Húsfyllir í Holti

Jæja, það varð bara húsfyllir hjá okkur í Holti í dag - á bókmenntadagskránni "Vestfirsku skáldin". Við höfðum ekki undan að hlaupa eftir stólum og bæta við kaffiveitingum. Best af öllu var þó að þeir sem mættu virtust glaðir og sáttir við það sem í boði var.   

Ólafur Þ. Harðarson var með bráðskemmtilegt erindi um Guðmund Inga Kristjánsson - skáldið á Kirkjubóli. Erindið samanstóð af minningum Ólafs sjálfs frá því hann var barn sumardvölum á Kirkjubóli. Hann rifjaði upp kynni sín af skáldinu, lýsti heimilisbragnum á Kirkjubóli, matarmenningu, verkmenningu, samskiptum og búskaparháttum af næmi, hlýju og húmor. Margt fleira var á dagskránni - eins og lesa má um á skutull.is  Smile

Jebb - þetta var bara góður dagur. Ég sofna með hreina samvisku í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta allt samant, mjög skemmtilegt og fróðlegt. Við í afmælisnefndinni erum mjög hamingjusöm með þetta. Góður punktur á góðu afmælisáradagskrá.

Halla Signý (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir það Halla Signý - þetta var gaman.

Bestu kveðjur inn í afmælisnefndina - og takk fyrir gott samstarf.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.11.2007 kl. 11:01

3 identicon

Það var einstaklega gaman að vinna að þessari dagskrá með Vestjfarðarakademíunni með þig í forsvari Ólína. Við í afmælisnefndinni erum ánægð og afskaplega þakklát með að svona vel tókst til með þennan lokahnykk  á afmælisári. 

Sigríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegt hjá ykkur, hefði alveg vera með, en það er langt frá Selfossi á Ísafjörð, en Bjarni Harðar ætlar að vera með í Bókakaffi hér á Selfossi, upplestra af og til, þar ætla ég að mæta. Kær kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband