Stones tónleikar í London á morgun
25.8.2007 | 11:27
Jæja, nú er maður að loka ferðatöskunum og búa sig undir það að taka flugið til London. Framundan eru Stones-tónleikar í O2 tónleikahöllinni í London síðdegis á morgun Það eru lokatónleikarnir þeirra í tveggja ára tónleikaröð sem þeir nefna A Bigger Bang!
Yngsti sonurinn fær að fara með að þessu sinni - hann er 13 ára og ekki seinna vænna að kynna hann fyrir stórtóleikahaldi af þessu tagi. Fyrir tíu árum voru systkini hans tekin á Stones-tónleika í Tívolíinu í Kaupmannahöfn - Bridges to Babylon hét sú tónleikaferð þeirra. Þá hélt maður að gömlu brýnin færu að syngja sitt síðasta hvað úr hverju - en það var öðru nær.
Í fyrravor, þegar Keith Richards ráfaði fullur upp í tré, datt niður úr því og fékk heilahristing, hélt maður líka að þetta væri búið hjá þeim. En neibb .... þeir eru eins og samviskan, gera alltaf vart við sig aftur og aftur.
Áður hef ég séð Stones á Wembley 1994 þegar þeir voru að ljúka Vodoo Lounge tónleikaröðinni. Það var frábær upplifum - ógleymanleg.
Raunar er það Siggi, bóndi minn, sem er aðal Stones-maðurinn í fjölskyldunni. Hann hefur oft farið á tónleika með þeim, og það er fátt viðkomandi þessu (að ég held) elsta rokkbandi heimsins sem hann ekki þekkir og kann.
Það eru þeir félagarnir Mick Jagger (64), Keith Richards (63), Charlie Watts (66), Ron Wood (60 - unglingurinn í hópnum) sem við köllum Rolling Stones. En á tónleikum hljómsveitarinnar koma mun fleiri fram en þeir kumpánar. Mér er t.d. sérstaklega minnisstæð frammistaða Lisu Fisher þegar hún söng Gimme Shelter með Mick Jagger á Vooodoo Lounge tónleikunum á Wembley. Sömuleiðis hafa þeir á að skipa frábærum aðstoðarmönnum á ýmis hljóðfæri bæði bassa, brass, hljóðgervla, bakraddir o.fl.
Þetta verður ábyggilega frábært hjá þeim núna.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Athugasemdir
Nú, ég geri fastlega ráð fyrir að stjörnusýslumaðurinn mikli á Sefossi verði líka á þessum tónleikum, veifandi þvagleggjum sínum af fölskvalausri ofsagleði.
Jóhannes Ragnarsson, 25.8.2007 kl. 11:38
Ertu ekki með body guard með þér?
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2007 kl. 12:21
Ólína - mikið hrikalega áttu gott! Ég var ekki eins heppin með minn uppáhalds, Prince. Þegar ég ætlaði að kaupa miða var allt uppselt :(
Góða ferð og góða skemmtun!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 13:38
Hrikalega áttu gott Ólina, að vera að fara á "steinana". Var á Wembley ´94 og fannst mikið til koma. Ekki ónýtt að sofna saddur lífdaga og hafa séð þá þrisvar á konsert. Góða ferð og ekki að efa...góða skemmtun.
Halldór Egill Guðnason, 25.8.2007 kl. 16:51
Aldrei hefur Ólína
orðið sér til tjóns.
En ætlar nú að einblína
á unglingana í Stones.
Góða skemmtun!
Gunnar Kr., 25.8.2007 kl. 18:49
Sæl.
Vissi ekki að þú varst í RS fjölskyldunni! Sérhver maður er með nokkra "surprise"
Góða ferð og góða skemmtun!!
Toshiki Toma, 26.8.2007 kl. 10:39
Sæl. Nú er bókalistinn kominn á síðuna mína. Kv.
Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 02:18
Öfunda þig allsvakalega!
Ellý Ármannsdóttir, 27.8.2007 kl. 12:43
Þú ættir nú að svífa á sýsla ef þú sérð hann þarna og spyrja hann út í þvagleggsmálið
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 16:01
Góða skemmtun!
Allir eru greinilega með sama húmor og ég. Ég fór strax að hugsa um sýslumanninn á Selfossi.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 27.8.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.