Gleðilegt sumar - og óbeislaða fegurð!

sól Gleðilegt sumar - allir bloggvinir og lesendur þessarar síðu!

Harpa er gengin í garð. Það var dásamlegt að finna návist hennar þegar ég vaknaði í morgun með sumar í sinni. Sól á lofti, fuglasöngur, brum á tjrám.  Ég meira að segja vatt mér í vorverkin í garðinum, tók ofan af blómabeðum, rakaði saman rusli og dáðist að krókusunum sem eru farnir að stinga upp kollinum hér og hvar.

Í gær, síðast vetrardag, var ég á hagyrðingakvöldi á Borg í Grímsnesi, og þar var glatt á hjalla, farið með margar vísur og ort á staðnum. Því miðu missti ég af annarri  óborganlegri skemmtun sem átti sér stað á sama tíma vestur á Ísafirði - en það var fegurðarsamkeppnin "Óbeisluð fegurð".

 everyinchawoman  Hugmyndin að þessari "fegurðarsamkeppni" er aldeilis hreint frábær. Hún storkar viðteknum staðalímyndum um fegurð kvenna og karla og er þess vegna kærkomið uppbrot og ádeila um leið. Þátttakendur voru á ýmsum aldri af báðum kynjum og flestir yfir kjörþyngd. Dregið var um fegursta þátttakandann og hlutskörpust varð falleg kona um sextugt. Þá var kosið um ýmsa titla, sælkera kvöldsins, fegurstu áruna og fleira  (sjá frétt )

Aðstandendur keppninnar báðu mig að setja saman vísur af þessu tilefni - sem ég gerði - og þær munu hafa verið fluttar í gærkvöldi. Læt þær fljóta hér með að gamni: 

   
  • Bundin er í hismi og hjóm
  • horuð leggja megurð,
  • en ávallt hlýtur æðstan dóm
  • hin óbeislaða fegurð. 
  • Mörgum er hún huggun harms
  • og hefur læknað sjúka.
  • Þegar millum bols og barms
  • bifast holdið mjúka. 
  • Já sannleikurinn sjaldan flýr
  • -         soltin lúsin bítur –
  • og æðsta fegurð alltaf býr
  • í auga þess er lítur. 
 Að lokum þetta
  • Ýmsir kostir sinna sjá,
  • en síst ég þarf að minna á
  • að fegurð sanna finna má
  • svo fremi hún komi innan frá.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fegurðin innan frá er oft vandfundin en spennandi eins og þraut!

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég vildi að ég gæti ort svona flottar vísur.

Benedikt Halldórsson, 20.4.2007 kl. 12:03

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mér finnst þessi hugmynd alveg brilliant og hefði svo sannarlega viljað vera viðstödd keppnina

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.4.2007 kl. 14:31

4 identicon

Æ Ólína þú ert yndisleg.

caramba (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband