... og snuða Reykvíkinga um tugi milljarða! Hvað eru menn að hugsa?

Þeir ætla að "selja hlut" OR í REI fyrir sextán milljarða og fá þar með tíu milljarða hagnað. Samt talar Björn Ingi Hrafnsson um að á tveimur árum muni verðmætið fara í allt að 40 milljarða. Af hverju þá að selja núna? Og hvernig getur þetta verið "lausn" á málinu?

 Nei, það er greinilega verið að bjarga Vilhjálmi borgarstjóra fyrir horn. Og þetta með að skipta Hauki Leóssyni út úr stjórn (ekki Vilhjálmi og Birni Inga, takið eftir því) og hafa uppi dylgjur um "nokkra lykilstarfsmenn" og "framgöngu þeirra" - það hljómar ekki trúverðugt. Hér er verið að beina umræðunni að einhverju allt öðru en aðalatriðum.

Og hvað svo? Allir sáttir?

Sannleikurinn er sá að borgarstjóri Reykvíkinga ásamt borgarfulltrúa Framsóknarflokksins - báðir stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur og Björn Ingi auk þess stjórnarmaður í REI - ætla að koma almenningsverðmætum yfir í hendur auðmanna á útsöluprís. Og nú virðist sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík ætli að aðstoða þá við þetta verk.

Aðferðin var hárhraðasamruni tveggja fyrirtækja þar sem almenningseign var afhent einkafyrirtæki í eigu auðvaldsfyrirtækja. Samrunaferlið átti sér stað með vafasömum aðferðum sem draga má í efa að hafi verið löglegar. Með sölu á hlut OR núna er útlit fyrir að Reykvíkingar geti orðið af tugmilljarða verðmætum. Og halda menn svo að það friði Reykvíkinga að skipta Hauki Leóssyni út úr stjórnum fyrirtækjanna?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur núna komið að mjög svo vafasömum gjörningi. Annarsvegar samrunaferli REI og GGE, hinsvegar dularfullum kaupréttartilboðum til valinna starfsmanna. Hvorugt er til þess fallið að auka traust almennings á stjórnsýslu borgarinnar eða persónu borgarstjórans. Ofan á allt annað fór hann á bak við borgarbúa og samflokksmenn sína, eins og Svandís Svavarsdóttir bendir réttilega á.

Einhvern tíma hefði Vilhjálmur sjálfur talið ástæðu til fyrir sitjandi borgarstjóra að víkja úr sessi fyrir viðlíka sakir - jafnvel minni.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu, ég er sko alveg hætt að skilja neitt í neinu, þvílíkt bull í fullorðunum mönnum.    Hvar endar þetta????

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

nei Ólína, það stendur ekki til að selja fyrir tíu milljarða, það kemur skýrt fram í fréttinni að ætla megi að hagnaður OR af sölunni verði 10 milljónir. Söluverðið er því áætlað hlutafjárskuldbindingar OR + 10 milljarðar.  Þetta er náttúrulega bara tilbúin tala, þetta var einhver reiknitala sem "goodwill" OR var metin þegar fyrirtækin voru verðmetin. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.10.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Salvör - en hvert er þá söluverðmætið? Ég hef hvergi séð þess getið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.10.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Kolgrima

Ég var einmitt að velta því fyrir mér - en það var sagt skýrt og skorinort í útvarpinu að hagnaðurinn af sölunni yrði 10 milljarðar. Skýrist vonandi allt í kvöldfréttum.

Kolgrima, 8.10.2007 kl. 18:47

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er ekkert söluverðmæti.  Samruni REI og GGE er ekki genginn í gegn.  Hann hlýtur einfaldlega að ganga til baka þar sem allar forsendur hafa breyst ætli OR út úr dæminu.  Fari OR út úr REI er ekkert eftir í fyrirtækinu.  Nema þeir ætli að selja hlut OR í Enex og Enex Kína, smá hlut í jarðvarmaverkefni í Kaliforníu og annan lítinn í Tékklandi sem OR hefur átt í mörg ár.  Þetta er það eina sem hægt er að selja, þ.e. þessir hlutir.   Þekking OR, sem var það sem átti að seljan og skapa hin miklu verðmæti, hún hlýtur að ganga úr fyrirtækinu um leið og OR og þar af leiðandi verða einskis nýt.

GGE hlýtur líka einfaldlega að sækja sér lykilstarfsmenn OR yfir til GGE, það voru jú þeir sem var verið að leita að.  Það voru mennirnir sem þótti ástæða til að fengju hlutabréf til þess að þeim yrði ekki stolið af samkeppnisaðilum fyrirtækisins.  Nú hafa stjórnmálamennirnir bannað REI að láta þá fá hlutabréf og að lokum hætt við allt saman.  Þá beinlínis hljóta þeir að fara annað - það liggur í hlutarins eðli.  Það sama hlýtur Guðmundur forstjóri að gera - ég trúi ekki að hann nenni að halda þessari vitleysu áfram með stjórnmálamönnum sem vilja eitt í dag og annað á morgun.

Frá upphafi átti að setja x upphæð hjá OR í útrásarverkefni.  Frá upphafi átti að fá fleiri fjárfesta að borðinu.  Samvinna opinbera geirans og einkageirans var alltaf markmiðið.  Þetta er nákvæmlega það sem hefur verið að gerast. 

Smáborgarlegu stjórnmálamennirnir höndluðu það hins vegar ekki að allar ákvarðanir frá degi til dags væru ekki bornar undir þá þrátt fyrir að þeir hefðu skipað stjórn í fyrirtækin (OR og REI) til að sjá um að reka þau - nema að atburðir undanfarinna daga hafi bara alltaf snúist um losna við Hauk svo að Júlíus Vífill fengi stólinn hans. Hver veit? 

Sigurður Viktor Úlfarsson, 8.10.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Sævar Helgason

Eitt er ljóst, Vilhjálmur borgarstjóri er með skertan orðstír og það sem eftir lifir hans borgarstjóratíma verður mjög litað af þessum atburði. 

Er ekki alveg bráðnauðsynlegt að fjórða valdið,fjölmiðlanir ,einkum blöðin geri rækilega úttekt á öllu þessu máli frá A-Ö.  Við almenningur vitum harla lítið um þetta mál í raun.

Hvað er t.d Rei ?  Er það svona hliðarfyrirtæki í Orkuveitunni ? Er innifalið í því eignarhlutdeild í sjálfri orkuauðlindinni, vatninu,virkjununum og frárennsliskerfinu ?

Ef þetta er allt saman meira og minna inni í þessu fyrirtæki þá er ljóst að verið er að selja  sjálfan grunninn og orkuauðlindin er komin í hendur einkaaðila sem ætla að fara með fyrirtækið á alþjóðlega hlutafjármarkað.

Þær verðmætahugmyndir sem settar hafa verið fram af þessum "lykilmönnum "  eru ýmist 40 eða 65  milljarðar í sameinuðu fyrirtæki. GGE og Rei. Þarna skakkar ekki nema 25 milljörðum...eitthvað virðist þetta svona lausreiknað ,enda hraðinn mikill í kaupunum, svona eins og á uppboði.

Allar þessar væntingatölur minna dálítið á de Code ævintýrið hér um árið þegar almenningur keypti væntingar í framtíðinni fyrir um 20 milljarða. Þessar væntingar urðu að loftbólu sem sprakk einn góðan veðurdag og almenningur sat eftir með stórtap.

Og ef Orkuveitan selur sinn hlut þá eru sagnir um að þá eignist þessir fjárfestar Hitaveitu Suðurnesja eins og hún leggur sig..þar með talin sjálf orkuauðlindin um allan Reykjanessagan. 

Allavega á málinu er heilmikil gullgrafarastemmning. 

Sævar Helgason, 8.10.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvað er Björn Ingi?

Leppur hvers og hvað fær hann borgað? Hef aldrei séð neitt eftir manninn sem skiptir máli en hann virðist poppa upp í hverju spillingarmálinu á eftir öðru. Nafn hans loðir við allt sem er eitthvað loðið. Æ eitthvað krípi við gæjann.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Vá hvað ég er fegin að einhver sér um hvað málið snýst nákvæmlega í stað þess að hengja sig í öllum útúrsnúningunum sem hafa fylgt þessu!

Tak fyrir mig Ólína.

Eva Þorsteinsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:38

9 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Takk átti þetta að vera :)

Eva Þorsteinsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:39

10 identicon

Undarlegaest í öllu er að fólk virðist vera mest niðri fyrir um mannorð borgarstjóra og flokksbræðra í borgarstjórn.

Enginn hefur burði til að margfalda 10 með 4 og fá út 40 milljarða.

Með 40 milljörðum má fá 40.000.000.000 / (300.000 mánlaun) = 133.333 mámlaun

Með öðrum orðum þá má borga leikskólakennurum 300þ í 133.333 skipti eða 926 ársverk

1.111þ ársverk ef kaupið er 250þ með svona summu má kannski komast hjá því að íslensk börn sjá varla hvítan mann á sínum uppeldistofnanferli nema lækninn sem reseptar pillunum ofaní þau .

Svo hafa menn messtar áhyggjur af greyinu honum Vilhjálmi sem löngu er búinn að koma sinni ár fyrir.

Nei á meðan fólk er gersamlega dofið og upphefur stjórnmálamenn í skurðgoðatölu og sér ekki hvernig statt er fyrir pillubryðjandi ungviðinu eiga íslendingar ekkert betra skilið 

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 08:17

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er tvímælalaust áfall fyrir pólitískan feril Vilhjálms. Ekki laust við að ég finni fyrir samúð með honum, lét hann e-ð plata sig?

Skil ekki þennan B.Inga, virkar innihaldslítill framapotari og eiginhagsmunasinni. Hvernig maðurinn hefur náð þangað sem hann er kominn mun ég seint skilja.  

Marta B Helgadóttir, 9.10.2007 kl. 22:12

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

I LOVE YOU

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.10.2007 kl. 09:20

13 Smámynd: Gísli Hjálmar

Góður og þarfur pistill hjá þér Ólína. Takk fyrir það.

Gísli Hjálmar , 10.10.2007 kl. 10:38

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég hef ekki sett mig mikið inní þetta en eftir að hafa hlustað á Vilhjálm, Svandísi og Dag hef ég trú á því að Vilhjálmur hafi hér gert mistök í að treysta á einhverja hluti sem svo fóru á annan veg.  Hann virkar alltaf á mig sem maður sem vill í einlægni gera allt rétt og sannleikanum samkvæmt.   Hins vegar rata menn ekki alltaf á rétt sjónarmið og það gæti verið hluti af þessu.  Þetta mál allt kallar e.t.v á að öll þessi mál varðandi einkavæðingu og einkavinavæðingu verði endurskoðuð í kjölinn.  Það að láta hausa fjúka leysir ekki alltaf vandann.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.10.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband