Morgunblaðseggjum kastað

c_documents_and_settings_ibm_my_documents_my_pictures_skutull_brefaluga Sé þetta rétt, sem fullyrt er á visir.is um uppsagnirnar á Morgunblaðinu, þá er nú verið að segja upp mörgum af bestu og tryggustu starfsmönnum blaðsins í gegnum tíðina.

Það er óneitanlega undarleg tilfinning að sjá þarna nöfn starfsmanna sem hafa fylgt Mogganum í áratugi, verið málsvarar blaðsins og einhvern veginn órjúfanlegur hluti þess: Hér erum við að tala um kanónur á borð við Freystein Jóhannesson, Björn Vigni, Árna Jörgensen o.fl. Morgunblaðsegg sem stundum hafa verið nefnd svo.

Það hefur hingað til ekki vafist fyrir væntanlegum ritstjóra Morgunblaðsins að skilja hafra frá sauðum í sínum liðsveitum - eins og sannast núna. Trúlega leggur hann þó eitthvað annað til grundvallar við skilgreiningu á því hvað séu hafrar og hvað sauðir, en fjölmiðlareynslu og gæði blaðamennsku einvörðungu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki náðarhöggið að segja Mogganum upp?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Katrín

Hverjum hefði frekar átt að segja upp?

Það eru með ólíkindum ramakveinin sem rekin eru upp í hvert skipti sem blaðamaður er látinn taka poka sinn. Ávallt skal það kallast hreinsanir en þegar verkamanninum er sagt upp kallast það samdráttur...af blaðamönnum!

Katrín, 24.9.2009 kl. 18:13

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Ólína það var ekki bara verið að segja upp blaðamönnum það var líka verið að segja upp öðru starfsfólki með langa stafreynslu það er ekkert minnsta á það ,hafa aðrir starfsmenn minni mannréttindi en blaðamenn? 

Ekki heldur hefur verið að minnast á það þegar Byr sagði upp 20 starfskonum með 25 til hátti í 40 ára starfsreynslu á aldrinum 50 ára til 63 ára enda ekki langskólagegnar það er alstaðar verið að draga saman segja upp fólki og fólki er að missa lífsviðurværi sitt, eiga þá mannréttindi að vara háð prófskírteini þegar kemur að uppsögnum?.

Ég skil ekki svona hugsunarhátt hvað Samfylkingin er nú komin langt frá uppruna sínum og berst varla fyrir lítilmagnanum.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 24.9.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það er sárt að missa vinnuna má einu skipta hvaða staða það er Ólína - vestfirðingar ættu að þekkja þau sárindi vel sem og svo margir aðrir - ekki nokkrum manni er sagt upp í "gríni"

passaðu þig nú að missa þig ekki út fyrir velsæmið

Jón Snæbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

annars tek ég undir með NO 2

Jón Snæbjörnsson, 24.9.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það verður að koma í ljós síðar, hvort þessi ákvörðun var nokkurs konar harakiri.

En, ég myndi sakna Moggans, ef hann hætti að koma út.

---------------------

Ljóst er þó, að Mogginn mun nú fara í mjög eindregna stjórnarandstöðu.

Mjög líklega, verður þar einnig eindreginn andstaða gegn ESB ráðandi, héðan í frá.

Tja, síðan reikna ég með, að ritstjóragreinar verði ofta á milli tannanna á fólki, þ.s. hann mun ekki standast það að rífa kjaft.

----------------------

Það verður allavegna fjör í kringum Moggan, héðan í Frá - "for better or for worse".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 04:45

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl verið þið.

 Þetta verður sennilega síðasta athugasemdin sem ég geri hér á mbl.is.

 En vissulega er sárt að sjá það þegar fjölda manns er sagt upp störfum - ég var hinsvegar að ræða fjölmiðlahlutann af þessum uppsögnum, þ.e. hvaða þýðingu þetta hefur fyrir blaðamennskuna á mogganum að segja upp blaðamönnum sem hafa verið samgrónir fjölmiðlinum til fjölda ára. 

Svo vil ég árétta það enn einu sinni - að hér er það ÉG sem tala, en ekki Samfylkingin. Þetta er mín persónulega bloggsíða, en ekki flokksmálgagn.

Sorglegt er að sjá hvernig sumir geta aldrei tekið niður flokksgleraugun í athugasemdum sínum.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.9.2009 kl. 10:01

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að DO sé mikið skárri í hlutverkinu risstj. heldur en í hlutverkinu Seðlabankastj.

Á hinn bóginn, eru enn víðtæk reiði og sárindi til staðar í þjóðfélaginu, sem koma m.a. fram í hörðum deilum af litlum tilefnum innan Borgarahreyfingarinnar, og hér í því að hópar fólks ætli að yfirgefa Moggann.

Virðist stefna í að pólitískar væringar, haldi áfram að velta upp á sig, ráðning DO er greinilega byrtingarmynd þess.

Erfiðustu verk ríkisstj. eru eftir, þ.e. niðurskurðurinn.

Ef einhverjir héldu deilur þessa árs erfiðar, þá ætla ég að taka orð forseta vors að lámi "you ain't seen nothing yet".

Næsta ár, verður mun verra en árið í ár.

Ég er sannfærður um, að næsta ár verður versta árið, ekki einungis hvað varðar pólit. deilur, heldur einnig held ég að kreppan ætti að ná hámarki þá, svo fremi sem einhverskonar annað hrun á sér ekki stað, en það myndi kasta öllum væntinum út um gluggann.

Ástæðan er að sjálfsögðu niðurskurðurinn, þ.s. niðurskurður er alltaf samdráttaraukandi. Brottrekstur ríkisstarfsmanna, lokanir stofnana, munu óhjákvæmilega framkalla neikvæðan spíral, þ.e. framkalla minnkandi umsvif í hagkerfinu, og því getur efnahagssamdráttur ekki annað en haldið áfram eitthvað fram á mitt næsta ár, a.m.k.

Vondandi hefst hagvöxtur, fyrir árslok næsta árs, eða á seinni árshelmingi. Ég á frekar von á því en hinu, en ekki er hægt að slá því föstu.

Ég ætla ekki að biðja ykkur í ríkisstjórninni neinna bölbæna - en ég er sannfærður um að þið eruð í nokkrum mikilvægum atriðum á rangri leið, og að sú stefna auki líkur á svokölluðu seinna hruni.

Ég ætla ekki að taka ástæður þess fyrir hér, en bendi á mín 2. síðustu blogg.

Ps. haltu endilega áfram að blogga hérna. Einhverjir verða að reyna að mynda brír á milli aðila. Þ.e. hættulegt, ef engir slíkir brúrarsmiðir verða til staðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2009 kl. 12:20

10 Smámynd: Garún

Nákvæmlega Ólína.  Það er svo ótrúlegt að ef þú bloggar um sjósund, þá koma sumir aðilar og spyrja þig hvernig þú dirfist að sjósynda þegar kvótakverfið er svona.  Það er eins og það sé engin kurteisi lengur við líði.  Það er ömurlegt að missa vinnuna, og það verður ekkert ömurlegra eða betra þrátt fyrir að 20 konur misstu vinnu sína í BYR, það er ekkert minna ömurlegt að missa vinnuna þrátt fyrir að það sé kallað samdráttur í blöðunum en eitthvað annað einhvers staðar annars staðar....aaarrrggg.  Stundum hreinlega skil ég ekki hvernig þú nennir að standa í þessu!   Ég mana þig Ólína!  Bloggaðu um að þú fórst að versla og síðan skulum við skoða hvernig athugasemdir þú færð.....ég veðja á að alla veganna þrjár munnu innihalda "skjaldborg heimilanna", tvær athugasemdir verða örugglega með "kreppa" og svo veðja ég hádegismatnum mínum að einhver mun innihalda setningu eins og "hvernig getur þú borðað meðan Icesave er svona bla blablabla".  Æi sorry þú og öll hin.    En bottom line!  Mér finnst gott að geta farið inná blogg þingmanns og séð að hann á líf og leikur sér stundum eins og við hin, að honum blöskri stundum og hann sé manneskja með hold og blóð. 

Garún, 28.9.2009 kl. 17:22

11 Smámynd: Ragnheiður

tek undir með Garúnu !

Ragnheiður , 28.9.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband