Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
GSM-samband á Ströndum - en hvað með Ísafjarðardjúp?
3.2.2008 | 12:32
"Ekkert minna en bylting hefur orðið í útbreiðslu GSM-sambands á Ströndum og á siglingaleiðum og miðum á Húnaflóa eftir að Vodafone kveikti á langdrægum GSM-sendi á Steinnýjarstaðafjalli ofan við Skagaströnd" segir á fréttavef Strandamanna nú um helgina. Þeir eru harla kátir yfir þessu Strandamenn, sem vonlegt er. Við þetta kemur inn GSM-samband víða á Ströndum þar sem sjónlína er yfir á Skaga. Sendirinn dregur um 100 km en um 50 km eru í loftlínu frá Skagaströnd að Gjögri.
Gott - ég óska Strandamönnum til hamingju.
En hvenær skyldi röðin koma að Ísafjarðardjúpi sem enn er sambandslaust að mestu? Nýlega fór þungaflutningabíll þar út af fyrir skömmu í vonskuveðri. Ökumaðurinn vissi ekki hvar hann var staddur, svo mikill var snjóbylurinn. Hann taldi það guðsmildi að hafa þó náð símasambandi. Venjulegur farsími hefði ekki náð sambandi á þessum slóðum. Komið hefur fyrir að bílar hafa lent í óhöppum þarna og farþegar og ökumenn þurft að bíða tímunum saman eftir aðvífandi aðstoð, vegna þess að ekki er hægt að hringja eftir hjálp.
Ekki er ýkja langt síðan bæjarstjórinn í Bolungarvík mátti dúsa dágóða stund með börn í aftursætinu hjá sér eftir bílveltu á Steingrímsfjarðarheiði - hann náði ekki farsímasambandi - og því hreinasta mildi að ekki höfðu orðið umtalsverð slys á fólki við óhappið.
Þetta er umhugsunarefni fyrir alla þá sem málið varða: Fjarskipafyrirtæki og -yfirvöld.
*
PS: Ég tók mér það bessaleyfi að birta þessa mynd af strandir.is - það fylgir því miður ekki sögunni hver tók hana.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Æi, gott að einhverstaðar skuli hægt að vera í friði og ró. Þetta er að vera plága, þessi ofnotkun á GSM. dag og nótt.
Og ekki friður á kvöldin eða um helgar. Hvað þá vinnufriður.
Góðir hlutir og nytsamlegir, verða að andstæðum sínum, með rangri notkun.
En í Ísafjarðardjúpi er síma eða talstöðvarsamband nauðsyn.
En hvernig er með NMT-símanna. Er ekki sambandið þar í lagi, fyrir þá.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:01
Sæl. Félagi minn á sér friðarstað í Djúpinu, nálægt æskustöðvum Kaldalóns. Fyrir utan alla fegurðina og þetta stórkostlega landslag, er oft gott að fá frið.
Ég verð að segja eins og er að það er hreint ótrúlegt að ekki sé farið hraðar í það að GSM samband sé um ALLT land. NMT kerfið er að deyja og í raun ekkert sem hefur tekið við. Því eiga stjórnvöld að leggja enn frekari vinnu í það að farsímavæða landið. Það er okkur öllum til heilla.
É g veit ekki hvað það er sem er að gerast hjá mér, en í auknu mæli er ég farinn að finna fyrir því hvað landsbyggðarfólk býr oft við skelfileg kjör á margan hátt, þá í formi samgangna, matarverðs og fl. Svo er ég borgarpjakkurinn að kvarta ef ég næ ekki í bíó á réttum tíma vegna smá snjófalar á leiðinni! Kannski er það Framsóknarhugsjónin sem enn frekar herjar á mig. Ef svo er þá er það baaaaara gott.
Kveðja,
Sveinn Hjörtur , 3.2.2008 kl. 15:44
Kær kveðja vestur með von um að samband komist á sem fyrst.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 16:02
Eins og kortið frá Jóni Frímanni gefur til kynna er aðallega farsímasamband á annesjum í Ísafjarðardjúpi og það passar við mína reynslu, þegar ég hef verið að keyra vestur.
Síðan eru nokkur svokölluð GSM-útskot hér og þar í djúpinu, þar sem búið er að setja upp skilti sem gefur til kynna að GSM-samband sé til staðar.
Theódór Norðkvist, 3.2.2008 kl. 16:43
Hvernig fórum við að fyrir farsíma? Skil þig samt Ólína, það er ekkert eins pirrandi eins og sambandsleysi, ég tala nú ekki um ef fólk lendir í óhappi á vegum úti. Vonandi kemst þetta í lag hjá ykkur fljótlega.
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:09
Þetta sambandsleysi í djúpinnu er mjög bagalegt þar sem byggðin er orðin mjög strjál og litlir möguleikar á hjálp þegar á þarf að halda. Þetta sýndi sig síðast þegar þessi fluttningabíll valt þá komust björgunarsveitir frá ísafirði ekki á staðin vegna snjóflóðs á Súðavíkurhlíð og ekki kom heldur hjálp frá Hólmavík vegna ófærðar og slæms skyggnis. Því miður þá held ég að sú staða sé komin upp að djúpið leggst endanlega í eyði þegar það fólk sem þar býr núna gefst upp á búskapnum og þá verður umferðaröryggi EKKERT í djúpinnu og því miður er næsta víst að þessi langa leið á milli Súðavíkur og Hólmavíkur á eftir að taka mannslíf, á því er í það minnsta mikil hætta.
Diddi Siggi, 3.2.2008 kl. 22:13
Jón Frímann - þú rotar mig alveg með þessu tæknitali, veist greinilega þínu viti. En sannleikurinn er sá - eins og sést ef útbreiðslukortið er skoðað - að firðirnir í Ísafjarðardjúpi eru sambandslausir. Sennlega er hægt að hringja af sjó í sjálfu Djúpinu, en vegurinn liggur bara ekki þar. Það er vandamálið.
Ég veit að samband hefur aukist á Steingrímsfjarðarheiði. Annars er ekkert samband frá Steingrímsfjarðarheiði í Ögurnes - þar kemur smá kafli þar sem hægt er að hringja. Svo er ekkert samband fyrr en komið er í Áfltafjörð, ef undan er skilinn einn stuttur kafli. Frá Steingrímsfjarðarheiði til Álftafjarðar liggur vegurinn um fimm firði.
Afleitt.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.2.2008 kl. 10:12
Einhvern tímann í haust náði ég að hringja á kafla á veginum upp Eyrarfjall, Mjóafjarðarmegin, á leið upp veginn. Það var samband á örstuttum vegspotta.
Theódór Norðkvist, 4.2.2008 kl. 14:15
Skrapp í fyrravor um Djúp á hjólinu og óvíða var samband þá, fyrir utan merkta staði.
En að öðru, mig langaði að viðra hvort að ég sé einn um það að vilja beygja orð í netföngum. Eins og t.d. "ég sá þetta á ströndum.is" og "ég keypti rúmið eftir að hafa séð auglýsingu frá betrabaki.is". Eins gæti ég sagt að ég hefði lesið eitthvað í skutli.is. Er "pupullinn" það illa upplýstur að hann geti ekki greint hvert rétt netfang er þó að ekki sé það í réttu falli í tal eða ritmáli?
Yngvi Högnason, 4.2.2008 kl. 19:50
Tek undir þetta með þér Yngvi - það er auðvitað eðlilegast að nota beygingu. Sama á við um bókarheiti. Það færist mjög í vöxt að láta titla standa óbeygða - því miður.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.2.2008 kl. 19:30
Samkvæmt útboði ríkiskaupa stendur til að bæta samband í Djúpinu þónokkuð. T.d. inní Ísafjörðinn, Skötufjörð og Hestfjörð. Einnig verður bætt samband innst í Álftafirði.
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.