Leggið við hlustir á morgun :-)

RaghneiðurDav Á morgun kl. 15:30 verður útvarpsþáttur um starf Björgunarhundafélags Íslands á Rás-1.  Það er engin  önnur er Ragnheiður Davíðsdóttir, sú merka fjölmiðlakona og forvarnarfulltrúi með meiru, sem fjallar þar um störf björgunarhunda- sveitarinnar. Joyful

Ragnheiður kom á æfingarhelgi hjá okkur fyrir skömmu og fylgdist með. Það er gaman að sjá hvernig hún bloggar um þessa heimsókn á síðunni sinni  í dag. Ég verð að segja að mér hlýnaði um hjartarætur fyrir hönd félaga minna í björgunarhundasveitinni þegar ég las það sem hún segir þar.

 En fyrir þá sem áhuga hafa, þá verður þessi þáttur sumsé á morgun kl. 15.30 - Dr. Rúv nefnist hann.

Leggið við hlustir.

 

 P1000276 (Small) Annars hefur verið ýmislegt að gera á vettvangi björgunarmála að undanförnu - því nú er ég farin að taka þessi námskeið sem maður þarf að hafa til þess að geta verið gjaldgengur með björgunarhund í útkalli.

Um síðustu helgi var ég á fyrstuhjálpar-námskeiði sem stóð alla helgina, og svo voru verklegar björgunaræfingar innan og utanhúss í framhaldinu. Í fyrrakvöld "björguðum" við t.d. tveimur "stórslösuðum" konum í hlíðinni hér ofan við bæinn. Bárum aðra þeirra tvíbrotna á börum í niðamyrkri, yfir á og upp grýttan bakka.

Höhömm - það var altso ég Errm sem átti að stjórna þessum aðgerðum, og - tjahh - við skulum bara orða það þannig, að ég er fegin að þetta var æfing en ekki alvara. Whistling

En, hva - þetta lærist eins og allt annað.

 Verra var, að í þessu bjástri þar sem við paufuðumst um í myrkrinu með börurnar, fann ég skrítna tilfinningu aftan á öðrum kálfanum. Gaf því engan sérstakan gaum, fyrr en í blakinu í gærkvöldi. Þá lét eitthvað undan.

 Og núna er ég sumsé tognuð  - Angry - staulast um á hækjum, því ekki get ég stigið í fótinn.

Það er þó bót í máli að mér skyldi hafa tekist að ljúka námskeiðinu áður en svona óheppilega vildi til.  Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Rosalega dáist ég að því að þú ert að taka virkan þátt í svona björgunarmálum. Flott hjá þér kona...ég er vissum að þú átt eftir að bjarga einhverju mikilvægu!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hmmmm... já, nema kannski aftanverðum kálfanum, hægramegin 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband