Baráttufundur í Hömrum kl. 14:00

Það verður baráttufundur í Hömrum á Ísafirði í dag (sunnudag) kl. 14:00.

Vestfirskir borgarar munu þar eiga orðastað við sína fulltrúa á þingi og í sveitarstjórnum um stöðu mála hér fyrir vestan, búsetu- og atvinnuhorfur. Ég hef verið að tjá mig um þessi mál hér á bloggsíðunni og í blöðunu að undanförnu - og það sýður á mér enn. Sérstaklega þegar ég hugsa um öll loforðin sem gefin hafa verið þessum landshluta í aðdraganda kosninga, allan fagurgalann í byggðaáætlunum og vaxtasamningum - úff!

 Ég segi bara eins og fleiri, það er tímabært að þjóðin og ráðamenn hennar geri það upp við sig hvort eigi að vera byggð í landinu eða ekki. Og ef það á að vera byggð - að gera þá það sem þarf til að hún fái þrifist.

Vona að það verði góð mæting - en veðurspáin er slæm þannig að það horfir ekkert sérlega vel með flug. Við sjáum hvað setur.

 

Lifi Vestfirðir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég mæti allavega. Og vonandi verða Hamrar nógu stórir fyrir fundinn.  Eitthvað segir mér að það hefði ekki veitt af íþróttahúsinu Ólína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 22:00

2 identicon

Já vona að það komi eitthvað út úr þessu.  Það væri nú ekki verra ef maður hefði möguleika á að fá vinnu við sitt hæfi heima þegar háskólanámi er lokið

Gerður (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband