Skemmtileg áramót - og skaupiđ bara ágćtt

Ţetta voru skemmtileg áramót og skaupiđ bara ágćtt. Ég hló ađ minnsta kosti, ekki síst ţegar viđ bloggararnir fengum á baukinn. Mér fannst ţađ bara smelliđ.

Annars var svona ýmist hvort ţeir sem međ mér voru hlógu - mamma er á nírćđisaldri, og hún var ekki mjög hrifin. Krakkarnir voru svolítiđ spyrjandi á svip stöku sinnum. En svona í heildina var ţetta bara ágćtt. Ţađ lá líka svo vel á öllum, ađ ég held viđ hefđum hlegiđ ađ hverju sem var.

Ađ ţessu sinni héldum viđ áramótin hátíđleg á rólegu sveitahóteli í nágrenni höfuđborgarinnar - Völlum í Ölfusi - sem viđ höfđum alveg út af fyrir okkur. Ekki amalegt ţađ Wizard 

Ţarna reka systir mín og mágur hestaleigu og vistvćna ferđaţjónustu ásamt fleirum. Ţau buđu okkur ađ koma og eyđa gamlárskvöldinu međ ţeim í kyrrđ og ró - hóteliđ autt yfir ađal hátíđarnar og nóg gistirými. Viđ ţáđum ţađ međ ţökkum og sjáum ekki eftir ţví.

Halldóra og Nonni (Medium) Eins og sjá má höfđu ţau hjónin  (Sigurjón og Halldóra) í ýmsu ađ snúast í eldhúsinu međan veriđ var ađ matbúa kalkúninn Wink

Allir lögđu eitthvađ í púkkiđ í mat og drykk - svo borđuđum viđ saman dýrindis kalkún og ýmsa eftirrétti, horfđum á fréttaannálinn og skaupiđ í sameiningu. Fjölskyldufeđurnir skutu upp flugeldum - og voru sýnu áhugasamari viđ ţá iđju en afkomendur ţeirra Wink. Eftir miđnćtti fór unga fólkiđ akandi í bćinn til ţess ađ skemmta sér, en elsta og yngsta fólkiđ sló sig til rólegheita.

Frćndsystkin (Medium)  Frćndsystkinin gera sig klár fyrir brottför. Fv. brćđurnir Sigurjón Bjarni og Ţorvarđur Sigurjóns og Halldórusynir, ţá Magdalena (Maddý), Pétur og Saga Sigurđar og Ólínubörn.  

Einhvern tíma hefđi mađur nú vakađ (og sofiđ) lengur um áramót - öđruvísi mér áđur brá. En tímarnir breytast og mennirnir međ. Ţađ var gott ađ vakna hress og endurnćrđur á nýjársdagsmorgun - međ fögur fyrirheit og uppbyggilegar áćtlanir fyrir nýja áriđ. Smile

 

Áramót

 

Enn vaggar tíminn

nýfćddu ári

í fađmi sínum

 

viđ deyjandi glćđur

af bálför ţess liđna

horfa hvívođungsaugu

í myrkar sjónir

órćđrar fyrndar

                                       (ÓŢ: Vestanvindur, 2007)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiđur

Missti af ţessu skaupi vegna vinnunnar minnar en ég vildi óska ţér gleđilegs árs og ţakka fyrir áriđ sem er nýliđiđ. Les ansi oft en ég er léleg ađ kvitta.

Ragnheiđur , 1.1.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

viđ og ţiđ fengum á baukinn ţarna. farsćlt ár til handa ţér.

Brjánn Guđjónsson, 1.1.2008 kl. 19:02

3 identicon

Vil óska ţér gleđilegs nýs árs Ólína međ kćrum ţökkum til ţín fyrir áhugaverđar fćrslur og skođanir hér á blogginu ţínu.  Kveđjur, Hallgrímur Óskarsson

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráđ) 1.1.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Ţorsteinsdóttir

Megi gćfa og gleđi fylgja ţér á nýju ári !

Sesselja Fjóla Ţorsteinsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:28

5 identicon

Thu varst lang besti álitsgjafin í Silfri Egils. Gleidilegt ár. kvedja Jónína Ben

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráđ) 1.1.2008 kl. 23:08

6 identicon

álitsgjafinn og Egils.... Gledilegt  svona er thetta á minni tolvu tómar stafsetningarvitleysur sem ég tholi alls alls ekki.

Vertu nú raunsae kona og skodadu samfélagid í naermynd!!!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráđ) 1.1.2008 kl. 23:10

7 identicon

Sorry Ólína......álitsgjafinn og Egils Vitlaust stafad ... Gledilegt ár   svona er thetta á minni tolvu tómar stafsetningarvitleysur sem ég tholi alls alls ekki.

Vertu nú raunsae kona og skodadu samfélagid í naermynd!!! Thú tharft ad haetta ad flokka fólk med eda á móti Davíd!! Vid thurfum thad oll. Thín Jónína

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráđ) 1.1.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Ţóra Sigurđardóttir

Gleđilegt ár Ólína bloggvinkona mín

Mér finnst ţađ eigi ađ skylda einn fjölskyldumeđlim í hverri fjölskyldu ađ reka hótel

Mín fjölskylda er orđin svo löt ( enda teljum viđ 50 + ) ađ engin nennir ađ hitta neinn og allir vilja bara vera heima hjá sér um áramótin nema..... ţeir sem eiga tengdafjölskyldu sem ekki er dauđ úr öllum ćđum Kannski er ţađ vegna ţess ađ engin á hótel ! í ţessari fjölskyldu minni

Takk fyrir góđ og fróđleg blogg á liđnu ári, mín kćra.

Ţóra Sigurđardóttir, 1.1.2008 kl. 23:24

9 identicon

sćl frćnka;) ćtlađi ađ segja gleđilegt ár og er sammála ađ ţetta var bara hiđ ágćtasta skaup!! langađi líka ađ segja ţér ađ ég náđi loksins stúdentnum núna um jólin ásamt ţví ađ eiga barn 16. desember;) vonandi sjáumst viđ á ţessu ári.

Guđrún Fanney Einarsdóttir (IP-tala skráđ) 2.1.2008 kl. 04:43

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ááááááárrrrrrrrrrrrriiiiiiđđđđđđđđđđđđđđđđ

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Email til ţín.

Marta B Helgadóttir, 3.1.2008 kl. 01:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband