Barsmíðar og söguburður - er það hlutverk lögreglu?

Það var undarlegt að sjá í sjónvarpinu ofbeldisfullar aðgerðir lögreglunnar á Egilsstöðum gagnvart fíkniefnaneytanda sem hugðist taka mynd á farsímann sinn af lögreglumanni að störfum. Ég tek undir með Sigurði Þór Guðjónssyni sem bloggar um þetta atvik á síðu sinni í dag. Bræði lögreglumannsins og handbrögðin við að taka manninn voru ekki traustvekjandi - enda fingurbrotnaði maðurinn í átökunum.

Þá voru ummæli yfirlögregluþjónsins á Egilsstöðum ekki beint fagleg - þar sem hann bar út sögur um viðkomandi einstakling og það hvaða augum hann væri litinn á Egilsstöðum. Hvað varðar sjónvarpsáhorfendur um það hvaða augum yfirlögregluþjónninn lítur þennan mann, eða hvað hann hefur heyrt um hann? Söguburður er ekki í verkahring lögreglu. Þannig er það nú bara.

Þetta var ekki traustvekjandi - hreint ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Valur - Bæjarslúðrið

Látum vera þótt þurft hafi að taka harkalega á þegar maðurinn var yfirbugaður á stöðinni en mér þótti vont að sjá lögreglumanninn slá símann úr höndum gaursins og enn verra var að hlusta á söguburð Óskars.  Eins gott maður verði skemmtilegur í partíium hér eystra á næstunni, annars gæti fólk farið að kvarta og Óskar komið.

Björgvin Valur - Bæjarslúðrið, 7.6.2007 kl. 21:30

2 identicon

Þú átalar ummæli Óskars og telur þau varhugaverð er telur sjálfa þig mega kalla umræddan mann fíkniefnaneytenda. Vissulega var hann með fíkniefni innvortis en í fréttinni er talað um að hópurinn hafi neytt áfengis. Þú sem sagt sakar þetta unga “fórnarlamb” um neyslu fíkniefna. En kannski er það rétt að söguburður sé ekki í verkahring yfirlögregluþjóns heldur annarra... 

Frettin ýjar að því að “fórnarlambið” hafi kastað upp vegna meðferðarinnar við handtökuna. Aðskotahlutur í maga ölvaðs manns, átök og geðshræringar. Er ekki líklegra að þetta sé nóg til að valda uppköstum?

 En þá vitum við það. Það er ekki verksvið yfirlögregluþjóns að vera með söguburð en Ólína og fréttamenn RÚV mega það. Þá er það á hreinu. Vissulega slær lögreglumaðurinn til “fórnarlambsins” þegar hann er með farsímann og er það miður. Þó myndi ég vilja vita aðdragandann, t.d. var búið að vara manninn við eða gaf hann ástæðu fyrir myndatökunni (t.d. hótun um hefnd).  Þó ber að hafa í huga að myndatakan er ekki tilefni handtökunnar heldur ólætin sem var kvartað yfir.  Í fréttinni kemur fram að það var lögreglumaður sem fingurbrotnaði og brákaði rifbein – ekki “fórnarlambið”. Legg til að þú leiðréttir það. Í fréttinni er talað um að “þurfti tvo” lögreglumenn. Það væri fyrst varhugavert ef einungis einn lögreglumaður hefði farið í handtökuna. Sjá má á upptökunni að lögreglumennirnir fara fumlaust í verkið – eru að leita af ákveðnum og þekktum tökum og lásum til að beita á manninn. Á upptökunni af handtökunni er ekki hægt að sjá högg líkt og Sigurður (sem þú vísar í) talar um. Sem sagt – handtakan er fagleg og framkvæmd algjörlega eftir þeim vinnubrögðum sem nota á. Ef við gefum okkur að stundum eru handtökur óumflýjanlegar og stundum þurfi að beita ofbeldi þá er mér spurn hvernig þú viljir sjá þær framkvæmdar ef ekki á þennan máta? Með byssum eins og í flestum löndum? 

Það er dómsstóla að ákveða hvort handtakan hafi verið lögleg. Ekki okkar. Þetta átt þú nú alveg að vita.

Gestur (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband