Fyrsta ljóðabókin mín ...

Vestanvindur  ... er að fara í prentsmiðjuna. Kápan tilbúin og búið að senda hana í Bókatíðindin. He-hemm - það verður sumsé ekki aftur snúið úr þessu Blush ég er komin út úr skápnum með ljóðin mín.

"Og þó fyrr hefði verið" hnussaði vinkona mín elskulega þegar ég sagði henni hálf feimin hvað stæði til. En ég verð að viðurkenna að fyrir mig er þetta svolítið skrýtið. Nú þegar á hólminn er komið finnst mér hálfpartinn eins og ég hafi opnað dyr sem hingað til hafa verið lokaðar. Hleypt fólki (væntanlegum lesendum) innfyrir hliðin. Ég ímynda mér að þetta sé ekki ósvipað því að standa hálfnakin á almannafæri.

Hvað um það - teningunum er kastað. Ég hlakka til að sjá gripinn þegar hann kemur úr prentsmiðjunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Til lukku með það ........það þarf hugrekki í svona....það er svo auðvelt að gera ekki neitt .....skoðaðu Ljóðin hans Hákonar Aðalsteins sem má finna á síðunni minn og í lögunum á sama stað.

Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Gulli litli

þetta hljómar bara spennandi!!!!

Gulli litli, 4.10.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Til hamingju með bókina!  Eflaust góð lesning við kertaljós

Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 17:10

4 Smámynd: Gulli litli

Til lukku átti líka að vera þarna

Gulli litli, 4.10.2007 kl. 17:10

5 identicon

TIl hamingju, hlakka til að lesa hana. Bókarkápan er flott. Kveðjur

Ingunn Ósk Sturludóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:46

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður spennandi að eignast þessa, þú ert nú svo góður penni að ljóðin hljóta að vera frábær.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:34

7 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Mikið hlakka ég til að lesa ljóðin þín  

Þóra Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 20:24

8 identicon

Hæ, Ollý mín!

Það hlaut að koma að þessu, ég er búin að bíða lengi. Þetta verður jólabókin á ár fyrir ljóðaunnendur.

Til hamingju með hana!

kveðja, Erla Rún.

Erla Rún (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:24

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju. Er þetta ekki frábær tilfinning?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.10.2007 kl. 20:28

10 identicon

Sæl Ólína.

Ég var að lesa nokkur ljóð eftir þig um daginn  í ljóðabókinni Frumburður án fæðingarstyrks sem var gefin út í fjögur hundruð eintökum á Núpi 1974.

 Hlakka til að sjá nýju ljóðin þín.

kv sig haf

Sigurður J. Hafberg (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:31

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Frábært hjá þér Ólína

Ég er reyndar ekki mikið fyrir ljóð þó ég geti sett saman eina og eina stöku.  Finnst frábært að sjá þegar fólk lætur sköpunargleðina taka völdin og framkvæmir eitthvað eins og þú hefur gert núna.  Innilega til hamingju

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.10.2007 kl. 23:29

12 Smámynd: Toshiki Toma

Til hamingju með þetta! Hlakka til þess að taka ljóðabókina þína á hendi.

Toshiki Toma, 4.10.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk, takk öllsömul  

Ég vona bara að þetta uppátæki verði EKKI til þess að menn farið að leita uppi ljóðabókina "Frumburð án fæðingarstyrks" frá árinu 1974 sem Sigurður Hafberg vísar til hér ofar. Það var gefið út í 308 tölusettum eintökum, og hafði að geyma framlag nokkurra ungra höfunda til ljóðlistarinnar - eða þannig. Um var að ræða nokkra nemendur á Núpi veturinn 1974. Þá var ég 15 ára, að hugsa um tilgang lífsins: "Hvað er lífið / lífið er aðeins dropi / í hið óendanlega haf. / það tekur enda / en hvað er hinumegin?" (Aaarrgg )

Já, ég fann þetta merka rit í fórum mínum eftir að hafa lesið athugasemd Sigga Hafberg - vona bara að ég hafi eitthvað þroskast í stíl og hugsun frá því  þá

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.10.2007 kl. 23:48

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með bókina (þessa nýju:) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.10.2007 kl. 01:07

15 identicon

Það er nú engin ástæða til að rífa sig úr öllum fötunum þó gefin sé út ljóðabók, Ólína mín. Og mér sýnist þessi dulúðuga og Garúnarlega bókarkápa einmitt benda til þess að þú sért ekkert að tæta utan af þér peysufötin og rífa af þér húfuna og skúfinn í einhverjum súludansi.  

Steini Briem (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 02:53

16 identicon

Til hamingju með bókina, bíð spennt eftir að fá að líta í hana (lesa), og hvenær kemur svo næsta bók? nei bara spyr

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 10:20

17 identicon

Til hamingju Ólína - kápan er dulúðug og falleg.

Mér varð starfsýnt á titilinn og undirskriftina - er þetta rithöndin þín?

Helga Kristín (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 13:16

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jebb

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.10.2007 kl. 13:20

19 identicon

Flottur titill á bók. Heima hjá mér er til plata sem heitir "Vestanvindar". Án efa eitt flottasta plötuumslag sem gert hefur verið á íslandi

http://www.siggib.com/datab_myndir/thumbs/20040607101608079937Vestanvindar,framhlid.jpg

biggi (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 15:38

20 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, tek undir það: til hamingju með ljóðabókina Ólína og ég bið fyrir kveðjur vestur til ykkar allra.

Gísli Hjálmar , 5.10.2007 kl. 17:59

21 Smámynd: Katrín

Innilegar hamingjuóskir með Vestanvind. Hlakka til lesa ljóðin þín.

Katrín, 5.10.2007 kl. 19:47

22 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

til hamingju Ólína með bókina, ætla örugglega að lesa hana, verður örugglega á náttborðinu mínu fyrir jólin.

Hallgrímur Óli Helgason, 5.10.2007 kl. 21:08

23 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Til hamingju með ljóðabókina,kápan er flott og innihaldið örugglega enn betra,hlakka til að lesa hana.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.10.2007 kl. 00:35

24 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæl Ólína mín og takk fyrir góðar samverustundir á Ísafirði síðustu daga. Ég tek undir með öðrum; ég hlakka til að sjá ljóðabókina þína og njóta þess að lesa ljóðin þín, þótt sum þeirra hafi ég reynar séð áður. "Þótt fyrr hefði verið" segi ég eins og svo margir aðrir.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 6.10.2007 kl. 12:49

25 identicon

Til hamingju Ólína! Hlakka til að lesa ljóðin þín.

Kolbrún Svavars- og Ernudóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:49

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og sæl og til lukku með gjörninginn!

Veit að sönnu hvernig þér mun líða, gaf sjálfur út vísnaskræðu fyrir þremur árum!

Það gleður mig svo að sjá athugasend nr. 10, þar gægjist inn um gátt "gamall skarfur", sem ég hygg að við bæði eigum sameiginlegt að hafa gengið í skóla með! Man nú meira að segja ekki betur en kappinn hafi lofsungið þig í mín og annara eyru, sem "stelpuna er allir strákarnir voru skotnir í"!Skál til þín Siggi, ef þú rekur aftur inn álkuna!

Á vísast svo eftir að falast eftir bókinni þinni Ólína!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 23:22

27 identicon

Til hamingju með bókina. Ég á pottþétt eftir að lesa hana þó ég geri ekki mikið af því að lesa ljóðabækur. Í vor var ég stödd á hagyrðingakvöldi sem haldið var á Borg í Grímsnesi og þar fór ónefnd kona á kostum.

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband