Fjölpóstur fær vængi

bréfalúga Nú hefur bréfberum verið bannað að virða tilmæli fólks utan á útihurðum þar sem það afþakkar ruslpóst. Samkvæmt lögum ber póstinum að ábyrgjast afhendingu pósts sem sendandi hefur greitt fyrir. Því virðist sem viðtakandinn fái því hreint ekki ráðið hvað sett er inn um bréfalúguna hjá honum.

Ég skil vandamálið - en mikið ansvíti er þetta nú samt hart. Að fá ekki sjálfur að ráða því hverju er ausið inn um bréfalúguna hjá manni. Til eru allskyns eldveggir og varnir gegn ruslpósti á netinu. Þar þykir sjálfsagt að verja fólk fyrir óumbeðnum sendingum af öllu tagi.

Af hverju er þá ekki sjálfsagt og eðlilegt að fólk fái varið sig gegn ruslpósti inn um bréfalúgur?

Spyr sú sem ekki veit. Errm

Svo er ég líka dauðhrædd um að ruslapóstsframleiðendum aukist áræði við þessar upplýsingar - og að nú muni óumbeðnir auglýsingasneplar ryðjast inn um bréfalúgur landsmanna sem aldrei fyrr. Fjölpósturinn hefur fengið vængi. Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hættur að fara með ruslpóstinn í Sorpu.  Hér eftir set ég hann í póstkassana hjá póstinum.

Mótmælum öll og fyllum póstkassana á pósthúsunum af ruslpósti.

Kveðja, Gunnar H.

Gunnar H (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:58

2 identicon

Þetta er bara fjári sniðug tilllaga hjá þér Gunnar H, svei mér þá, ég held ég fari bara að gera þetta

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Kolgrima

Góður!

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Sævar Helgason

Það verður meira að gera hjá skógarhöggsmönnum og í Sorpu

Sævar Helgason, 15.1.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Hef safnað fjölpósti og fríblöðum í stóran svartan ruslapoka fyrir utan dyrnar hjá mér - því að ekki tek ég hann inn. Góð hugmynd að skila þessum óumbeðna pappír til heimahúsanna. Spyr líka - hvar er réttur minn til að fá þetta EKKI í póstskassann?

Halldóra Halldórsdóttir, 15.1.2008 kl. 18:42

6 identicon

Þegar ég heyrði þetta í morgun þá ákvað ég að framvegis myndi ég skila á næsta pósthús vikulega því rusli sem pósturinn hendir inn um lúguna heima hjá mér og ég sé að fleiri hafa hugsað svipað. En án alls gríns, sem er ekki án alvöru, þá vantar að forsvarsmenn póstsins séu spurðir hvort þeir axli ábyrgð á því að vekja athygli þjófa á mannlausum húsum og íbúðum með því að fylla póstkassana af rusli. Lögreglan og tryggingarfélög vekja athygli á því að það sé sjálfsögð forvörn að fá einhvern til að losa úr póstkassanum þegar enginn er heima, það er því athyglisvert ef pósturinn á að komast upp með það að fylla póstkasanna án þess að axla ábyrgð á afleiðingunum. 

Þorgerður (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:03

7 Smámynd: Linda

ekki málið, ég mun safna fjölpósti í innkaupa poka og skila honum fullum af þessu drasli beint í pósthúsið.  Mæli með því að það verði grasrótahreyfing þessu´málefni til stuðnings!!! Allir samtaka nú!

Linda, 15.1.2008 kl. 20:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líst rosalega vel á að fylla póstkassanna þeirra eða skila fullum sorppokum af og til, þetta er asnalegt í besta falli.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2008 kl. 23:20

9 identicon

Af hverju pósthúsin??  Ekki ráða þau þessu, fara með þetta í fyrirtækin sem senda þetta.

Það er hægt að safna saman ruslpósti frá hverju fyrirtæki fyrir sig, setja svo saman í umslög og senda á fyrirtækin, og ekki gleyma að láta viðtakanda greiða flutningskostnað:-) 

Guðný (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:55

10 Smámynd: Þórbergur Torfason

Tvær góðar hugmyndir en hugmynd Guðnýjar þó betri að mínu mati. Ég held ég fái mér bara pósthólf, lími fyrir bréfalúguna og ráði því svo sjálfur hvaða póst ég ber heim.

Þórbergur Torfason, 16.1.2008 kl. 00:24

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla líka að safna ruslpósti og senda hann á kostnað viðtakenda til baka  égvona að það sé hægt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.1.2008 kl. 02:27

12 identicon

"Af hverju pósthúsin" spyr Guðný. Vegna þess að Íslandspóstur hefur ákveðið að bjóða fólki ekki upp á miða um að það afþakki ruspóst og vegna þess að Íslandspóstur getur ákveðið að bera ekki út ruslpóstinn. Íslandspóstur er ekki skyldugur til að sendast fyrir fyrirtækin. Hann getur neitað viðskiptunum. Þess vegna finnst mér réttast að láta Íslandspóst fá aftur það sem hann hendur inn um lúguna hjá mér af því að ég fæ ekki miða frá Íslandspósti þar sem ég afþakka rulspóst.

Þorgerður (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 05:28

13 Smámynd: Snjalli Geir

Best væri að tilkynnað þessum fyrirtækum sem eru að senda okkur ruslpóst, sem við viljum ekki fá, að við rukkum inn förgunargjald.  Það byggist upp af annarsvegar af auknum rustatunnu kostnaði og vinnuna við að taka það úr póstkassanum og setja hann í tunnuna.  Þetta er vinna sem er að skapast og hver og einn getur sett sína gjaldskrá.  Til dæmis ca 10 þúsund krónur á tímann 2 til 4 tíma útkall.  Þetta getur gefið góðar aukatekjur.

Lifið heil,

Snjalli Geir 

Snjalli Geir, 16.1.2008 kl. 08:41

14 identicon

Ég veit betra, senda ruslpóstinn í PÓSTKRÖFU til :

    Ingimundur SigurpálssonReynilundi 7
210 Garðabær

 Held að ruslpósturinn mynd fljótt hætta.

Kristján Emil Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 13:10

15 Smámynd: Turetta Stefanía Tuborg

Þessi síðasta tillaga er frábær. Það er bara spurning um hvað póstkrafan á á vera há.

Reyndar held ég að það væri réttast að senda ruslið til þeirra fyrirtækja sem eru að senda þetta og þá á kostnað viðtakanda.

 Ég var að vinna í póstinum í mörg ár og þetta var sko ekki það vinsælasta hjá okkur.Ekkert smá álag og ekki voru nú launin hærri þó maður væri með 5-6 ruslpósta á hvert heimili.Reyndar var þá hægt að afþakka fjölpóst en þá skammaðist fólk yfir því að það fengi ekki þetta eða hitt.Þannig að ef við hefðum átt að gera öllum til hæfis þá gæti það nú verið ansi flókið:" Sko, hann Jón á 11 vill fá Elco en ekki Bónus og Gunna á 13 vill bara fá dagskrána"og sv. frv.

Turetta Stefanía Tuborg, 16.1.2008 kl. 14:20

16 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæl öll. Þessi umræða hér er á heldur betur villigötum. Íslandspósti og öðrum dreifingarfyrirtækjum sem hafa leyfi Póst og fjarskiptastofnun til dreifingar pósts á Íslandi er skylt að bera út allan þann póst sem viðskiptavinir póstleggja.

Íslandspóstur bauð upp á þann valkost að neita fjölpósti en Póst og fjarskiptastofnun sem er hið lögskipaða yfirvald í þessum málum bannaði slíka undanþágu og segir hana skorta lagastoð.

Ef menn vilja mótmæla þessu ætti að ræða það við löggjafann en ekki fyrirtæki sem vinna samkvæmt lögum. Ef menn vilja koma mótmælum á framfæri væri réttara að mótmæla þar sem gagn er að....kannski vilja menn bera þetta til Póst og fjar eða bara inn á Alþingi.

Að refsa Íslandspósti fyrir að hlýða lögum er svipað og menn mótmæltu fyrir framan Ríkisútvarpið ef slæmt er í fréttum eða fyrir framan Veðurstofuna af því það snjóar.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.1.2008 kl. 16:46

17 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Fínt innlegg Jón Ingi.

Hugmyndin sem mér líst best á núna er að fjarlægja póstkassann minn, fá mér pósthólf og sækja minn póst þegar ég vil. Þá losna ég við þennan ergelsistón í sjálfri mér.

Halldóra Halldórsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:05

18 identicon

Ég nenni ekki að fara að eltast við lagatexta, en er þetta ekki bara heimskuleg túlkun? Auðvitað ber Íslandspósti skylda til að koma þeim pósti til skila sem er stílaður á ákveðna viðtakendur. Fjölpóstur er ekki slíkur póstur og spurning hvort það sé rétt að kalla þetta póst? Er þetta ekki þjónusta sem fyrirtækið býður öðrum fyrirtækjum og má hafa hvernig sem er? Er einhver lagastoð fyrir því að skerða friðhelgi heimilanna sem að mínu mati vegur þyngra?

Guðbjörn (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:51

19 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Íslandspóstur setur ekki lög um póstþónustu en verður að fara eftir þeim.

Póst og fjarskiptastofnun hefur úrskurðað með þessum hætti. Fjölpóstur er póstur samkvæmt lögum um póstþjónustu það er skýrt tekið fram.

Ég er aðeins að upplýsa mál en ætla ekki að fara að karpa við þá sem ekki vilja hlusta á staðreyndir. Ég legg til að menn snúi sér til alþingismanna sinna með þetta því þeir setja lögin.

Þó er það svo að Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og lög um póstþjónustu er nokkuð svipuð í öllum vestrænum ríkjum og lagasetning hér tekur mið af alþjóðasamningum.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband