Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Lúkas litli píslarvottur

kertafleyting  Síðustu daga hefur borið á gagnrýni vegna þess að hópar fólks sáu ástæðu til þess að minnast Lúkasar litla - hundsins sem hlaut skelfilegan dauðdaga á Akureyri fyrir skömmu. Ýmsir hafa orðið til þess að hrista höfuðið yfir því að fólk skuli hafa komið saman og kveikt á kertum "til minningar" um hund sem það "þekkti ekki neitt" svo notuð séu orð þeirra sem hafa tjáð sig um þetta. Einn pistlahöfunda spyr sig hvort það "skorti harm" í líf þess fólks sem grætur ókunnugan hund. Á blogginu hafa aðrir skemmt sér við að segja ófagrar sögur af misþyrmingum heimsþekktra manna á dýrum, og rekja matgæði og matreiðsluaðferðir hundakjöts svona eins og til að undirstrika fáránleika þess að minnast hunds.

Vissulega hefur Lúkas litli fengið meiri athygli liðinn enn hann gerði nokkurn tíma lífs. Og ef maður ætti að trúa því að þessar athafnirnar hafi snúist um hann sem einstakling,  þá mætti segja að sitthvað væri bogið við það. En ég held að málið sé ekki þannig vaxið, það er margþættara en svo.

Lúkas er orðinn píslarvottur - fórnarlamb grimmdar og mannvonsku. Athafnirnar sem fram fóru eru táknræn mótmæli gegn illri meðferð á dýrum.

Í blöðum gaf að líta mynd af ungu, fallegu fólki með hund í bandi sem kveikti á kerti. Ekki veit ég hvort þetta unga fólk þekkti Lúkas, eða eigendur hans, nokkurn skapaðan hlut - eða hvort "harminn skortir í líf þess" eins og einn pistlahöfundur orðaði það. Satt að segja vona ég að þetta unga fólk hafi ekki þurft að harma margt enn sem komið er. En ég þykist vita að með þessu hafi það viljað sýna hug sinn til þess sem gerðist; tjá sorg vegna grimmilegrar meðferðar á saklausu dýri og samúð með eigendunum.

Til þess eru auðvitað ýmsar leiðir - og sjálfsagt er margt í mannlegu samfélagi sem ástæða væri til að vekja athygli á með minningarathöfnum, mótmælagöngum og kertafleytingum. En hvað? Má ekki fólk koma saman og taka afstöðu í dýraverndunarmáli? Það hefur margt verið gert fánýtara en það.

Og ef ástæðan er sú að "harminn skorti" í líf fólks, þá eru það bara góðar fréttir fyrir mér.

 

blidahvolpurein05 

Læt að lokum fljóta hér með tvær sætar hvolpamyndir af tíkinni minni - á annarri hefur hún náð snuðinu af ömmudreng - og heldur augljóslega að hún sé líka maður.

 snuddublida05

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband