Kræst! Svo var engin útsending!

Mogginn búinn að taka viðtal, allar konurnar búnar að blogga - ég líka auðvitað - um nýja þáttinn minn. Mamma og Jón föðurbróðir (bæði 82ja)  búin að hringja og fá greinargóðar upplýsingar um það hvernig þau næðu stöðinni - og hvað svo? Þeir sem römbuðu með einbeittum vilja á rás 20 á myndlykli Digital Ísland klukkan níu í kvöld (og það voru allmargir miðað við hringingarnar sem ég fékk), fengu þessi skilaboð á skjánum: "Við verðum því miður að stöðva útsendingu ÍNN þar til tæknin er hætt að stríða okkur. Vinna við lagfæringar stendur yfir" Angry

Enginn þáttur - ekki einu sinni útsending. Mamma fór fýluferð til Sögu dóttur minnar að horfa á þáttinn. Já, og konurnar sem voru í þættinum hjá mér - sumar voru komnar í matarboð til ættingja sem höfðu aðgang að digital Ísland. Og hvað? "Við verðum því miður að stöðva útsendingun ÍNN þar til tæknin er hætt að stríða okkur. Vinna vil lagfæringar stendur yfir" hvað? Komið fram á rauðanótt og enn standa "lagfæringar" yfir.

Kræst:  Þvílíkt "comeback"  Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

þetta var þvílíkur "feill",

þú ert í kinnum rjóð

En fallið er fararheill,

frú mín Ólína góð!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 02:12

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 Hmmfff .... takk samt (allavega) fyrir vísuna. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.10.2007 kl. 02:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var búin að gera og græja afruglarann hér um hádegi í dag og minn heittelskaði var á vaktinni að bíða eftir útsendingunni sem aldrei kom og hann bíður enn. Okokok, smá ýkjur en þetta var þunnur þrettándi.  Annars má segja "fall er fararheill" en ég ætla ekki að gera það af því að mér finnst það svona álíka mikil huggun og hundalógík eins og "undantekningin sannar reglulna" og nú er komið að mér að segja KRÆST.

En ég, hinsvegar, trúi því að góðir hlutir séu þess verðir að bíða eftir þeim.

Yfir til þín.

GN.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 02:44

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Með svona byrjun, þá er það eingin spurning þessi þáttur á eftir að slá í gegn svo um munar. kv.

Georg Eiður Arnarson, 20.10.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ólína við hlæjum nú bara að þessu. Hvort sem fall er fararheill eða ekki þá hefur þetta bara skapað umfjöllun og vangaveltur . Áhorfið verður tvöfalt á við það sem annars hefði orðið, þegar að þessu kemur. Eigðu virkilega góða helgi.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.10.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, æ!

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.10.2007 kl. 14:09

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Það verður enn meiri spennandi að sjá þáttinn,þegar að því kemur,þetta eru bara smá tækimistök.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 14:47

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff, spæling - minnir á fyrstu ár sjónvarpsins þegar búið var að bjóða gestum í heimsókn að horfa á Dýrlinginn og fjölskyldan ásamt gestum horfðum á ,,AFSAKIÐ HLÉ" allt kvöldið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2007 kl. 14:58

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var ein af þeim mörgu sem biðu spennt eftir því að sjá bloggvinkonur í spjallþættinum! en veistu hvenær hann verður sýndur?

Huld S. Ringsted, 20.10.2007 kl. 15:00

10 identicon

Ergelsi ,svekkelsi..

Jóna var búin að segja að hægt væri að horfa á netinu og ég er búin að leita og leita. Þetta eru svo spennandi konur sem þú ætlaðir að tala við Ólína.

Ég bíð bara spennt eftir að þetta verði sett á netið!! Ég reikna með því að tækniundrin lagi þetta. Baráttu kveðjur!!!

mums (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 17:08

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Æi, verðum við ekki að segja að fall sé fararheill?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.10.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband