Mikilvægum stofnunum ekki treyst

Maður er nú ekkert hissa á þessum 9% eftir allt sem á undan er gengið og sjálfsagt er enginn hissa - nema kannski Vilhjálmur. Hann virðist enn halda að hann eigi eitthvað inni hjá kjósendum. Whistling 

Og innan við helmingur treystir Alþingi! FootinMouth Það er svakalegt - af því við erum jú að tala um sjálfa löggjafarsamkunduna.

En ég er undrandi á því að einungis 68% skuli treysta heilbrigðiskerfinu. Það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá sem þar halda um stjórnartauma. Við eigum bara eitt heilbrigðiskerfi . Í raun ætti almenningur að bera sama traust til heilbrigðiskerfisins og Háskóla Íslands - en það er ekki svo. Það finnst mér áhyggjuefni.

nurseB

 Mín tilgáta er sú að hin linnulausa hagræðingarkrafa sem gerð er í heilbrigðiskerfinu sé loks að skila sér í skertu trausti almennings á þessu kerfi. Að sjúkrahúsin séu einfaldlega orðin of stór og vélræn á kostnað mannlegra samskipta og umhyggu. 

Sjúkrahús á ekki að reka í of stórum einingum. Framleiðslufyrirtæki eins og kjúklingabú geta notið hagræðingar stærðarinnar og samlegðaráhrifa á markaði. En sjúkrahús eru þjónustustofnanir og því lúta þau öðrum lögmálum.

Í þjónustu gildir að hafa smærri einingar til að tryggja nálægð við þá sem njóta þjónustunnar, og til að tryggja sveigjanleika og viðbragðsflýti þegar á þarf að halda. Þetta segja að minnst kosti stjórnunarfræðin sem ég stúderaði hér um árið. En sú speki virðist nú ekki höfð í hávegum hér á landi. Að minnsta kosti hefur miklu verið til kostað á undanförnum árum til að sameina sjúkrahúsin og stækka þau sem stjórnsýslueiningar - til skaða fyrir þiggjendur heilbrigðisþjónustu, held ég.

Sparnaðarkrafan hefur orðið til þess að deildum er lokað, sjúklingar útskrifaðir fyrr en ella, mannafla er haldið í lágmarki og hagræðing í rekstri virðist stundum ráða meiru um ákvarðanir í kerfinu eru en umhyggja fyrir sjúklingunum. Þetta hefur grafið undan trausti.

 Traust er ekki sjálfgefið - þess þarf að afla.

 

 


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta ætti að vera  þeim sem eiga það,  virkilegt umhugsunar atriði. En því miður tekur engin stjórnmálamaður á Íslandi mark á skoðanakönnun nema hún sé jákvæð fyrir hann.

Villi þarf ekki einu sinni að líta í áttina að þessari könnun, það gefur augaleið að hún hlýtur að vera bull, hann er jú með 100% stuðning hjá borgarstjórnaflokki D og formanni. Betri vottun gerist víst ekki á byggðu bóli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Bloggvina morgunn stofugangur hjá mér.  Allir hressir.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 1.3.2008 kl. 07:16

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sammála.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.3.2008 kl. 09:38

4 identicon

Nonni kemur heim í kveldmatinn til Gunnu sinnar og sest við matarborðið.

Nonni: Get ég treyst því að þetta sé falskur héri?

Gunna: Já, þú getur alveg treyst því að þetta sé falskur héri, Nonni minn.

Nonni: Hvernig get ég treyst því að þetta sé falskur héri?

Gunna: Þú verður bara að treysta því, Nonni minn.

Nonni: Ég get engan veginn treyst því að þetta sé falskur héri. Ég hef engar sannanir fyrir því og fyrst ég get ekki treyst því ertu sennilega að halda framhjá mér í ofanálag! Og fyrst það er sennilegt hljóta að vera að minnsta kosti 70% líkur fyrir því! Ætlastu til þess að ég treysti þér bara 30% og geti búið með þér út á það?! Og fyrst ég get ekki treyst þér, konunni minni, hverjum get ég þá treyst??!!

Steini Briem (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Tiger

  Þessi meirihlutasirkus ætti að sjá sóma sinn, taka poka og nesti - og halda út - út úr borgarstjórn. Kemur mér ekkert á óvart hve lítinn stuðning þessi meirihluti hefur. Það er bara verst hve rætin þessi þaulseta er, enginn vill Vilhjálm eða þessa samsteypu. En engin gerir neitt til að koma þeim frá, enda hvað væri svo sem hægt að gera? Henda í þau tómötum?

Því fyrr sem sjálfstæðisflokknum tekst að klippa á naflastrenginn sem heldur þeim rígföstum við fyrrum leiðtoga því betra fyrir hann á landsvísu. Ef Davíð væri ekki á bakvið tjöldin hefði sennilega aldrei komið til valdabrölts núverandi meirihluta í borgarstjórn, það er ég viss um - og þar af leiðandi hefði flokkurinn komið mun betur út í skoðanakönnunum. Kannski við ættum að þakka Davíð lélegt gengi sjálfstæðismanna í dag?  Ekki það að mér sé ekki sama um flokkinn þann, enda hef ég aldrei kosið hann og mun aldrei gera það...

Tiger, 1.3.2008 kl. 14:09

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það heyrast einfaldlega miklu fleiri neikvæðar fréttir um heilbrigðiskerfið en jákvæðar.  Það dynja endalaust á fólki fréttir um að allt sé á leið til helv... og hvergi standi steinn yfir steini.  Það hlýtur að valda því að fólk missi traust á kerfinu.  Það sama á við um skólana.  Allt of lítið gert úr því sem vel er gert.  Munurinn er hins vegar sá (sem betur fer) að mun færri hafa mikil samskipti við heilbrigðiskerfið en skólakerfið.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.3.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband