Skilanefndir í lagalegu tómarúmi

Upplýsingafulltrúi Landsbankans ber þá frétt til baka  (hér) að skilanefnd bankans hafi samið við Magnús Kristinsson útgerðarmann um afskriftir á tugmilljarða skuldum, eins og fram kom í  DV og fleiri fjölmiðlum í dag (hér). Eitthvað er þó óljóst með það hvað teljist persónulegar skuldir Magnúsar og hvað sé vegna fyrirtækja í hans eigu, svo sennilega eru ekki öll kurl komin til grafar.

Hvað svo sem hæft er í fullyrðingum um skuldaafskriftir fyrir tugi milljarða, þá er ljóst að margt mætti betur fara í varðandi skilanefndir gömlu bankanna. Skilanefndirnar svífa um í lagalegu tómarúmi eins og bent hefur verið á.  Svo virðist sem þessar nefndir séu einhverskonar kunningjaklúbbar sem taki ríflegar þóknanir fyrir sín störf í þágu kröfuhafanna.

Hið lagalega tómarúm sem nefndirnar geta athafnað sig í, verður að fylla með skýrum lagaákvæðum og starfsreglum fyrir þær að vinna eftir. Það er ekki hægt að bjóða samfélaginu upp á að gamlir viðskiptafélagar, skólabræður(systur) og/eða samstarfsmenn séu að víla og díla um verðmæti og skuldir í nafni skilanefndanna .... það bara gengur ekki.

Og sjaldan er ein báran stök. Whistling

Stjórnendur Straums láta sér til hugar koma að biðja um 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum fyrir þá vinnu að reyna að hámarka virði eigna bankans sem nú er í höndum Fjármálaeftirlitsins eins og menn vita (hér).

Siðvæðing hins íslenska fjármálakerfis á ennþá óralangt í land.

I rest my case.


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Nú væri gott að geta flett upp í lánabók. Þessi hluti viðtalsins á visir.is er athyglisverður:

En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum?

Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað ...

Vonum bara að veðin séu tryggari en mörg þeirra sem voru afhjúpuð þegar lánabók Kaupþings lak á netið.

Haraldur Hansson, 18.8.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: ThoR-E

Svör þessa skilanefndartalsmanns voru hálf loðin eitthvað.

Finnst þessar skilanefndir ekki mjög trúverðugar, bara nýjir sjálftöku bankamenn.

Spillingin er ekki farin úr bönkunum, það eru bara nýir aðilar komnir við kjötkatlana.

Þetta er til skammar.

og hæstvirtur ráðherra kom fram á dögunum og sagði að ekki kæmi til greina að leiðrétta skuldir heimilana sem hafa vegna verðtryggingar verið skrúfaðar upp úr öllu valdi.

ThoR-E, 18.8.2009 kl. 18:11

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og hvað á að gera við þessu "lagalega tómarúmi"?

Situr þú ekki í lögjafarsamkundu þjóðarinnar? Hefur þú ekki lagt fram frumvarp um að eitthvað verði gert í málinu?

Jón Bragi Sigurðsson, 18.8.2009 kl. 20:10

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og svo þetta: "I rest my case"...... Ert þú kosin á þing til að "resta þitt case"????

Jón Bragi Sigurðsson, 18.8.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

 Sæl Ólína.

Ég verða að segja eins og er að ég er algjörlega sammála þessu síðasta bloggi þínu. Nú treysti ég á það að þú hreyfir þessu máli á Alþingi, því að þar á það heima. Vertu nú öflugur talsmaður!

Magnús Óskar Ingvarsson, 18.8.2009 kl. 20:35

6 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Það væri gott að fá upplýsingar um veðsetningarnar á þjóðareigninni. (óveiddum fiski í sjónum). Treysti þér til að fá heildaryfirlit um veðsetningar á aflaheimildum. Það mætti fylgja með vafstri þeirra rétthafa í öðrum rekstri. Kennitöluflakki og öðrum fjárhagslegum leikfimisæfingum.  

Jón Arvid Tynes, 18.8.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Svo til hvern dag ( a.m.k. vikulega) frá "hruni" í október s.l. hefur maður hneykslast á þessum og hinum, þeim sem hafa gengið fram af okkur í siðleysi!!!!    Hver af þingmönnum verður til þess að gera heiðarlega tilraun til að stoppa þetta af ... ja .....   kannski þú Ólína?  eða?

Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:02

8 Smámynd: Bjarni Líndal Gestsson

Það verður að setja skilanefndum bankanna strangar reglur vegna uppgjöra á skuldum. Áríðandi er að allir sitji við sama borð hvort sem skuldirnar mælast í milljörðum eða milljónum. Ef þetta er rétt með Magnús á að halda eftir kvóta hans við næstu úthlutun.

Bjarni Líndal Gestsson, 18.8.2009 kl. 21:30

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Er ekki hægt að telja skuldaniðurfellingu hans til skattskildra tekna? Kannski það myndi duga til að ná af honum þeim eigum sem hann er að koma undan gjaldþrotinu.

Héðinn Björnsson, 18.8.2009 kl. 21:41

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Í mínum huga er starf þeirra og verkferlar örugglega brot á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna. Það má vel hugsa sér að þær gangi hart á eftir að stjórnarandstæðingar borgi ´´verðbólgu´´skuldir ´´sínar´´ en fylgismenn stjórnarinnar ekki. Um þetta veit engin því upplýsingarnar eru ekki enn farnar að leka út.Ásakanir um þetta eiga örugglega eftir að koma fram eins og í öðrum löndum þar sem jafn mikil spilling ríkir. Slíkar ásakanir eru þegar komnar fram í löndum eins og Úsbekistan sem er dálítið eins og Ísland.

Einar Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 23:32

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hvet þig til að hlusta á viðtal við Ólaf Ísleifsson, lektor og bankaráðsmann í Íslandsbanka í Speglinum á RÚV.Hann er endurfluttur á miðnætti.Koma fram viðhorf sem þið stjórnarstimplarnir hafið gott af að heyra. Staðfestir líka þetta algjöra áhugaleysi stjórnarinnar á lífinu í landinu og bönkunum. Þetta

staðfesti Bankaparið raunar á blaðamannafundi í dag. 

Sennilega verða hér bara þingmenn og opinberir starfsmenn næsta vor. 

Einar Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 23:42

12 Smámynd: ThoR-E

Íslandsbanki á veð í kvótanum þannig að Landsbankinn getur ekki tekið hann.

og síðan fer þessi maður bara og kaupir sér flugvél .. á meðan við, skattborgarar þurfum að borga skuldirnar hans.

jahérna.

ThoR-E, 19.8.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband