Áramótakveðja í bloggheima

flugeldar

Jæja, þá er blessað árið að hníga til viðar -  flugeldahríðarnar farnar að boða komu þess nýja.

Það eru ýmsar tilfinningar tengdar þessu ári sem nú er að líða. Flestar góðar, sem betur fer enda hefur margt skemmtilegt gerst á þessu ári - ferðalög, nýtt fólk, ný viðfangsefni og áhugamál. Bloggið er eitt af því nýja sem fyrir mig hefur borið á árinu, og eitt það skemmtilegasta. Eins og góð bloggvinkona skrifar um á sinni síðu í dag, þá hefur þessi vettvangur orðið mörgum dægradvöl og vinamynni. Það kom skemmtilega á óvart. 

 

Völva vikunnar talar niðrandi um bloggið í áramótablaðinu að þessu sinni, segir þennan nýja vettvang hafa orðið þjóðinni "frekar til vansa"Errm

Ég get ekki tekið undir það. Þvert á móti finnst mér bloggheimarnir hafa þroskast og tekið á sig mótaðri og yfirvegaðri mynd á þessu ári en áður var. Þetta er lifandi umræðuvettvangur - hér kemur fólk fram með skoðanir sínar og hugleiðingar sem yfirleitt eru settar fram á ábyrgan hátt, þó að stíllinn sé óformlegri en í hefðbundnum blaðagreinum. Vissulega eru til nokkrir einstaklingar sem kunna ekki að haga sér á þessum vettvangi frekar en annarsstaðar. Slíkir einstaklingar eru alltaf og allstaðar til staðar í einhverjum mæli. En það er þá undir hinum komið að láta hina æskilegu þróun halda áfram, þannig að umræðan þróist í farsælar áttir.

En, hér hefur maður kynnst skemmtilegu fólki sem setur fram skoðanir sínar umbúðalaust en af háttvísi og hugsun í bloggfærslum og athugasemdum. Hér hefur maður "mátað" kenningar sínar og skoðanir sem eru í mótun, fengið viðbrögð og góðar ábendingar. Það er allt til góðs.

Bloggvinum og lesendum þakka ég fyrir árið sem er að líða - þið eruð öll orðin hluti af góðri minningu, og ég hlakka til nýja ársins með ykkur hér í bloggheimum.

Gleðilegt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þakka þér sömuleiðis Ólína, samskiptin á árinu sem nú er að líða.
Óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegs árs og farsældar á komandi ári.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg nýtt ár Ólína og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er að líða.

Megi nýja árið færa þér og þínum gæfu og gleði.

Huld S. Ringsted, 31.12.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðjón Bergmann

Gleðilegt nýtt ár Ólína.

Guðjón Bergmann, 31.12.2007 kl. 16:08

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár Ólína mín,  vona að nýtt ár birtist þér kærleiksríkt og gjöfult í alla staði

Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:17

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár Ólína og þakka skrifin á árinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár, Ólína og takk fyrir skemmtilegt blogg á árinu. Það verður gaman að fylgjast með á því næsta.

Bestu kveðjur vestur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 18:26

7 Smámynd: Sævar Helgason

Gleðilegt nýtt ár ,Ólína

Og þakkir fyrir samkiptin hér í bloggheimum á liðnu ári og allar þínar innihaldsríku færslur sem spanna hafa allt frá stjörnum himinsins til hinna smæstu afkima mannlífsin.

Og nú er nýtt og spennandi ár framundan.  

Sævar Helgason, 1.1.2008 kl. 00:29

8 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Gleðilegt ár, elsku Ólína. Kær kveðja til Sigga og krakkanna.

Takk fyrir öll árin sem liðin eru.

Þín Ragnheiður

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 1.1.2008 kl. 01:43

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæra Ólína. Ég þakka fyrir skemmtileg blogg frá þér og mörg mjög fróðleg.  Ég er eins og þú, mjög hrifin af bloggheimum. Hef valið mér góðan hóp eða þau valið mig, allavegana finnst mér þetta góður vinskapur þar sem maður lærir um margt og fræðist helling. Einnig er gott að geta sótt stuðning á erfiðum tímum. Hafðu það gott á nýju ári og megi hamingjan hossa þér. 

 Happy New Year 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.1.2008 kl. 01:51

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bestu kveðjur um gleðilegt ár - takk fyrir viðkynninguna á árinu 2007!

Edda Agnarsdóttir, 1.1.2008 kl. 01:57

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gleðilegt nýtt ár frú Ólína og megi það verða þér og þínum til gæfu!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.1.2008 kl. 01:58

12 identicon

Gleðilegt nýtt ár og farsælt fyrir þig og þína fjölskyldu.

Blogg heimur er ekki verri heimur en Heimur Völvunnar,og ef eitthvað er þá er okkar RAUNSÆRRI.

Takk fyrir Ólína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 05:34

13 identicon

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir þau gömlu góðu og takk fyrir þörf innlegg þín í umræðuna á liðnu ári. Það er full þörf á röddum hugsandi fólks í umræðu um málefni líðandi stundar. Það getur skipt sköpum.

Sjáumst á nýju, frábærlega spennandi og algerlega ónotuðu 2008. Maríanna Friðjónsdóttir

Maríanna (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 12:05

14 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðilegt ár Ólína og takk fyrir samskiptin á árinu

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.1.2008 kl. 12:19

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mínar bestu óskir um gæfu- og gleðiríkt ár Ólína þér og þínum til handa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 12:29

16 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðilegt ár Ólína og fjölskylda og takk fyrir liðið gott bloggár.

Níels A. Ársælsson., 1.1.2008 kl. 14:56

17 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gleðilegt ár Ólína til þín og þinna, bestu þakkir fyir skemmtilegt nýtt samskiptaform.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 1.1.2008 kl. 15:10

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Gleðilegt ár og takk fyrir bæði skemmtileg skrif og fróðleg á því liðna.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.1.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband