Veiđileyfagjaldiđ ...

Afkoma útgerđarinnar er nú međ besta móti. Hreinn hagnađur útgerđarinnar á síđasta ári var 60 milljarđar samkvćmt upplýsingum Hagstofunnar, ţađ jafngildir 22,6% af heildartekjum greinarinnar sem voru 263 milljarđar króna.  Framlegđ útgerđarinnar (svokölluđ EBIDTA) var 80 milljarđar sem er mun betri afkoma  en 2010  ţegar hún nam 64 milljörđum króna. Eiginfjárstađan batnađi um 70 milljarđa milli ára.

 

Ţessar jákvćđu fréttir tala sínu máli. Ţćr sýna okkur hve mikiđ er ađ marka harmagrát talsmanna útgerđarinnar sem undanfarin misseri hafa fullyrt ađ ţessi stönduga atvinnugrein myndi líđa undir lok, fćri svo ađ veiđigjald yrđi lagt á umframhagnađinn í greininni.  Eins og sjá má af ţessum afkomutölum er engin slík hćtta á ferđum, nema síđur sé.

 

Veiđileyfagjaldiđ er reiknađ sem ákveđiđ hlutfall af umframhagnađi útgerđarinnar ţegar allur rekstrarkostnađur hefur veriđ dreginn frá  – ţ.á.m. arđgreiđslur útgerđarinnar til sjálfrar sín. Ţađ sem eftir stendur  – umframhagnađurinn – myndar gjaldstofn fyrir töku  veiđileyfagjalds á greinina alla. Ţar fyrir utan geta skuldug útgerđarfyrirtćki sótt um lćkkun veiđileyfagjalds – nú og nćstu ţrjú árin – ef sýnt verđur fram á ađ tiltekiđ skuldahlutfall stafi af kvótaviđskiptum fyrri ára.  Gert er ráđ fyrir ađ heildarlćkkun gjaldtökunnar vegna ţessa geti numiđ allt ađ tveimur milljörđum króna á ţessu fiskveiđiári, ţannig ađ tekjur ríkisins af veiđileyfagjaldi verđi nálćgt 13 milljörđum króna (hefđi annars orđiđ 15 mia).

 

Ţađ munar um ţrettán milljarđa í fjárvana ríkissjóđ, ţví nú er mjög kallađ eftir framkvćmdum og fjárfestingum til ţess ađ herđa snúninginn á „hjólum atvinnulífsins“. 

 

Vegna veiđileyfagjaldsins verđur nú unnt ađ ráđast strax í gerđ Norđfjarđarganga, og síđan í beinu framhaldi Dýrafjarđarganga/Dynjandisheiđar sem samgönguáćtlun gerir ráđ fyrir ađ hefjist 2015 og ljúki eigi síđar en 2018.

 

Vegna veiđileyfagjaldsins verđur nú hćgt ađ veita stórauknum fjármunum til tćkniţróunar og nýsköpunar, aukinna rannsókna og styrkingar innviđa í samfélagi okkar, eins og fjárfestingaáćtlun ríkisstjórnarinnar gerir ráđ fyrir. 

 

Vegna veiđileyfagjaldsins verđur sjávarútvegurinn enn styrkari stođ í samfélagi okkar en veriđ hefur – raunverulegur ţátttakandi í endurreisn atvinnulífs og byggđarlaga  og sannkölluđ undirstöđuatvinnugrein í víđum skilningi.

 

En veiđileyfagjaldiđ er einungis eitt skref – vegferđinni er ekki lokiđ.

 

Nýtt frumvarp um heildarendurskođun fiskveiđistjórnunarinnar bíđur nú framlagningar í ţinginu. Eftir ţriggja ára samráđ međ ađilum í sjávarútvegi , launţegahreyfingunni og öđrum ţeim sem ađ greininni koma,  er ţađ skylda rétt kjörins meirihluta Alţingis og ríkisstjórnar ađ leiđa máliđ nú til lykta á grundvelli fyrirheita sem stjórnarflokkarnir hafa fengiđ lýđrćđislegt umbođ til ađ hrinda í framkvćmd.  Stjórnvöld mega ekki missa kjarkinn, nú ţegar stundin er runnin upp til ţess ađ gera varanlegar breytingar til bóta, í átt til frekari opnunar á óréttlátu kerfi.

 

---------------

Ţessi grein birtist í Fréttablađinu í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólína..ţađ er skađrćđi ađ hafa ţig á ţingi..

Vilhjálmur Stefánsson, 10.1.2013 kl. 10:24

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ţessi grein birtist í Fréttablađinu, bara sí svona? En ţađ útskýrir margt og minnir okkur á ađ ţar sem Ólína er notfćra sér sjálfa náttúruauđlindina ţjóđina, ţá ber ađ skattleggja Ólínu sérstaklega fyrir ađ hafa ţessi ókeypis afnot af ţjóđinni, sér til eigin framdráttar; og vel ađ merkja án ţess ađ hafa fjárfest í neinu nema í sinni eigin kosningabaráttu. Engin skip smíđuđ hér og engin skip smíđuđ ţar. Flotiđ er bara áfram á flotinu sem ađrir hafa búiđ til.

Slćmt er fyrir ţjóđina ađ hafa svona fólk á ţingi. Ţađ er skađrćđi. En ađ ţetta skyldi fara svona, er hreint skemmdarverk.

Ţetta hlýtur ađ fara nálgast heimsmet. Verst er ađ ekki skuli vera hćgt ađ flytja sjálfa afurđina Ólínu ţingmann út.

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2013 kl. 12:29

3 Smámynd: Lúđvík Júlíusson

Ađeins útgerđin greiđir veiđileyfagjaldiđ og skv. tölum hagstofunnar fyrir áriđ 2011 var framlegđ fiskveiđa 42 milljarđar og hreinn hagnađur fyrir skatta 27 milljarđar.

Fiskveiđar og vinnsla skiluđu áriđ 2011 saman framlegđ upp á 80 milljarđa og hagnađi upp á 60 milljarđa.

Ţessar tölu sem ţú notar eru ţví rangar.

Hvađ er umframhagnađur? Er ekki betra ađ tala um rentu?

Lúđvík Júlíusson, 11.1.2013 kl. 11:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband