Hefði mátt bjarga gæsavarpinu við Hálslón?

hverfandihreidur Þessi mynd úr mogganum af umflotnu gæsahreiðri er sorgleg sjón. Hálslón er enn að fyllast. Gæsirnar hafa verpt umhverfis það, á sínum vanalegu varpstöðvum, og nú eru hreiðrin að fara eitt af öðru undir vatn. Einhversstaðar sá ég eða heyrði talað um 500-600 hreiður sem færust af þessum sökum. Fuglafræðingur upplýsti í útvarpinu að hætt væri við að þær gæsir sem fyrir þessu verða færu og kæmu aldrei aftur. Einhverjar reyna þó vonandi aftur, á vænlegri stað.

En nú spyr ég: Var þetta ekki fyrirsjáanlegt? Hugkvæmdist engum að það þyrfti hugsanlega að stugga við gæsunum um varptímann svo þær færðu sig fjær  - eða hefði það verið óvinnandi vegur? Spyr sú sem ekki veit.

Hreindýraveiðimenn hika ekki við að ferðast um þetta svæði á fjórhjólum og fótgangandi. Ég velti fyrir mér hvort náttúru- eða dýraverndunarsamtök í landinu, Umhverfisstofnun eða sveitarfélögin á svæðinu hefðu ekki getað gert einhverjar ráðstafanir -- sett upp loftbyssur, fuglahræður, eða hvað það nú er sem menn gera t.d. til þess að fæla vargfugl, og forða gæsinni þar með frá því að hreiðra sig við vatnsborðið?

Ég veit það ekki - en þessi mynd gleymist ekki í bráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Heiðagæsin á ekki þetta land. Enginn á neitt sem hann hefur ekki bréf uppá. Hagvöxturinn hefur bréf upp á þetta land og fleiri náttúruperlur þjóðarinnar. 

Það er búið að lögfesta heimskuna á Íslandi og löghelga hana líka.

Viskum bara halda áfram að tátla hrosshárið okkar lambið mitt.  

Árni Gunnarsson, 24.5.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki var fallegt að sjá gæsina hrekjast af hreiðrum sínum. Umhverfis-flónunum í Vinstrihreyfingunni - svart og sviðið, hefur samt örugglega ekki dottið í hug að leggja á sig ómak við björgunarstörf.

Mér sárna þó miklu fremur þau fjöldamorð, sem á hverju ári eru framin á heiðum landsins. Smáfuglar eins og rjúpa og gæs eru hér drepnir í þúsundatali, til skemmtunar fáeinum fugla-morðingum.

Þeir umhverfissinnar, sem ekki hafa tilfinningu fyrir þessum mismun, verða með réttu nefndir umhverfis-flón. Þeir sem taka svart og sviðið land fram yfir lífríkið, falla í sama flokk.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.5.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Hversvegna fórst þú þá ekki þangað uppeftir ? Og gerðir þetta sjálf ?

Björn Zoéga Björnsson, 25.5.2007 kl. 11:34

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

þær læra á nýja tíma, það er nóg pláss við pollinn þegar allt verður komið í hann. Ég held að það hefði verið nánast vonlaust að taka hreiður og færa þau til.

Jens Sigurjónsson, 25.5.2007 kl. 20:18

5 identicon

Heiðagæsirnar eru drukknaðar...greyin.  Þetta er náttúrulega spastískt kjaftæði!

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband