úr Seðlabankanum?

gengið  Egill Helgason velti þeirri spurningu fyrir sér á bloggsíðu sinni í gær hvort tímabært sé orðið að reka Seðlabankastjóra - til dæmis Davíð. Tilefnið er fall íslensku krónunnar. Guðmundur Gunnarsson og fleiri eyjubloggarar taka í sama streng.

Menn telja mistök Seðlabankans í því fólgin að hann hefur beitt kenningum úr klassískri hagfræði sem virka ekki vegna þess hversu hagkerfið er opið. Þar með hafi verið gerð "stórkostleg mistök" í hagstjórninni. Vöxtum hefur verið haldið ofurháum meðan erlent fjármagn hefur flætt inn í landið sem lánsfé og vegna spákaupmennsku.

 Í hálffimmfréttum greiningardeildar Kaupþings í gær var slegið á svipaðar nótur og því haldið fram að stýritæki  Seðlabankans væru hætt að virka. Þar er bent er á að svigrúm Seðlabankans sé takmarkað vegna þess hve gjaldeyrisforði bankans er lítill. "Samt sem áður. Sú staða að stýritæki bankans hafi ekki lengur virkni hlýtur að vera mjög illþolanleg fyrir bankann og skapa væntingar um einhverjar aðgerðir af hans hálfu" segir greiningardeildin.

Hmmm ... það er kannski kominn tími til að einhver í Seðlabankanum taki ábyrgð á hagstjórnarmistökunum. En halda menn að það gerist ...?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sá gjaldmiðill sem stendur sem klettur í hafinu í þessu umróti í fjármálalífi heimsins - er evran. Íslenska krónan virðist í frjálsu falli og ekki hönd á henni festandi.

Húsmæður í Japan sem sitja við sína tölvuskjái og selja nú krónubréfin sín í ofboði , vega þungt í þessu falli.

Sjálf virðumst við litlu eða engu ráða um gang mála. Seðlabankinn íslenski er orðinn áhrifalaus með sína stýrivaxtastefnu enda mestur hluti hagkerfisins galopinn inní alþjóðahagkerfið og þar ráðum við nákvæmlega engu með okkar krónumynt í farteskinu.

Harðasti andstæðingur aðildar Íslands að ESB er "seðlabankastjórinn" okkar og þessi stefna hans  hefur verið kjarninn í  þeim málflutningi að  okkur væri best borgið  með okkar eigin mynt í hagstjórninni- þessi stefna er nú rústir einar.

Því fyrr sem við förum að vinna af alvöru í okkar málum þannig að við verðum hæf til inngöngu í ESB og evrumyntbandalagið- því betra. Nú er lag. 

Þetta er svona það sem mér finnst 

Sævar Helgason, 18.3.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband