Hver tók ákvörðun um Grímseyjarferju?

Ég spyr: HVER tók ákvörðun um kaup á þessu gamla skipi? Svarið við þeirri spurningu mun jafnframt leiða í ljós hver það er sem ber ÁBYRGÐINA í þessu máli. Þessarar spurningar hefur hins vegar ekki verið spurt enn og henni hefur því ekki verið svarað heldur. Menn hafa komist upp með að vísa hver á annan, tala út og suður og hengja bakara fyrir smið.

Minnisblaðið sem Bjarni Harðarson, minn gamli vinnufélagi og núverandi bloggvinur, birti á heimasíðu sinni í gær, sýnir svart á hvítu hvernig menn umgangast stundum almannafé.

Undanfarið hefur nokkur umræða verið um þann ósið forstöðumanna ríkisstofnana að vaða fram úr fjárheimildum án aðhalds eða eftirlits í ráðuneytum. Víst er það landlægur fjandi. En þetta dæmi með Grímseyjarferju sýnir okkur líka að kannski liggur vandinn víðar - m.a. í sjálfu stjórnkerfinu, eins og það leggur sig.

Sumsé, ég vil fá að vita hver tók þessa ákvörðun. Það hlýtur að vera hægt að fá svar við því. Þá fyrst er kominn sá flötur á málið að láta menn standa fyrir máli sínu og axla ábyrgð.

Fjölmiðlar, fáið svar við þessari spurningu. Látið ekki þetta mál blása yfir sísvona! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gaman verður að sjá og heyra

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.9.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband