Ópólitísk helgi - og C-próf á hundinn!

snaefellsjokull Það var svoooo gott að komast burt úr bænum um helgina. Varpa frá sér áhyggjum af afdrifum lands og þjóðar og halda á vit jökulsins: Arka um lyngi  vaxnar hlíðarnar, krökkar af berjum  -  æfa hundinn - hitta félagana - reyna á sig í brekkunum - leggjast milli þúfna í sólskininu og úða í sig aðalbláberjunum.

Koma svo þreytt heim að kvöldi - horfa á sólina setjast í hafið öðrumegin , tunglið rísa á hálfbláum himninum hinumegin og jökulinn loga.

Dásamlegt!

Jamm, ég brá mér á æfingu  upp á Gufuskála með Björgunarhundasveitinni og tók C-próf á hundinn í víðavangsleit. Joyful Ó, já - gekk bara vel.

skutull.sumar08

Og nú er hann á leiðinni norður á Ísafjörð með björgunarsveitarbílnum þessi ræfill - Skutull minn - eftir langa og erfiða helgi í lífi unghunds. Þar bíða hans góðar móttökur, lærleggur af lambi o.fl. notalegt. Húsmóðir hans kemur svo þegar búið er að bjarga þjóðarhag í þinginu. Wink

Nú þegar hundurinn hefur tekið bæði byrjendaprófin í víðavangs- og vetrarleit tekur alvaran við. Það þýðir víst að maður þurfi að fara að komast sér í almennilegt form. Blush

Við sjáum nú til með það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Til hamingju með áfangann þið bæði

Rafn Gíslason, 17.8.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ólína. Snæfellsnesið er magnað og frábært að vera þar, sérstaklega þegar fer að hausta. Vona að þú fáir ekki C fyrir björgunaraðgerðir á þjóðarhag. Mér finnst ég ekki sjá þig nógu oft í pontu á þinginu og finnst það miður. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kveðja og baráttu andi til ykkar á þingi.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 15:21

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Kolbrún, það er nú gagn í því sem kemur frá henni Ólínu þegar hún fer í pontu. Það eru margir á þingi sem mættu af því draga lærdóm og þegja meira og tala af viti þegar þeir opnuðu á sér munninn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.8.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl verið þið. Jóhann, ég er hjartanlega sammála því að Ólína er kjarnyrt og vel máli farin. Hún er glæsilegur fulltrúi síns flokks og fylgin sér. Ef ég man rétt þá hvatti ég hana til að gefa kost á sér í formennskuna þegar verið var að leita að leiðtoga í stað Ingibjargar. Það gæti hún vel, heldurðu það ekki? Ég stóla á að hún hafi þokkalegan húmor og taki stríðni minni eins og hún var meint hér að ofan en ég gat ekki stillt mig. Ég er á allt annarri skoðun pólitískt og því tjái ég mig ekki um gagnsemi málflutningsins Eigðu góða daga á þingi Ólína. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband