Eru menn nú að vakna?

 Til allrar hamingju virðist bæjarstjórnarmeirihluti Ísafjarðarbæjar vera að ranka úr rotinu í atvinnu- og byggðamálum. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra fussuðu þeir og sveiuðu þeirri hugmynd að stofna almenningshlutafélag um kaup aflaheimilda til þess að halda kvótanum í byggð og vernda þar með atvinnu og búsetuskilyrði í byggðarlaginu. Þeir kölluðu hugmyndina "brjálæði" og fóru hamförum gegn frambjóðendum Í-listans sem héldu henni á lofti.

 

Fyrirhuguð lokun útgerðarfyrirtækisins Kambs á Flateyri hefur nú opnað augu manna - og sem betur fer er bæjarráð Ísafjarðar nú samhuga um að grípa til aðgerða, m.a. að stofna almenningshlutafélag um kaup aflaheimilda (sjá grein bæjarráðsmanns um ályktun bæjarráðs frá í gær). Það er vel að augu manna skuli vera að opnast - en reynslan er dýrkeypt, maður lifandi.

Annars var ég að hlusta á Guðjón Arnar í útvarpinu áðan - honum mæltist vel. Ég vona heilshugar að menn beri nú gæfu til þess að taka höndum saman um að bjarga þessu byggðarlagi - hvar í flokki sem þeir standa. Til þess þarf samhug og samvinnu, ekki pólitíska sérstöðu eða sjálfkrýnda "sigurvegara". Til þess þarf menn með VILJA og hæfilega HÓGVÆRÐ til þess að láta gott af sér leiða. Menn sem hugsa um afrakstur verkanna fremur en ímyndað frægðarorð. Hinn sanni sigurvegari er sá sem getur unnið sitt verk í hógværð og sér afrakstur þess verða að veruleika.

Að lokum orð til umhugsunar úr smiðju Lao-Tse í Bókinni um veginn:

Hinn vitri  "heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfhælni, og þess vegna er hann virtur; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum. Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann."  

Um friðsemdina segir Lao-Tse: "Menn komast hjá úlfúð með því að hefja ekki verðleika manna upp til skýjanna ... Þannig drottnar hinn vitri ... hann starfar án strits, og stjórn hans farnast vel."

 

 

 


mbl.is Hugmynd um að almenningshlutafélag kaupi aflaheimildir Kambs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband