Hún lafir á "lyginni einni"

kosningavaka Í smíðamáli er stundum sagt að eitthvað hangi saman á "lyginni" einni. Það má svo sannarlega segja um ríkisstjórnina eftir þessar kosningar - því samkvæmt kjörfylgi er hún fallin með innan við helming greiddra atkvæða (48%). Hún hangir þó inni á einum þingmanni vegna reiknireglna um jöfnunarþingsæti.

 Samkvæmt mínum málskilningi er ofmælt að stjórnin hafi "haldið velli". Hún lafir á "lyginni".

Framsóknarflokkurinn er rjúkandi rúst eftir stjórnarsetuna með Sjálfstæðisflokknum. Ég skil vel þau ummæli Jóns Sigurðssonar í nótt, að eftir þessa útkomu hljóti flokkurinn að endurskoða afstöðu sína til stjórnarþátttöku - ef hann ætlar ekki hreinlega að þurrkast út. Við megum þó ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er valdasækinn flokkur. Það er því ekki víst að samráðherrar Jóns og þingmenn flokksins leyfi formanninum að skipa flokknum á hliðarlínuna - jafnvel þó það ríði flokknum að fullu að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. En hver veit nema flokkurinn verði svo heppinn að komast inn í annarskonar stjórnarmynstur - það er svosem ekkert útilokað í stöðunni ennþá.

En það er margt skrýtið í kýrhausnum - og leikreglur lýðræðisins koma einkennilega út.  Í Norðvesturkjördæmi eru Samfylking og Frjálslyndir með jafnmarga þingmenn - samt er Samfylkingin með 21,2% en Frjálslyndir með 13,6%. Þessir tveir flokkar fengu jafn marga jöfnunarþingmenn á landsvísu, þó Samfylkingin sé með 26,8% en frjálslyndir aðeins með 7,3%.

Sjálfstæðismenn hafa haldið því fram í nótt og morgun að flokkurinn sé að vinna góðan sigur. Þó er þetta er önnur versta kosningaútkoma hans frá því Albert Guðmundsson klauf  sig úr Sjálfstæðisflokknum árið 1987. Miðað við síðustu kosningar er flokkurinn þó aðeins að sækja á - en síðustu kosningar voru líka versta útreið flokksins í fjórtán ár - gleymum því ekki.

Jæja, en nú hljóta þreifingar að ganga greitt milli manna í stjórnarmyndun. Í fréttum morgunsins var fullyrt að vinstri flokkarnir væru að ræða óformlega saman. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ekki er ég hissa á að þú skulir lesa svona í sigur Sjálfstæðisflokksins. Það að bæta við sig 3 þingmönnum er sigur sama hvernig þú reynir að lesa í það. Það er líka skondið að sjá að þú talar ekkert um gengi Samfylkingarinnar sem tapaði tveimur mönnum. Þér tekst vafalaust að túlka það sem góð úrslit. Það er skondið ef þið reynið að blása lífi í hræið af R-listanum og fara þannig gegn því sem þið hafið sagt um Framsóknarflokkinn. Það þíðir ekkert að blása, R-listinn er dauður.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.5.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það má deila um hvað einstaka þingmenn hefðu „átt“ að vera inni í einhverjum kjördæmum og vissulega voru þingmenn voru að fljúga út og inn vegna atkvæða í öðrum kjördæmum en heildarmyndin skýr:
það eru bara 63 þingsæti  lokastaða F (4) 3.308 - B (7) 3.050 - V (9) 2.904 - S (18) 2.708  - D (25) 2.670
ef F fengi einn í viðbót (5) þá væri 2.647 atkvæði bak við hvern þann þingmann
en þá þyrfti að taka 1 af D (24)  og þá væru þeir með 2.781 bak við hvern þingmann.
5% reglan gerir að þau 5.934 atkvæði sem greidd voru I listanum falla dauð.

Grímur Kjartansson, 13.5.2007 kl. 13:02

3 identicon

Sigur eða ekki sigur, eins og venjulega sigra allir, sama hvað hver segir!  Sjálfsagt líka Sjálfstæðisflokkurinn í NV-kjördæmi, - eina kjördæminu sem flokkurinn bætir ekki við sig.  Fróðlegt væri að sjá hve mörg atkvæði Sjálfstæðisflokkur annars vegar og Framsóknarflokkur hins vegar fengu í gær á Vestfjörðum einum, - hinu gamla Vestfjarðakjördæmi.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 15:53

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sælir herrar mínir.

Það hafa allir eitthvað til síns máls í þessu.

En mér dettur eitt í hug varðandi það sem Tómas nefnir um mönnun ráðuneyta. Auðvitað þurfa ráðherrar ekkert endilega að vera þingmenn. Það er ekkert í lögum sem hindrar að ráðherrar séu fólk utan  þings. Og satt að segja væri það bara ágætis þróun ef menn færu að velja ráðherra með faglegri hætti en verið hefur, og ekki eingöngu á pólitískum forsendum.

Þannig að framsóknarflokkurinn er auðvitað ekkert í vandræðum með að manna nokkur ráðuneyti - þó að þingliðið sé þunnskipað. Ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn og fær menntamálaráðuneytið þá er þeim velkomið að leita til mín  -- segi nú svona.

Eitt er víst, það er mikill þrýstingur núna á formenn allra flokka að koma árinni vel fyrir borð -- nú vilja allir vera sætasta stelpan á ballinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.5.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Blessuð Ólína

Af því þú minntist á sætustu stelpuna á ballinu þá er Framsókn ekki sú sætasta  núna á ballin en gerir sama gagn

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 13.5.2007 kl. 20:10

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

„ef menn færu að velja ráðherra með faglegri hætti en verið hefur“ þetta á nú almennt  við um stöðuveitingar hjá ríkinu. Mér verður nú hugsað til þess þegar stendur í lögum að til að gegna ákveðnum  stjórnunarstöðum þurfi lögfræðimenntun (eða annað faglegt) þó um sé að ræða stjórnunarstöður þar sem rekstarþekking  er mun gagnlegri.

Grímur Kjartansson, 13.5.2007 kl. 20:49

7 Smámynd: Páll Kristbjörnsson

Stórsigur vorra Sjálfstæðu eru stórtíðindi og það ber að fagna. Þeir Guðlausu vinstri þurftu að lúffa enn eina ferð og munu sleikja sárin fjögur ár til viðbótar. Húrra!

Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 01:01

8 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Það er svolítið brjóstumkennanlegt að hlusta á Framsóknarmenn tala um að þeir hafi goldið fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og þurft að taka á sig skellinn vegna sameiginlegra verka þeirra. Halda þeir að kjósendur séu fífl? Voru þeir ekki sífellt að tafsa á góðum árangri síðustu 12 árin? Voru þeir ekki að selja kjósendum það sem þeir hafa staðið fyrir við stjórnvölinn? Ef það var svona yfirmáta gott starf sem þeir skiluðu, af hverju fengu þeir þá ekki að njóta þess þegar talið var upp úr kjörkössunum? Hvað skyldu kjósendur hafa verið að refsa þeim fyrir? Hver voru þessi "erfiðu" mál sem þeir eiga að hafa goldið fyrir? Voru hin erfiðu mál ekki einmitt þau mál sem þeir vildu halda áfram með á  næsta kjörtímabili? Er ekki smá þversögn í þessum barlómi þeirra?

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.5.2007 kl. 09:29

9 identicon

Ja, mikið leggja nú sumir langa lykkju á leið sina til að forast staðreyndir og flýja sannleikann.

Hvað sem öllum málskilning líður þá koma hér tveir málshættir sem ómögulegt er að komast hjá að skilja:

Þau eru súr sagði refurinn og árinni kennir illur ræðari.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband