Þá er það Útsvarið í kvöld

Jæja, þá er það Útsvarið í kvöld Cool Lið Ísafjarðarbæjar að keppa við Akurnesinga í annarri umferð.

Við hittumst aðeins hérna hjá mér áðan og tókum léttar leiklistaræfingar og einn hring í Gettu-betur spilinu. Það verður að duga.

Eftir þáttinn í kvöld verður mér ekki til setunnar boðið. Á Snæfellsjökli verður landsnámskeið fyrir Björgunarhundasveit Íslands um helgina, og þangað stefni ég með minn hund strax að útsendingu lokinni. Ég verð búin að pakka mínu hafurtaski, hafa hundinn tilbúinn og svona. Gisti á Gufuskálum í nótt, svo byrja snjóleitaræfingarnar kl. 9 í fyrramálið.

En það er samt best að einbeita sér að einu í einu, og í réttri röð. Wink Fyrst er það sumsé Útsvarið. Og við erum galvösk, Ragnhildur, Halldór og ég  - bítum í skjaldarrendur og munum gera okkar besta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta verður skemmtilegt - þrjár bloggvinkonur að keppa. Ég ætla að halda með ykkur að vestan - enda Hnífsdælingur í aðra ættina og vann þar í frystihúsinu sumarið 1979.

Áfram Ísafjörður!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er ekki á hverjum degi sem við kellur erum sama kvöldið í sjónvarpinu. Ég mun án efa sjá þig í Útsvarinu en þú nærð varla að horfa á mig í umræðu um fréttir vikunnar í Íslandi í dag í kvöld. En... við hittumst bara sprækar síðar. Næ varla að hitta þig í þessari kaupstaðaferð.

poj, poj.....í Útsvarinu.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:14

3 identicon

Gangi ykkur vel í kvöld Ísfirðingar

Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:57

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf líf og fjör hjá þér elskan mín. Gangi ykkur vel í kvöld.  Ætla að horfa á.  Farðu varlega á jökli.   Polar Bear 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:39

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Puff puff ekki meir í þetta skiptið - enda keppnin við mína heimabyggð! En ég veit....

Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 19:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið stóðuð ykkur vel, erfitt að segja hvoru megin það dettur þegar komið er að síðustu spurningunum og munurinn nær enginn. Skagamenn voru líka flottir. Gaman að sjá ykkur blogg konur í TV.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Indverskir guðir og breskur róðrakappi! Fussumsvei!

Við hliðina á mér sat Breti sem vissi hvað róðrakappinn hét og ég kallaði það til ykkar. Þið heyrðuð ekki til mín, því miður. Bretinn var steinhissa á að hvorki þið né ég (og sjálfsagt ekki margir Íslendingar) hefði hugmynd um hver maðurinn er.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf sárt að tapa jöfnum leik og það fyrir liði sem fyrirfram var talið veikara!

Mannaskiptin hafa kannski haft sitt að segja, en auðvitað heppni líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 21:59

9 identicon

:að sem ég reyndi að segja ykkur svörin við spurningunum um Indversku guðina en allt kom fyrir ekki. Þið stóðuð ykkur með sóma eins og fyrri daginn. Ég verð samt að viðurkenna að ég hefði alveg viljað sigur ykkur til handa. En svona er boltinn!

Ingibjörg G. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:26

10 Smámynd: Billi bilaði

Synd að sjá á eftir svona góðu liði.  Ragnhildur líka flott í leiklistinni.

Billi bilaði, 12.1.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þið stóðuð ykkur mjög vel, miða við hversu absurd spurningarnar voru sem þið fenguð. Þið megið bara vel við una

Kolbrún Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 13:39

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hér er Kolbrún búin að segja það sem ég hugsaði

Þið stóðuð ykkur mjög vel.  

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 13:53

13 identicon

Mér fannst þið standa ykkur vel.

Smá speki:  Sá sem kann ekki að tapa á ekki skilið að vinna.

(þetta er ekki eftir mig).Gangi vel næst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 02:30

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir - já, þetta var svolítið skrítið alltsaman. Fyrst ætlaði ég að velja skjaldarmerkið - en félagar mínir vilodu loðnuna - nú þá kom hún upp. Þá vildi ég að hinir byrjuðu - en fékk ekki að ráða því. Og fyrir vikið fengu þau spurninguna um fjöturinn á fernisúlfi, sem ég hefði rúllað upp - þar fóru fimmtá stig!

Þetta er ákveðið happdrætti - eins og lífið sjálft. En það var gaman á meðan á þessu stóð.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.1.2008 kl. 21:19

15 identicon

Sæl Ólína og takk fyrir síðast!  Útsvarið snýst auðvitað að miklu leyti um heppni.  En ég get alveg sagt þér hins vegar að við vorum búin að ákveða að ef við mundum byrja mundum við taka 10 stig.  Þið hefðuð ekki sloppið við forseta Lichtenstein ;)

Máni Atlason (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Uss, við áttum auðvitað ekkert að splæsa hringingunni á Lichtenstein, svona eftir á að hyggja (enda alltaf best og öruggast að vera vitur eftir á!) Hver annar gat þetta verið, óþekktur maðurinn hlaut að vera yfir örríki og hann hlaut að vera yfir þessu tiltekna örríki, með þetta þýska nafn, Hans Adam! Þetta sá ég allt svo undur ljóst -rétt eftir að keppni lauk

Gangi ykkur Skagamönnum sem allra best, Máni.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 15.1.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband