Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Þeir lásu ekki samninginn! Voru stjórnarlaunin of lág, eða ....??
15.10.2007 | 13:09
Það er með ólíkindum að fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn OR skuli ekki hafa "vitað" hvað stóð í samningnum um sameiningu REI og GGE. Sjálfur borgarstjórinn, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vissi ekkert, samningurinn var nefnilega á ensku, og hann hafði EKKI LESIÐ hann.
Sem borgarstjóri bar Vilhjálmur þó ríkari ábyrgð en margur annar gagnvart umbjóðendum sínum, þ.e. íbúum Reykjavíkurborgar - og vil ég þó ekki draga úr ábyrgð annarra stjórnarmanna. En hann LAS EKKI gögnin!
Fyrir hvað er svo verið að greiða stjórnarmönnum í OR á annað hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði? Af almannafé. Þessir menn lesa ekki fundargögnin - ekki einu sinni þegar taka þarf afdrifaríkar ákvarðanir um fyrirtækjasamruna og forgangsrétt - sem í þessu tilviki lýtur að öllum erlendum verkefnum sem kunna að falla í skaut Orkuveitunnar næstu 20 árin!!
En þeir láta sér detta í hug að hækka þóknunina fyrir stjórnarsetu um helming, í 350 þús. á mánuði, eins og fram hefur komið. Það vantar ekki að almenningur eigi að greiða þeim sómasamleg laun á meðan þeir slugsa og svalla með verðmæti borgarinnar - og afhenda þau í hendur einkaaðilum, eins og ekkert sé sjálfsagðara; bera það svo á borð fyrir almenning að þeir hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera.
Ef þessir menn væru í vinnu hjá mér myndi ég REKA þá - strax!
Mál Svandísar þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Það var líka eins gott að þessu fólki var skipt út!
Það er mér algjörlega hulinn ráðgáta hvernig borgarstjórinn (fyrrverandi) gat fullyrt það að hann hafi verið að gæta hagsmuna borgarbúa; þegar sá hinn sami skrifar undir, samninga sem þessa, án þess að lesa þá yfir - í það minnsta!
Gísli Hjálmar , 15.10.2007 kl. 14:41
Þessu fólki hefur ekkert verið skipt út - það er nú meinið. Vilhjálmur er borgarfulltrúi eftir sem áður, og Börn Ingi situr enn við kjötkatlana. Framganga þessara manna er stórkostlegt hneyksli.
Helga Kristín (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 16:46
Og þessir menn voru kosnir af almenningi - ótrúlegt!
Halldór Sigurðsson, 15.10.2007 kl. 22:13
Það er svo ánægulegt til þess að vita, að enskan er nú loksins orið okkar viðskiptamál. Það gefur okkur svo mörg sóknarfæri!
"Keep it simple!"
BB King
Júlíus Valsson, 15.10.2007 kl. 23:52
Borgarstjóri, bæjarstjóri og aðrir stjórnendur hafa menn sér við hlið sem þeir treysta, þeir verða að hafa marga aðila sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir þá. Þessum mönnum verður stjórnandinn að treysta, annars gerist ekkert í málunum.
Eftir Kastljósþáttinn í kvöld er ág sannfærur um að þessir ágætu menn sem Vilhjálmur treysti hafa allir svikið hann og blekt. Þessi svo kallaður kynningarfundur heima hjá Vilhjálmi hefur verið að þeirra ósk, enda lá á að halda áfram. Þar fara þeir yfir málið munnlega, leggja fullt af pappírum á borðið og freista þess að fá að halda málinu áfram. Auðvitað þurfti samþykki borgarstjóra til að halda málinu áfram, gera samning um að flytja verðmæta partinn, (þennan óefnislega) í REI. Fyrirtækið sem Bjarni keypti í fyrir 500mill í, ekki gerist Bjarni fjárfestir í svona félagi nema til þess að hagnast. Enda fengu þeir félagar heimild til að halda málinu áfram.
Það er alveg ljóst að Vilhjálmur var blekktur, ekki einu sinni heldur margsinnis, Vilhjálmur hefur greinilega ekki haft ábyggilegan mann með sér í þessu stóra máli, þar á ég við Hauk Leósson. Svo þessi greinargerð, af hverju að senda hana út, jú til að draga kastljósið að Vilhjálmi, hann lyggur svo vel við höggi.
Ég hef oft séð Bjarna Ármannsson í sjónvarpi, í kvöld var eitthvað mikið að, hann var fölur og horfði mikið niður. Mín upplifun var að þrímenningarnir hafa sannmælst um að gera Vilhjálm að "lygara". Hann lyggur vel við höggi.
Svo "comment" á "Keep it simple" Hvaða bull er þetta að leggja samning milli tveggja íslenskra fyrirtækja í eigu sömu aðila fram á Ensku. Segir manni bara eitt, sumir eigendur voru að villa um fyrir mönnum, keyra þetta í gegn á stuttum tíma vitandi það að þeim var treyst í blindni. Enskan er notuð þar sem samninginn þurfti að kynna erlendis svo verðmætið ykist á REI.
Guðmundur Jóhannsson, 16.10.2007 kl. 02:49
Það þurfti engan snilling til að sjá að Villi er ekki sleipur í ensku. Það var eiginlega pínlegt að heyra hann flyta ávarpið við friðarsúluna hennar Yoko svo ekki sé minnst á ræðuna í eftirpartíinu. Hans enskukunnátta er svipuð Valgerðar Sverrisdóttur sem afbakaði enska tungu svo eftirminnilega á allsherjarþingi SÞ.
Það er mjög sennilegt að þeir hafi vitað það þegar þeir setja lykilgögn og samninga fram á því máli. Það hefur annars nákvæmlega engan annan tilgang að setja þetta fram á ensku.
Það á að reka strax þá Guðmund Þóroddsson, Hjörleif Kvaran og Björn Inga Hrafnsson. Þeir eru sekir um efnahagsbrot. Björn Ingi er auk þess sekur um stórkostlega vanrækslu í opinberu starfi hið minnsta. Borgin getur lögsótt alla þessa menn fyrir innherjasvik og því á að kæra þetta til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglunnar.
Innherjasvik er það kallað þegar menn notfæra sér stöðu sína með þeim hætti sem hér er gert. Þess vegna voru sett lög um slík afbrot.
Haukur Nikulásson, 16.10.2007 kl. 08:19
Sammála Guðmundi Jóhannssyni
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.10.2007 kl. 09:14
Svo mikið sammála Guðmundi Jóhannssyni, kom þessu vel frá sér. Held því miður að Villi hafi verið of auðtrúa og treyst of mikið á suma en vissulega var hann blekktur það sér hver helvita maður. Bjarni Ármannsson er enginn engill, hann leggur ekki svona miklar fjárhæðir í fyrirtæki ef hann sér ekki tækifæri á að græða helling, og hann kann allar brellurnar greinilega.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:38
Sammála. Maður les mikilvæga samninga sjálfur.
Svanur Sigurbjörnsson, 16.10.2007 kl. 10:40
Ég vil taka undir orð Hauks,ekki endilega hvað varðar Vilhjálm,en almennt þá er ekki alltaf skemmtilegt að hlusta á stjórnmálamenn mæla á enska tungu,þeir tala ekki allir enskuna með þeirri leikni sem starf þeirra krefst.
María Anna P Kristjánsdóttir, 16.10.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.