Laufið titrar, loga strá ...

haustlaufÉg elska haustið - það er minn tími. Þá fyllist ég einhverri þörf fyrir að fylla búrið og frystikistuna, gera sultu og endurskipuleggja híbýlin.

Á haustin færist hitinn úr andrúmsloftinu yfir á litina sem við sjáum í lynginu og á trjánum - síðustu daga hafa fjallshlíðarnar logað í haustlitum umhverfis Ísafjörð.

Þetta er fallegur tími, þó hann sé alltaf blandinn einhverri angurværð. Sumarið liðið, fuglarnir horfnir, og svona. En litadýrðin vegur sannarlega upp á móti.

Einhverntíma gerði ég þessa vísu á fallegu haustkvöldi:

Laufið titrar, loga strá
lyngs á rjóðum armi.
Hneigir sólin höfga brá
að hafsins gyllta barmi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert þingveisluhæf!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

...og gott betur. Þessi vísa er haganlega gerð og ekki er efnið síðra.

Sigurbjörn Sveinsson, 15.9.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband