195 bloggvinir á tómri síðu!

Ótrúlegt - kíkið á þetta - galtóm bloggsíða en 195 bloggvinir komnir samt! Á tóma síðu. Þetta er sko húmor í lagi. 

Annað hvort er Steini Briem ótrúlega vel kynntur úti í samfélaginu - sem getur auðvitað vel verið, þó mér finnist það ólíklegt (með fullri virðingu fyrir manninum) -  eða bloggvinaæðið hefur keyrt um þverbak. Og það er mín niðurstaða.

En ég semsagt fékk tilboð frá þessum ágæta "bloggara" um að gerast bloggvinur fyrir nokkrum dögum. Þar sem ég er svolítið kresin á þá sem ég kalla vini mína opnaði ég að sjálfsögðu síðuna hans til að sjá hvað hann væri að blogga áður en ég samþykkti hann sem vin. Halló! Þar var þá ekkert - en löng runa af bloggvinum. Ég ákvað að hinkra og hef verið að kíkja á síðuna af og til, svona til að sjá hvort ekki kæmi eitthvað inn. En ekkert gerist. Steini Briem fær 80-90 heimsóknir á hverjum einasta degi, á síðu sem ekkert er inni á, og bloggvinum fjölgar dag frá degi. Í kvöld voru þeir orðnir 195.

Þetta er BARA frábært - eins og börnin segja.

Trúað gæti ég að þarna sé verið að gera tilraun með það hversu marga bloggvini er hægt að fá án þess að nokkuð sé á bak við það. En hvort sem það er tilfellið eða ekki - þá er niðurstaðan athyglisverð. AFAR athyglisverð.

Ég kaupi þennan húmor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég var ekki búinn að kíkja á heimasíðu drengsins.  En búinn að samþykkja hann sem bloggvin.  Ætlaði alltaf að kíkja á síðuna hans en það hefur dregist.  Aftur á móti er hann duglegur að "kommenta" á mínar bloggfærslur.  Þar leynir sér ekki að mikill húmoristi er á ferð. 

Jens Guð, 24.4.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Tóm síða en samt búin að snapa sér glás af bloggvinum? jahérna, fólk greinilega skoðar ekkert hver er að óska eftir að gerast bloggvinur.

Sigfús Sigurþórsson., 24.4.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta eru hagkvæmnisástæður. Þú óskar eftir bloggvinskap við þá sem þú vilt lesa reglulega. Þetta hefur ekkert með vináttu að gera. Þú tekur þetta með vinskapinn of hátíðlega Ólína. Steini Briem skrifar mikið af athugasemdum or yrkir helling og mér finnst ekkert athugavert að hann setji upp bloggvinalista til að auðvelda sér að finna áhugaverð skrif. Sjálfur lít ég bara á það sem heiður að einhver vilji lesa það sem ég skrifa.

Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 09:15

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jamm, ég er alls ekkert að deila á Steina Briem, þvert á móti. Ég sé hins vegar að hann hefur sett inn á síðuna sína í morgun enskan texta, litla smásögu með "óvæntum endalokum". Mér finnst þetta snilld.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.4.2007 kl. 10:35

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég samþykki aldrei bloggvin áður en ég heimsæki síðu viðkomandi. Reyndar hef ég samþykkt alla sem hafa sent mér beiðni, þannig að ég veit ekki hvers vegan ég hef þessa reglu...  

Ágúst H Bjarnason, 24.4.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er jafnsekur, kíkti á síðutómið, en samþykkti samt.

Er alveg kátur með það líka...

S.

Steingrímur Helgason, 25.4.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband