Er skólakerfið (enn) eins og herþjónusta?

Barn að lesa Félagi minn sendi mér að gamni viðtal sem birtist við Jón Gnarr í blaði um daginn - það hafði farið framhjá mér. Þarna ræðir Jón Gnarr meðal annars reynslu sína af skólakerfinu - og líkir henni við herþjónustu. Sjálfur átti Jón við athyglisbrest og ofvirkni að stríða sem barn og unglingur, og í viðtalinu kemur fram að hann hefur mátt vinna mikið í sjálfum sér. Það er því athyglisvert að lesa um reynslu hans af íslensku skólakerfi - og satt að segja heyrði ég í lýsingum hans enduróm af ýmsu sem ég minnist sjálf frá minni skólagöngu. Nú er spurningin - hafa hlutirnir mikið breyst?

Hér kemur búturinn sem mér fannst áhugaverður. Jón segir um skólakerfið:

„Það kennir þér ákveðin gildi sem þú mátt aldrei efast um. Þú mátt aldrei efast um mikilvægi þess að kunna dönsku. Það er ekki til um­ræðu, þetta eru reglur sem þú hlýðir. Þeir sem stunda vel kjarnafögin sem eru grundvallarstoðir skólakerfis­ins hljóta umbun, beina og óbeina. Velþóknun leiðbeinanda - þeir sýna þér velþóknun, hrós. Þeir sem á einhvern hátt vilja ekki eða geta ekki tileinkað sér námið mæta afgangi. Stuðningskennsla fellur niður vegna veikinda starfsfólks eða tímaleysis. Það segir manni að þetta er bara hlutur sem mætir afgangi.

Grunnfög eins og stærðfræði ganga fyrir og tekst vel að fylla upp í vönt­un á kennurum þar. Mér finnst misk­unnar­laust hvernig farið er að því að  aðgreina þá sem geta tileinkað sér og þá sem geta ekki tileinkað sér. Verið er að búa til einstaklinga sem vert er að veðja á fyrir samfélagið. Mað­ur­inn með dönskuna, stærðfræðina og ísl­ensk­una á og sýnir að hann er „player" hann spilar með og er góður hermaður."

Jón þú munt aldrei verða...

„Ég var í opnum skóla,  Fossvogs­skóla. Auðvitað tekur maður til sín það sem að sagt er við mann í skóla hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það var sagt við mig mjög snemma að ég ætti að verða leikari og rit­höf­und­ur. Mér fannst það gaman. Mig lang­aði mjög ungur til þess að verða bæði. Ég sá fyrir mér að í framtíðinni væri ég að skapa hugmyndir því að þær sköp­uð­ust sjálfkrafa í hausnum á mér. Ég gat matreitt hugmyndir sem voru ýmist fyndnar og athyglisverðar en ég vissi ekki með hvaða hætti ég gæti notað þær. Kennarar sögðu við mig alla barna­skóla­göngu mína: „Þú kemst aldrei neitt áfram á kjaftavaðli Jón. Jón, þú munt aldrei ná árangri í lífinu með fíflagangi." Þetta var kol­rangt. Ég hef náð árangri í lífinu með þessu tvennu; kjaftavaðli og fíflagangi."

 Í lok viðtalsins kemur Jón Gnarr inn á umhugsunarvert atriði. Hann segir:

„Óeðlileg hegðun er oft eðlileg viðbrögð við eðlilegum aðstæðum. Óeðli­legu aðstæðurnar eru oft duldar þegar hegðunin verður auðsjáanleg. Ég er ekki að segja að það sé alltaf. En oft er vandamálið miklu stærra en einn einstaklingur. Það verður að skoða hann sem hluta af þeirri heild sem hann tilheyrir. Ég í Fossvogs­skóla gekk ekki upp. Ef ég hefði verið í Skemmtilega skóla Reykjavíkur þá hefði ég brillerað. Ég hefði fengið að tala og vera fyndinn og skemmtilegur og fengið að segja sögur allan daginn og læra á hljóðfæri og setja upp leik­rit. Ég hefði verið aðalkrakkinn í þeim skóla. Hvort var rangt skólinn eða ég? Þar sem ég er manneskja en skól­inn ekki þá hallast ég að því að þeir hafi haft rangt fyrir sér."

Umhugsunarvert Woundering

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Theódórsson

Aukum valmöguleika einstaklilngsins til náms. Afnemum skólaskyldu (uppeldisstofnanaskyldu) í staðinn. Jón Gnarr er langt í frá sá eini sem hefur misjafnar minningar frá skólaskyldu árunum.

Elías Theódórsson, 5.2.2008 kl. 11:02

2 identicon

Á sínum tíma var Fossvogsskóli talinn flaggskip reykvískra skóla. Sannarlega deildu menn um ágæti opins skóla. Nú þekki ég ekki hvaða kennsluhættir eru stundaðir í þessum skóla en ljóst að á þeim tíma hentaði það ekki Jóni Gnarr. Hinn fullkomni skóli sem hentar öllum er ekki til. Í augnablikinu er einstaklingsmiðað nám og teymiskennsla þær nýungar sem áberandi eru. Það er svo erfitt að setja stiku á skóla og skólastarf og segja að þetta og hitt sé gott. Hvað er t.d. góður kennari? Hvað eiga menn við með að "borga góðum kennara" góð laun? Allir eiga góðar og slæmar minningar úr skóla. Getur verið að sumir þurfi strangan kennara? Aðrir þurfi sem lengstu snúru í námsferli sínu. Ég sé þróun í skólastarfi hringlaga. Stundum erum við nefnilega komin með skólastefnu sem sett var fyrir tugum ára.

Mestu skiptir að í skóla sé ekki kyrrstaða, þó ekki heldur tilraunastarfssemi sem gengið hefur sér til húðar hjá nágrannalöndunum. Dæmi? Mengjastærðfræðin.

Skólinn er ekki hús heldur manneskjur, heolt þjóðfélag. Það gæti verið að félagsleg staða Jóns Ragnars hafi verið honum fjötur um fót, ekki sú námslega.

Mestu skiptir að börnum líði vel á fyrstu árum skólagöngu. Þá verður brattinn minni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:04

3 Smámynd: Elías Theódórsson

Aukum valmöguleika einstaklilngsins til náms. Afnemum skólaskyldu (uppeldisstofnanaskyldu) FRÆÐSLUSKYLDU í staðinn. Jón Gnarr er langt í frá sá eini sem hefur misjafnar minningar frá skólaskyldu árunum.

Elías Theódórsson, 5.2.2008 kl. 11:10

4 identicon

Finn til með öllum börnum sem þurfa að ganga í gegnum einhverjar sérþarfir í grunnskóla því einhvernvegin er grunnskólinn ráðþrota. Bekkirnir eru einfaldlega allt of stórir og of mikið af áreiti og einstaklingurinn fær alls ekki að njóta sín.

Einhvern vegin breytist allt í framhaldsskóla. Þar er betur tekið á sérþörfum og einstaklingurinn fær að njóta sín meir og meira tekið tilit til sérþarfa og áhuga. En því miður gefast allt of margir upp áður en þeir komast þangað.

Eina sem ég fer fram á  með grunnskólan er að barninu líði vel. Þau læra ekkert ef þeim líður illa.

kv.

Guðrún 

Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Skólinn er stakkur. Ef vaxtarlag nemandans passar ekki í stakkinn, skal sníða nemandann til.

Soffía Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Þetta viðtal við Jón var frábært. Ég held að skólakerfið í heild sinni hafi ekkert breyst þó að einstaka kennarar séu að reyna að breyta því þá gengur mjög seint að breyta heildinni. Helst þyrfti að gera byltingu og hugsa dæmið upp á nýtt frá grunni. Eins og við vitum þá var núverandi skipulag fylgifiskur iðnbyltingarinnar, þegar það vantaði vinnuafl í verksmiðjurnar þá þurfti að finna stað fyrir börnin. Heimakennsla með einkakennara var sem sé kennsluaðferð fyrir iðnbyltingu. Sagt er að sagan endurtaki sig eða að hlutirnir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Kannski er bara tími heimakennslunnar eða einkakennarans runninn upp! Hvað segir það okkur þegar nemendur æða inn í skólana sína (fyrrverandi) og drepa kennara sína og nemendur? Sýnir þetta ekki hræðilega vanlíðan og reiði? Það er vísindalega sannað að fólk skiptist í A og B týpur þar sem annar hópurinn á gott með að vakna og vinnur best snemma dags á meðan það hentar öðrum að vakna seint og vinna fram eftir kvöldi. Nú hafa Danir tekið tillit til þessa og hafa mörg fyrirtæki gefið fólki frjálsari vinnutíma. Getur verið að núverandi skólakerfi henti ekki lengur nútímabörnum sem alast upp við tölvutækni og Internet? Er kannski kominn tími til þess að lofa krökkum að vera í fjarnámi og skila verkefnum á netinu? Er kominn tími til þess að fella niður skólaskyldu og taka upp fræðsluskyldu? Myndi það ekki leysa vanda skólakerfisins? Flótti kennara úr starfi vegna lélegra launa og erfiðra einstaklinga verður úr sögunni því þeir myndu auglýsa sig í hverju þeir eru bestir og fá til sín þá nemendur sem hefðu áhuga. Skólabyggingar væri hægt að nota áfram sem aðstöðu fyrir kennarana sem vildu hafa hópkennslu. Það þarf alla vega að staldra við og hugsa þetta upp á nýtt því sum börn þrífast ekki í þessum fyrirfram ákveðna kassa. Þau fá strax á sig stimpil að það sé eitthvað að þeim og að þau passi ekki inní. Eins og Jón Gnarr sagði: "Það var ekki pláss fyrir mig" Þessi börn fara út í samfélagið með brotna sjálfsmynd sem tekur langan tíma að laga, ef það tekst þá. Við lifum í breyttu samfélagi, heimurinn hefur minnkað með tilkomu Internetsins og margir krakkar vita miklu meira heldur en kennararnir, alla vega í tölvum! Hvenær hefur það verið vel liðið að vita meira en kennarinn?

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Athyglisvert. Það er rétt að skólinn á oft mjög erfitt með að laga sig að börnunum, hitt er alltaf reynt fyrst.  Kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2008 kl. 14:47

8 Smámynd: Elías Theódórsson

Gott hjá þér Elínóra Inga. Meiri fjölbreytni er ekki það versta. Það getur ekki verið að eina leiðin til að mennta börn & unglinga sé að skylda þau inn á skólastofnun. Það er hægt að læra fjölmargt án þess að vera skyldaður til að vera í kennslustou hjá kennara. Margar þjóðir hafa ekki skólaskyldu og eru þær ekkert lakari en hinar. Nú í dag eru yfir 2 miljónir nemenda í USA í heimanámi og gengur þeim ekkert verr námslega né félagslega en skólanemendur. (athyglisverður vefur www.nheri.org)Frelsi til að velja!

Elías Theódórsson, 5.2.2008 kl. 15:42

9 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Jón Guðmundsson þekkir þú til barns með athyglisbrest eða lesblindu,eða barns með bæði athyglisbrest og lesblindu ? Mín reynsla af skólakerfinu er að skólarnir hafa haft mjög litla þekkingu á hvað leslinda ER ? Og skólarnir okkar hafa verið mjög aftanlega á merinni að sýna áhuga á lesblindu og fá sérmenntaða kennara til starfa sem hjápa geta börnum með lesblindu og athyglisbrest. Það er óþolandi að hlusta á þá sem setja sig á háan hest eða lætur eins og montinn hani á haug og gerir lítið úr fólki sem segir frá reynslu sinni af erfiðari skólagöngu vegna þessa.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.2.2008 kl. 15:50

10 identicon

Af hverju má ekki setja upp brautarkerfi fyr en á framhaldsskólastigi?

Hildur (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:40

11 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Jón, hefur þér tekist að flengja lesblindu, athyglisbrest og ofvirkni úr mörguml börnum?

Athyglisverð kenning, en úrelt og ber að mínu áliti ábyrgð á ógæfu margra. Nóg um það.

Skilningur skóla á fjölbreytileika nemenda og mismunandi hæfileika þeirra á sem víðustum sviðum er það sem ég tel skila mestu. "Allir eru góðir í einhverju" er skrifað á plaggöt á veggjum í skólum í Finnlandi. Þetta viðhorf hefur skilað Finnum með þeim efstu í PISA könnunum.

Kristjana Bjarnadóttir, 5.2.2008 kl. 18:58

12 identicon

Ég get ekki setið á mér þegar ég les skrif Jóns Guðmundssonar. Hann segir að einstaklingar með lesblindu hafi ekki lesið mikið og skortir æfingu. Ég spyr þá, af hverju skortir þá æfingu? Hver er ástæðan fyrir því? Getur ekki verið að þá skortir æfingu einfaldlega vegna þess að einstaklingurinn er með lesblindu?

Annað. Jón, þú talar um að flengja börn. Ég vil benda þér á að lesa barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Þar kemur fram að ofbeldi gagnvart börnum í hvaða mynd sem er sé ólöglegt og í barnaverndarlögum okkar íslendinga varðar það fangelsi að flengja börn.....enda er það úrræði foreldra/forráðamanna sem hafa ekki þekkingu eða vilja til að ala börnin sín upp á uppbyggilegan hátt.

Halldór (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:20

13 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já sæll já fínt...  Jón þú greinilega veist akkúrat ekkert um börn í skóla og lesblindu,bendi þér að fara inná lesblind.com og fræðast um lesblindu. lesblindan gengur ekki bara út á það að geta ekki lesið, Jón skora á þig að fræðast um lesblinduna og hvað það felst í því að vera lesblindur. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.2.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

góððir hálsar. ég hefi komist að því að Jón Guðmundsson er feik!

Í þjóðskrá finn enginn með þessu nafni sem jafnframt er háaldraður og síðast en ekki síst; heldur um höfuð sér.

sá er næst kemst, er reyndar kominn á eftirlaun, en hefur hendur ávallt í skauti.

þar hafiði það

Brjánn Guðjónsson, 6.2.2008 kl. 02:06

15 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

Get nú ekki annað staðist en að kommenta eftir að ég las kommentið frá Jóni, sem mér finnst lýsa gamaldags hugsunarhætti og fordómum í garð þeirra sem eiga við vanda að stríða. Ég persónulega gekk alltaf vel í grunnskóla og var fluglæs 9 ára gömul. Þekki samt til fólks sem er með lesblindu og hafa átt í baráttu með hana alla sína ævi. Veit um manneskju sem reynir allt til þess að geta lesið notar svona litarfilmur og svona ýmis hjálpartæki til þess að lesa, og trúið mér hún hefur lesið alla sína ævi og fær alla hjálp sem hún getur til þess að geta lesið, og hún var ekkert löt við að lesa eða vantaði æfingu. Þannig mér finnst að Jón og aðrir sem koma fram með slíka fullyrðingu að svona sé óþekkt eða leti ætti að hugsa sig vel um áður en þeir láta svona út úr sér, aldrei að vita nema þeir lendi í einhverjum ógöngum og vilja þá að sjálfsögðu ekki fá svona viðbrögð við vandamáli sínu. En þetta er allavega mín skoðun og vona það séu ekki margir út í samfélaginu með svona hugsunarhátt, eða er það kannski vandamálið, að það séu OF margir með svona hugsunarhátt út í samfélaginu??

 Allavega gott blogg Ólína;)

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 6.2.2008 kl. 02:22

16 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Jón veistu nokkuð um það hvort börnin þín séu með lesblindu ? Þú hefur trúlega ekki hugmynd um það ,þar sem þú veist ekki hvernig lesblinda lýsir sér. Þú getur lesið um það á lesblind.com    elsku karlinn.  

Ólína þetta er frábær bloggsíða hjá þér,hún greinilega rótar vel upp skoðunum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:25

17 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Mig langar að spyrja Ólínu og fleiri hvað orðið skutull þýðir.  Af hverju dregur t.d. Skutulfjörður nafn sitt af ? Ég veit að það er talað um skut á bátum og skipum...

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.2.2008 kl. 09:30

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir skoðanaskipti ykkar. 

Ég hef þó grun um að Jón Guðmundsson komi hér inn undir dulnefni til þess að hleypa upp umræðunni með gassafengnum yfirlýsingum og uppgerðarfordómum. Ætla því ekki að eyða miklum rökræðum á hann. Við athugun á síðunni hans kemur í ljós að kerfisstjórn mbl.is  hefur hótað að loka á hann.

En það er gaman að fá hér fyrirspurn um orðskýringu á fyrirbærinu "skutull".

Guðbjörg, skutull er veiðiáhald, mest notað til að veiða hval og sel. Það er samstofna við orðið "skutla" og merkingin sú sama. Um er að ræða stóra og mikla ör úr stáli sem til dæmis er skotið úr hvalveiðibyssum í hvalinn. Við selveiðar er þessu áhaldi skutlað í selinn.

Í Skutulsfirði hafa hugsanlega tíðkast selveiðar á öldum áður, eða fjörðurinn þykir minna á lögun skutuls. Hvort tveggja getur átt við rök að styðjast.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.2.2008 kl. 10:42

19 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Takk fyrir þetta Ólína. Góður vinur okkar sem býr í Bandaríkjunum er mikill áhugamaður um Ísland,hann spurði okkur um þetta orð skutull og hvað það þýddi eins og t.d. Skutulfjörður. Núna getum við sagt honum það.

Jón minn, við þig vil ég segja, farðu bara útí búð og keyptu þér góðan sleikjó.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.2.2008 kl. 11:19

20 identicon

Sæl Ólína.

Að mínu mati er íslenzka grunnskólakerfið ónýtt. Og framhaldsskólakerfið ætti að endurskoða og láta gera meiri kröfur til nemenda, eins og gert var áður fyrr. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband