Færsluflokkur: Fjármál
Stjórnmálaástandið og horfurnar við stjórnarmyndun
27.1.2009 | 10:25
Stjórnmálaástandið, stjórnarmyndunarviðræðurnar og horfurnar framundan voru til umræðu á Morgunvaktinni í morgun þar sem við Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur sátum á rökstólum. Þið sem áhuga hafið getið hlustað hér.
Þó svo að útlit sé fyrir að Samfylking og VG hafi nú þegar komið sér saman um myndun minnihlutastjórnar með hlutleysi Framsóknarflokks - og það séu því umtalsverðar líkur á slíkri ríkisstjórn - er margt sem mælir frekar með þjóðstjórn eða utanþingsstjórn eins og sakir standa. Það eitt að kosningar eru framundan eykur flækjustigið sem við þurfum síst á að halda. Þegar ráðherrar standa annarsvegar í kosningabaráttu, hinsvegar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, þá er hætta á að ákvarðanirnar líði fyrir annarskonar hagsmuni.
Þjóðstjórn neyðir hinsvegar alla að stjórnarborðinu og þar með til samábyrgðar á þeim ákvörðunum sem teknar verða. Það gæti verið kostur í stöðunni.
Helst er ég þó á því að það eigi að mynda stjórn með fólki utan alþingis sem er ekki sjálft á kafi í kosningabaráttu um leið og það er að stjórna landinu.
Það er mín skoðun - við sjáum hvað setur.
En það eru komnar 6007 undirskriftir við kröfuna um nýtt lýðveldi
Fjármál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvað skal til bragðs?
21.1.2009 | 14:05
Hvað á að taka til bragðs þegar Alþingi er óstarfhæft vegna ólgu og reiði í samfélaginu? Hvað geta stjórnvöld gert til að skapa frið og sátt um þau verk sem vinna þarf?
Jú, ríkisstjórnin gæti beðist lausnar og komið þannig til móts við þá kröfu sem nú ómar hvarvetna. Þar með myndi ríkisstjórnin sýna lit á því að skapa frið í samfélaginu og þar með forsendur fyrir nýju upphafi.
Alþingi Íslendinga gæti hlutast til um það að boðað yrði til stjórnlagaþings svo unnt verði að semja nýja stjórnarskrá og byggja á henni nýtt (og vonandi betra) lýðveldi.
Það mætti breyta kosningalöggjöfinni og skerpa skilin milli framkvæmdavalds, löggjafar- og dómsvalds.
Til að endurvekja traust á starfi stjórnmálaflokka gætu núverandi formenn flokkanna stigið til hliðar allir sem einn og hleypi nýju fólki að.
Það er ýmislegt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi.
Fundað með flokksformönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)