2 milljarðar í vasa aðaleiganda Kambs

 

 kambur3 Ég hef fyrir satt að aðaleigandi Kambs á Flateyri, Hinrik Kristjánsson, fái um TVO MILLJARÐA í sinn hlut þegar hann hefur selt allt heila klabbið og greitt skuldir sínar - hvorki meira né minna. Þetta hafa útvegsmenn á svæðinu reiknað út í ljósi þeirra aflaheimilda sem fyrirtækið hefur yfir að ráða (3000 þorskígildistonn sem leggja sig á 7 milljarða) og skuldsetningar fyrirtækisins. Hinrik segist sjálfur hafa orðið að loka fyrirtækinu til þess að komast út úr erfiðri rekstrarstöðu og skuldum - hann þurfi að lenda standandi.

Jæja - tveir milljarðar í aðra hönd ættu nú að hjálpa upp á sakirnar.

Það er bænastund í Flateyrarkirkju í dag í tilefni af fréttum um lokun Kambs. Sorgin og vonleysið sem svífur yfir byggðarlaginu er ólýsanleg.

Ég las athyglisverða frétt á bb.is í dag um framkomu stjórnenda fyrirtækisins við starfsfólk sitt fyrir kosningar - afar sérstakt ef rétt reynist.

 


mbl.is Ráðherrar ræddu um stöðu Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Ólína - þetta mál er nú þannig vaxið að þetta arfavitlausa fiskveiðistjórnunarkerfi býður uppá þetta. Hinrik og hans fjölskylda hefur keypt þennan kvóta af mönnum sem fengu hann að gjöf og já, ef rétt reynist, ávaxtað pund sitt vel. Ég hef fylgst með þessu sem gamall Flateyringur og finnst auðvitað slæmt að aðalfyrirtækinu á staðnum sé lokað en hann fékk ekki kvótann í arf eins og margir.

Björn Zoéga Björnsson, 22.5.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta undirstrikar bara eitt,skítinn og drullan sem viðgengst í þessu,og hún er algjörlega einstök.Ég held að Hinrik sé lítið skárri en margir aðrir í þessum geira,sem sagt algjörlega siðblindur og hugsar eingöngu um eigið rassgat,skítt með eitt stykki sjávarpláss.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Ólína.

Ég er sammála þér kerfið er ekki að virka eins að það var hugsað í upphafi þegar það var stofnað.

Ég mundi stöðva frjálsa framsalið þá myndi enginn hafa áhuga á þessu braski.

Nú er stóra spurningin hvað mun Össur segja nú um fiskveiðistjórnarkerfið ég mun fylgjast með því. þar voru höfð stór orð uppi. það mun koma í ljós þegar stjórnarsáttmáli liggur fyrir.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 22.5.2007 kl. 16:51

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er ekki hægt að áfellast eigendur Kambs sem stinga þessum peningum á sig en það er svo sannarlega hægt að fordæma harðlega Einar Odd og Einar Kristinn sem hafa varið þetta kerfi sem særir réttlætiskennd almennings og grefur undan sjávarbyggðunum. 

Það má líka áfellast með réttu forráðamenn sveitarfélaganna á Vestfjörðum s.s. Halldór Halldórsson og Grím Atalson sem standa ekki með fólkinu gegn kerfinu.

Sigurjón Þórðarson, 22.5.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Á ekki líka að biðja fyrir eigandanum? Hann á ekki gott í vændum hinum megin, ef hin gamla kenning er rétt!

Sigurður G. Tómasson, 22.5.2007 kl. 18:18

6 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Tveir milljarðar? Ef það er rétt að ekki verði nema kannski tveir milljarðar eftir, þá er það varla umtalsvert. Samsvarar kostnaði við eina frambærilega afmælisveislu hjá nýríka fólkinu ásamt hundrað milljónum í aflátssjóð.

Hlynur Þór Magnússon, 22.5.2007 kl. 18:37

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst tillaga Sigurðar G. Tómasonar afleit. Þó má grípa til hennar í undantekningatilvikum eins og þegar afi minn jarðaði sveitarómagann fyrir vestan:

"Enginn úr hreppsnefndinni þorði að vera við jarðarförina svo ég lét mér nægja að biðja fyrir þeim".

Og enn má ég vitna í gamla manninn. Og þá kem ég að reiðilestrinum um lygarana og það hvílur glæpur lygin er.

"Og verstu glæpamennirnir eru prestarnir því þeir ljúga fyrir peninga. Og það er svo mikill glæpur að ekki einu sinni Guð  Almáttugur getur fyrirgefið það. Og ef hann gerði það það þá væri það ennþá meiri glæpur".

Hversu margir eru þeir pólitíkusar og sægreifar sem þessa dagana eru að ljúga að þjóðinni um réttlæti kvótakerfisins?

Ég er meira en sannfærður um að þeir eru að ljúga fyrir peninga. 

Árni Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 20:19

8 identicon

Landsbyggðin á hluta af sjávarauðlindinni í formi netlaga. Hvernig væri að leggja lið Samtökum eigenda sjávarjarða (ses.is) sem standa núna í málaferlum við ríkið um þennan eignarrétt og atvinnuréttinn útræði/heimræði. Þessi réttur tilheyrir jörðunum og fer ekkert frekar en önnur hlunnindi jarða.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:19

9 identicon

Og hvað með það þó einn af bestu sonum Vestfjarða öðlist efnahagslegt sjálfstæði?

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Bjarni, þú meinar að "besti sonurinn" eigi betur skilið "efnahagslegt sjálfstæði" heldur en byggðarlagið í heild sinni? Þá á ég við byggðarlagið sem fóstraði hann og kom honum til manns .... athyglisvert sjónarmið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 22.5.2007 kl. 23:51

11 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Ég skil ekki þessa umræðu. Hlynur Þór heldur því fram að tveir milljarðar séu varla umtalsverðir. Mín budda hefur aldrei haft rúm fyrir slíka fjárhæð. Vona að hún þurfi aldrei að hafa það. Þá fyrst liði mér illa. Fólkið sem stendur frammi fyrir atvinnumissi á eflaust einnig erfitt með að skilja þessa röksemdarfærslu,

Sigurður Á. Friðþjófsson, 22.5.2007 kl. 23:55

12 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ja Olina. Og hvad gerir Samfylkingin nu i nyjum sattmala vid Sjalfstadisflokkinn.

Níels A. Ársælsson., 23.5.2007 kl. 01:01

13 identicon

Hvaðan er þessi mynd tekin Ólína! Hún er ekkert merkt? Tókst þú hana sjálf?

Elli (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:01

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

 Ég ætla nú bara ekki að segja meira en: http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/217742/

Sigurður Sigurðsson, 23.5.2007 kl. 09:30

15 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hvað eru menn að væla þetta er það sem þjóðin vill hún vill viðhalda þessum ósóma sem fylgir þessu fiskveiðikerfi. Þjóðin leggur blessun sína yfir þetta í kosningum eftir kosningar.

Jens Sigurjónsson, 23.5.2007 kl. 10:27

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka viðbrögðin við þessu umræðuefni.

Elli spyr hvaðan myndin sé tekin sem birtist með pistlinum. Hún er tekin af myndavef google.com - þess er ekki getið þar hver tók hana þó má þar sjá tilvísun á vefsíðuna gustur.is. Sé hún opnuð kemur í ljós að eigandi hennar er Guðbjartur Sturluson. Hann birtir ýmsar myndir frá Önundarfirði á síðunni, þannig að þessi mynd er líklega tekin af honum. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.5.2007 kl. 10:51

17 identicon

Ég sé ekki hvernig er réttlætanlegt að atyrða mann sem eytt hefur bestu árum sínum í vandræðastand eins og rekstur Kambs (áður Hjálms).  

Hann tók yfir gjaldþrota rekstur og ef það voru ekki rekstrarforsendurnar sem bötnuðu þá hlýtur reksturinn hjá honum að hafa verið betri.  Því segi ég að þetta er einn af bestu sonum Vestfjarða og á annað skilið en lágkúrulegt baktal. 

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 20:53

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Bjarni Pálsson.

Ég veit ekki hvaða lágkúrulega baktal þú ert að tala um varðandi Hinrik Kristjánsson - það er a.m.k. ekki á þessari síðu. Hér er ekki verið að tala neitt illa um hann. Hér er verið að tala um kvótakerfið og það hvað menn hafa upp úr því að selja kvóta - ef og þegar þeir taka þá ákvörðun að hætta og selja. Hinrik mun hafa 2 milljarða - af þeim 7 milljörðum sem kvótaverðmætinu nemur. Þetta er ekki baktal heldur staðreynd.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.5.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband