Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Að tengja lán við launavísitölu?
9.9.2009 | 11:56
Það hljómar skynsamlega að tengja verðtryggingu lána við vísitölu launa fremur en neyslu, eins og Joseph Stiglitz bendir á. Hugmynd Stiglitz á vissan samhljóm í hugmynd Þórólfs Matthíassonar hagfræðings um afkomutengingu lána, þó hugmynd Þórólfs miðist fremur við greiðslugetu fólks en verðlagsforsendur lánanna. Báðir hagfræðingarnir eru hinsvegar að leita réttlátra leiða til þess að leysa almennan og yfirþyrmandi greiðsluvanda. Í því samhengi vilja báðir líta til afkomu fólks.
Vitanlega er það alveg rétt hjá Stiglitz að verðtryggingin eins og hún hefur verið praktíseruð á Íslandi er óréttlát. Hann hefur líkt henni við lyf sem gefið er við höfuðverk en drepur í reynd sjúklinginn (og þar með höfuðverkinn). Að miða afborganir lána við síhækkandi neysluvísitölu sem þróast öðruvísi en launavísitala, felur í sér verulega hættu fyrir lántakandann. Þetta hlýtur að vera hægt að leiðrétta.
Þó er ein hlið á þessu máli sem þarf að hugleiða, og það er svarti vinnumarkaðurinn. Hann hlýtur að skekkja myndina, hvort sem við erum að tala um að afkomutengja afborganir eða miða verðtryggingu við launavísitölu.
Er hægt að finna "rétta" launavísitölu í landi þar sem svartur vinnumarkaður þrífst undir (og jafnvel ofan á) yfirborðinu?
Þó ég spyrji svona - er ég samt höll undir þessar hugmyndir að breyta við miði lánanna þannig að afborganir þeirra og verðþróun fylgi fremur afkomu fólks en annarri verðlagsþróun. En til að slík breyting feli í sér eitthvert réttlæti, þurfa forsendur að vera réttar. Málið er því ekki einfalt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Góð hugleiðing hjá þér. Þessi verðtrygging lána er í raun skemmd vara eins og Sitglitz bendir á.
Það er neysluverð sem er mælikvarðinn. Ekki óskylt og með myntkörfulánin sem núna eru að rústa fjárhag fjöldans.
Og þessi neysluverðsmælistika - fær hún ekki mikið fóður frá þeim sem "vinna " svart. Þeir hafa jú meira milli handanna til neyslu sem aftur hækkar lánabyrgði réttlátra sem ranglátra í núverandi kerfi.
Mér finnst að launavísitala sé sanngjarnari sem grunnur en neyslan.
Síðan verður að taka mjög strangt á allri svartri vinnu- háar sektir og fangelsisdóma- þurrka óværuna út.
En ekki má gleyma því mikilvæga- að fólk sjái sér hag í því að spara- ef ekki- þá verður ekkert til að lána út.... það verður ekki bæði haldið og sleppt.
En núna ríkir hrikalegt óréttlæti í garð heimila fjölskyldufólks - á húsnæðislánum.. Og nú ert þú á þingi.... þar er hreyfiaflið til breytinga.
Sævar Helgason, 9.9.2009 kl. 12:30
Sæl Ólína það er ekki hægt að láta einhverja ímyndaða stærð svartrar atvinnustarfsemi koma í veg fyrir úrbætur til handa almenningi.Þið í ríkistjórnarflokkunum verðið að átta ykkur á því að úrbóta er þörf núna til handa almennum lánagreiðendum.Vanskil hrannast upp hjá fólki og jafnvel fólk sem alltaf hefur staðið við sitt er á leið í vanskil bara vegna þess hversu lánin hafa hækkað og tekjur standa ekki lengur undir greiðslum. Almenningur horfir þessa dagana upp á að útvaldir fái skuldir sínar niðurfeldar af því að þeir fengu lán til hlutabréfakaupa með veð í bréfunum sjálfum, þetta stóð almennum lántakendum ekki til boða, heldur þurftu þeir að setja alt sitt undir og jafnvel sinna nánustu. ´Réttlæti eða ekki það er ekki málið aðgerða er þörf núna ekki á morgun. Það er hlutverk þitt sem þingmanns að koma í veg fyrir svarta atvinnustarfsemi seinna, og erfitt að sjá hvernig verður rétt af með þessa skattastefnu stjórnvalda. Aðgerðir Takk.
Emil Sigurðsson, 9.9.2009 kl. 12:42
Réttlátast væri að tengja lán vegna íbúðarkaupa við vísitölu fasteignaverðs, hvað sem menn vilja svo gera við önnur lán.
Það virkar sem heimill á óhóflega verðhækkun fasteigna, aftrar offramboði á lánsfé á íbúðamarkaði (með tilheyrandi loftbóluhættu) og tryggir að lánin verða aldrei hærri en verðmæti fasteignanna, eins og því miður margir eru að lenda í núna.
Að tengja lán við launavístölu þýðir að ef t.d. verður "launaskrið" hjá þeim sem hafa hæstu launin hækka lánin hjá öllum. Það má vel vera að það sé samt skynsamlegra en vísitala neysluverðs, en óhjákvæmileg hliðarverkun yrði að það hefði alltaf áhrif á kjarasamninga og launabreytingar.
En allar hugmyndir sem ganga í þá átt að leiðrétta ástandið eru af hinu góða og ber að skoða með opnum hug.
Haraldur Hansson, 9.9.2009 kl. 12:44
verðtryggingin hér á íslandi,var hún sett á af guði ? eða er hægt að afnema þann ósóma í eitt skipti fyrir allt,það held ég að myndi létta undir með mörgum skuldaranum að losna við þann ófögnuð.ég held að ríkið hljóti að eiga vinninginn við að stuðla að svartri markaðsstarfsemi,þar sem alþingi hefur brugðist við að setja lög um kennitöluflakk og krosseignartengsl einstaklinga.nú er í fréttum afskrifa verður sennilega 800milljón kr lán sem veitt var til félags í eigu einstaklings sem notaði lánið til fjárfestinga erlendis og hefði sjálfsagt borgað sér hagnað erlendis og skatta til annars ríkis,sem þótti hentugra hjá vissum hópi "fjárfesta" heldur en að borga til samfélagsins þar sem bankinn sem lánaði upphaflegu fjárhæðina er staðsettur, þó sami banki sé ábyrgur fyrir upphæðinni ef illa fer(einsog skeði hér)þarna virðist vanta lög og fyrirvara til að verja almenning gegn svona óréttlæti í því landi sem bankinn sem lánaði þessar 800milljónir kr er staðsettur í og hefur starfsleyfi,eða kom ekki ríkinu við hvað bankinn gerði sem nú ríkið hefur tekið að sér að greiða fyrir.......og launavísitala,er tekin inní hana þessar fáránlegu launagreiðslur aðila sem hér stunda og hafa stundað sjálftöku, og ofurlauna ruglið, er það líka inní þessu,semsagt þeir sem hleypa meðaltalinu upp um tugi prósenta,ef svo er erum við hin í góðum málum,annars ekki.
zappa (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:10
Já já. Verð að viðurkenna að ég skildi ekki mikið í þessari færslu! En treysti því að þið finnið útúr þessu! Á meðan ætla ég að moka holu! Er ekki bara einfalt að breyta því sem þarf að breyta, laga það sem er vitlaust og koma á móts við fólkið með þessum hætti!
Garún, 9.9.2009 kl. 15:04
Það á að afnema verðtrygginguna complet, alla verðtryggingu. Ef þessar lánastofnanir treysta sér ekki til að lifa af vöxtunum (sem n.b. eru himinháir), þá mega þeir bara deyja drottni sínum.
Var það ekki eitt af loforðum Samfylkingarinnar að afnema verðtrygginguna ? Mig minnir það.
Dexter Morgan, 9.9.2009 kl. 15:45
Verðtryggingin er "loftbóla" án þess að nokkur verðmætasköpun hafi átt sér stað í þjóðfélaginu og kemur alltaf til með að springa sama hvaða nafn hún ber eða hvaða viðmið hún hefur. Verðtryggingin er skrímsli í hagkerfi landsins sem stjórnvöld koma ekki til með að hafa neina vitræna stjórn á nema með því að afnema hana.
Páll A. Þorgeirsson, 9.9.2009 kl. 17:49
Það er mjög einfalt með þessa verðtryggingu- Hún er til komin og hefur verið viðhaldið vegna hagstjórnarmistaka stjórnvalda. Hún er bara að mæla þau. Spurning er hvernig er best og réttlátast að leiðrétta þessi hagstjórnarmistök svo vel sé. Best er að hafa hæfa stjórnmálamenn og konur.... það er eftirspurn þar- en minna framboð... allavega hingað til.
Sævar Helgason, 9.9.2009 kl. 17:57
Launavísitala felur í sér hættur því þá elta lánin uppi launahækkanir, þá skapast nýr vítahringur. Ég held að þessi vísitölubinding verði að hverfa og efnahagsmál að komast í það horf sem Gunnar Tómasson lýsir og stöðugleiki að skapast. Þannig er það gert annarsstaðar og þá koma breytilegir vextir í staðinn og væntanlega styttri lánstími.
Launavísitala núna myndi kaffæra fólk því launin eiga eftir að hækka á næstu árum en neysluverð mun minna. Að undanförnu hefur það verið öfugt.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.9.2009 kl. 19:49
Sæl Ólína,
það er engin ný hugmynd að verðtrygging lána fylgi launavísitölu. Við vorum með það kerfi að laun og síðan lán fylgdu verðlagsvísitölu allt til ársins 1983 að þáverandi ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar settu lög um að breyta þessu.
Þ.e.a.s. bannað var að tengja laun við vísitölur. Þetta var auðvitað skerðing á samningsfrelsi. Eignir fjármagnseigenda voru tryggðar, rétt eins og í vetur þegar ríkisstjórninni var í mun að tryggja hag sömu aðila.
Þessi aðferðarfræði við húsnæðislánin sem Þórólfur kynnti til leiks á ný er ekki ný hugmynd og unnið hefur verið með hana áður. Einmitt á því herrans ári 1983. Því miður var þeirri leið algjörlega hafnað af öllum aðilum.
Sú leið fjallar aðeins um greiðslutíma á lánum en um leið, jöfnun á milli á kjörum fólks eftir kjörum þess. Ég þekki þessar hugmyndir nokkuð vel.
Mér finnst að einhverjir séu að misskilja þessar hugmyndir Þórólfs.
Kristbjörn Árnason, 10.9.2009 kl. 07:08
Hvor vísitalan skyldi hafa hækkað meira síðast liðin þrjátíu ár, launavísitalan eða neysluverðsvísitalan?
Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2009 kl. 09:18
Kristbjörn Árnason, 10.9.2009 kl. 09:56
Las um þessahugmyndir Stiglitz og tek undir með honum að þær eru skynsamlegar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.9.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.