Er farin í tónleikaferð með Sunnukórnum ...

... og ætla ekki að blogga á meðan - nema ég detti um tölvu í ferðinni og geti hreinlega ekki ráðið við mig að kíkja á mbl.is Cool

Jebb, nú er það tveggja vikna ferð með Sunnukórnum til Finnlands, Eistlands og Svíþjóðar. Það verður sungið í Hellakirkjunni í Helsinki, á opnum tónleikum á Esplanaden, siglt með lystisnekkju, verslað, skoðað og "spókað sig" -- bara allur pakkinn, og bóndinn fær að fljóta með. Hús, barn og hundur komin í viðeigandi gæslu á meðan Heart já, það er gott að eiga góða að.

Við förum eldsnemma í fyrramálið og ætlum ekki að hugsa um pólitík, byggðavanda eða kvótakerfi á meðan. Nebb!

Vona að sólin sleiki landsmenn á meðan - og okkur að sjálfsögðu líka þarna við söngvaseiða þúsundvatnalandsins Tounge 

Bestu kveðjur á meðan.

kórsöngur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góða skemmtun...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góða ferð og syngið nú vel! Ég veit að þetta er góður kór og ég vona bara að þið gerið Jónasi Hallgrímssyni það til heiðurs að syngja "Smávinir fagrir".

Þetta er yndislegt lag og alveg yndislegt að syngja það í blönduðum kór.

Árni Gunnarsson, 8.6.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur fyrir. "Smávinir fagrir" eru vissulega á söngskránni hjá okkur - og við syngjum það eins fagurlega og vestfirska heiðlóan 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.6.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góða ferð!

Sendu mér tölvupóst. 

Sigurður Þórðarson, 8.6.2007 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband