Og kannski meira í vændum?

solstafir Ég var víðsfjarri jarðskjálftanum sem reið yfir í gærkvöld, sem betur fer, enda í mér beygur við jarðskjálfta frá barnæsku. Ég gat þó ekki varist því að hugsa til Láru nokkurrar Ólafsdóttur sem spáði jarðskjálfta þann 27. júlí. Hún var auðvitað höfð að háði og spotti strax daginn eftir, þegar enginn kom skjálftinn. Við Íslendingar erum hvatvíst fólk eins og dæmin sanna.

Nú hafa fréttmenn haft samband við Láru á ný, og ekki batnar það: Hún segir enn stærri viðburði í aðsigi.

Ég skal játa, að ég var ekkert sérlega hissa á því að þessi skjálfti skyldi koma svo skömmu eftir spádóm sjáandans. Eins og aðrir Íslendingar er ég höll undir það að fleira sé milli himins og jarðar en augað greinir og vísindind fá skilgreint.

Við Íslendingar erum náttúrutengt og næmt fólk. Berdreymi er til dæmis viðurkenndur hæfileiki og trúlega kannast allir við einhvern í sinni fjölskyldu sem hefur slíkt næmi að geta séð aðeins lengra nefi sínu.

Jamm ... nú sjáum við hvað setur.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Æji nei!  Spádómur um skjálfta á stað þar sem skjálftahrina er í gangi og svo hrósar hún happi þegar spádómurinn "rætist" - þó það muni reyndar bara tugmilljónfaldri orkulosun eða svo, fyrir nú utan að hún talaði um nákvæman tíma, ekki innan einhvers fjögurra daga tímaramma. Það hefði verið stórskrítið ef ekki hefði komið skjálfti.

Ég trúi bara ekki að fréttamiðill sem vill taka sig alvarlega sé að birta svona rugl. Vel má vera að meira sé milli himins og jarðar en sjáist með berum augum, en þetta er bara of fáránlegt.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.8.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Annálar greina  frá því frá 1350 um jarðskjálfta- hrinu í Trölladyngju Suðurnes upp kom jarðeldur, hraun runnu, Ögmundarhraun og Nýahraun kallað Bruni en siðar neðrihluti  hluti Kapelluhraun.

Sé skoðuð tíma setning Láru 27.07. 2009 og kl. 23:15  séu og 3 og 7 lagðir saman 30+1 úr 15 fimm eftir dagur 31 og 23:00 kl 27+23=kl.23:47 er fimm þá tíminn sem skjálftinn stóð yfir.

Skjálftastaðsetning

Sjálfvirk staðsetning úr SIL kerfinu

Upphafstími 2009 07 31 23h 46m 22.2s +/- 0.05sMargt er skrítið í kýrhausnum.  

Rauða Ljónið, 1.8.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta snýst ekki um það Ólína að það sé "fleira milli himins og jarðar en vísindin fái skilgreint", heldur einfaldlega um að hræða fólk að óþörfu.

Sæmundur Bjarnason, 1.8.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Æ, látið nú ekki svona.

Dulrænir hlutir hafa alltaf kitlað okkur Íslendinga - og það er bara allt í lagi.

Í guðanna bænum ekki þessa upphöfnu vandlætingu og stóryrði um "geðsjúklinga" o.s.frv.

Þeir sem láta hræða líftóruna úr sér vegna orða spámiðils, verða bara að eiga um það við sjálfa sig. Hinir sem fylgjast með af forvitni, mega það, án þess að það þurfi allt þetta fuss og svei og fruss.

Slakið aðeins á.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 1.8.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

VIð sjáum hvað setur, ég reyni að vera slök en er enn minnug skjálftans hér í fyrra, ekki gaman.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 19:46

6 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Má ekki taka þessu létt í stað þess að nota tækifærið til að koma ódýru höggi á fólk?  Auðvitað erum við íslendingar alltaf með annað eyrað og augað á þessari náttúru sem við búum við. Ekki varð ég sérlega áhyggjufull yfir þessari jarðskjálftaspá - en það eru viðvarandi jarðhræringar í gangi þarna og þannig er það nú bara.

Halldóra Halldórsdóttir, 1.8.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Páll Blöndal

Já íslendingar trúa á álfa og lygasögur.
Við höfum alltaf haft þörf fyrir að láta einhverja ljúga okkur stútfull.
Útrásarvíkingarnir gerðu það, greiningadeildirnar lugu líka upp í opið geðið á okkur, ráðherrar sjálfstæðisflokksins gerðu það og nú höfum við alþingismann sem vill láta ljúga að sér og okkur.
Álfar og huldufólk í stóra steininum við Austurvöll.

Páll Blöndal, 2.8.2009 kl. 00:19

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég sé að sumir geta ekki litið upp úr sínum pólitísku skotgröfum - ekki einu sinni þó að umræðuefnið sé alls óskylt, og hafi í raun hvorki með pólítikina né sannleikann að gera, heldur bara sakleysisleg dægurmál sem geta verið hvíld frá svartnættinu af og til.

Eiginlega kenni ég svolítið í brjósti um fólk sem þannig hugsar. Því væri hollara að grípa í spil, fá sér göngutúr eða setja disk í spilarann og láta hugann reika af og til.  Og reyna einstöku sinnum að hugsa jákvætt um annað fólk - senda því góðar hugsanir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.8.2009 kl. 11:20

9 identicon

Fleira á milli himins og jarðar sem vísindin geta ekki....
Þetta er della Ólína... það var kannski næs fyrir þig að heyra í Láru...ekki eins næs fyrir þá sem flúðu heimili sín.. sváfu í tjöldum.

Vísindin geta skilgreint allt & ekkert með tímanum.... það sem vísindin geta ekki skilgreint er einfaldlega della... sem líka skilgreining

Með að senda góðar hugsanir... myndi mér líða betur ef þú sendir mér góðar hugsanir via  brain waves??????

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 13:48

10 Smámynd: Páll Blöndal

Ólína,
Ég get alveg tekið undir þau orð þín um að það ætti að vera í besta lagi að láta hugann reika og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Fara út úr hinum gráa hversdagsleika. Ekki málið
Við erum samherjar í pólitík.
Þannig að ég er ekki í neinni skotgröf.

Það sem ég er mjög ósaáttur við, er að þegar fólki sem haldið er einhverri trú er gert hærra undir höfði en þeim sem trúlausir eru.
Tilefnið er einmitt efni þíns pistils.

Fyrir mér er það alvarlegt má að bloggsíðu DoctorE hafi verið lokðað.
Hann vann sér það til saka að gagnrýna jarðskjálfta-sjáandann.
Gott ef hann sagði hana ekki geðbilaða eða eitthvað slíkt.
Á sama tíma fá öfgatrúramenn að vaða uppi og eru auglýstir sérstaklega hér á fosíðu mbl.is.
Öfgatrúarmenn sem kalla Össur, Jóhönnu, Steingrím, þig og mig, "föðurlandssvikara", "landráðamenn", "kvislinga", "óþjóðholla" osfr.
Og þeir sem orðljótastir eru, gefa sig sérstaklega út fyrir að vera heittrúað fólk.

Á síðustu árum hafa öfgatrúarmenn gert alvarlega atlögu að tjáningafrelsinu.
Og er ekki laust við að áhrif þess séu að smitast hingað. Moggabloggið virðist amk hafa mætur á öllu kukli og trúarofstæki.

Ólína, finnst þér tjáingafrelsið léttvægt?

Páll Blöndal, 2.8.2009 kl. 14:14

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég spyr nú bara: Hvernig geta menn fullyrt að eitthvað sé milli himins og jarðar úr því augað fær ekki greint það og enginn þekking nær til þess? Á hverju byggist vitneskja um þetta ''fleira'?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2009 kl. 19:03

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Innsæinu, Sigurður minn ... innsæinu ;-)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 2.8.2009 kl. 19:50

13 Smámynd: Páll Blöndal

Innsæið er öflugt svo langt sem það nær.
En það eru til ágætis vísindalegar útskýringar á því fyrirbæri.

Páll Blöndal, 2.8.2009 kl. 23:27

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Lára spáði ekki bara einhverjum skjálfta, hún spáði "stórum skjálfta".  Hún sagði að þetta yrði eitthvað "magnað".

Skjálfti upp á 3.1 erhvorki stór né magnaður.

Ólína, væri ekki nær að þingmenn landsins reyni að auka vægi vísinda og fræða hér á landi.  Ég vona a.m.k. að gagnrýnin hugsun fái forgang á Alþingi.

Matthías Ásgeirsson, 3.8.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband