Að græða á daginn og grilla á kvöldin

Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur nú sett fram skilgreiningu á fyrirbærinu Sjálfstæðismaður. Það gerði hann í þættinum Mannamál á Stöð-2 um helgina, eins og bloggvinkona mín hún Lára Hanna bendir réttilega á í færslu sinni í dag. Skilgreining Hannesar er svohljóðandi:   

Sjálfstæðismenn eru mjög foringjahollir og það er dálítill munur kannski ef maður tekur þetta svona... Sjálfstæðisflokkinn annars vegar og vinstri flokkana hins vegar þá er... í Sjálfstæðisflokknum er eiginlega fólk sem að hugsar ekkert mikið um pólitík og er frekar ópólitískt. Það hljómar dálítið einkennilega kannski en... og ég á kannski ekki að segja það svona, en til einföldunar má segja að Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin. Vinstri menn eru menn, sem halda að með masi og fundahöldum þá sé... og sko ljóðalestri, þá sé hægt að leysa einhverjar lífsgátur. Þarna er dálítill munur. Þannig að vinstri menn eru miklu pólitískari heldur en hægri menn. Þess vegna eru þeir ekki eins foringjahollir. Hægri mennirnir, þeir eru bara að reka sín fyrirtæki, þeir vilja leggja á brattann, þeir vilja bæta kjör sín og sinna, þannig að þeim finnst hérna... gott að hafa mann sem sér um pólitíkina fyrir þá og Davíð var slíkur maður.
 

Hér er sko engin "sjúrmjólk í hádeginu og seríós á kvöldin" - ó, nei. Hér er grætt og á daginn og grillað á kvöldin!

Þarna hefur Hannes Hómsteinn tekið ómakið af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins og sagt hreint út það sem þeir hafa aldrei kunnað við að segja upphátt. (Hafi hann þökk fyrir það að hreinsa andrúmsloftið með þessum hætti).

En nú læðist fram lítil vísa:

  • Sjálfstæðismenn þeir sitja um völdin,
  • af syndum er Hannes kvitt:
  • Græðir á daginn, grillar á kvöldin
  • og gerir í bólið sitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HHG hefur alltaf verið hin tæra rödd Sjálfstæðisflokksins og segir það sem hinir þora...ekki.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:05

2 identicon

Frábær vísa Ólína.

Mér finnst Hannes svo sannarlega hafa gert í bólið sitt með þessari skilgreiningu - þó hún sé auðvitað sönn, eins og við vitum.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verð líklegast að fá mér grill.   BBQ  BBQ

Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2008 kl. 12:05

4 identicon

* Vinstrimenn þeir vöndinn munda,

* vandræði þeir sífellt baka.

* Við ljóða þeir sér lestur dunda,

* líkast almennt út' að aka.

Forviða (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Þótt ég vart í gróða glitti,
gaman þótti mér
þegar naglann Hólmsteinn hitti
í höfuðið á sér.

Hallmundur Kristinsson, 21.1.2008 kl. 21:26

6 identicon

Sósjalistar eldinn skara,

að sjálfs-síns köku og ekkert annað.

Í borginni hreinlega bulluðu bara,

bjargræði Víkur er nú mjög vel mannað.

Forviða (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:52

7 identicon

Ætli Hannes þurfi ekki að fara í aðgerð til að láta losa varirnar af botni Davíðs þar sem þær eru orðnar fastar

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:06

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 21.1.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband