Svolítil leiðrétting til Þórs Saari ... annars er ég farin á útkallsæfingu ...

... upp í Borgarfjörð, ætla að liggja þar í tjaldi í nótt og ekki að hugsa meira um pólitík þessa helgina. Ice-save getur beðið betri tíma.

En ég sá á visi.is að Þór Saari réðist á mig heiftúðlega með ósannindum um að ég hefði hlegið að eineltistali Birgittu Jónsdóttur í þinginu á föstudag og verið með framíköll. Lágt þykir mér maðurinn leggjast í þessum málatilbúnaði, enda fer hann með hrein ósannindi.

Hér er tengillinn á ræðu Birgittu - og dæmi nú hver um sig um það sem þarna fór fram - ég ætla ekki að svara því frekar.

En .. nú streyma félagar Björgunarhundasveitar Íslands upp í Flókadal þar sem útkallsæfing mun fara fram eldsnemma í fyrramálið. Sjálf er ég ekki með fullþjálfaðan hund, þannig að hann bíður þess að fá að spreyta sig síðar.

Ég verð "týnd" milli þúfna eins og fleiri. Svo verður grillað og unghundarnir æfðir.

"Sjáumst" síðar  Wink

 

P


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi flökkusaga fer víða og enginn nema Lilja Mósesdóttir getur borið hana til baka.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Góður einstaklingur sagði nýverið:

Eitt af því sem gerir einelti flókið er að þeir sem taka þátt í því gera sér oft ekki grein fyrir því sjálfir. Þeir taka óbeinan þátt með þögninni, með því að fylgja kvalaranum að málum og láta sér líðan og afdrif fórnarlambsins í léttu rúmi liggja. Þetta er jafnvel gert í nafni einhvers málstaðar - því vitanlega þarf réttlætingar fyrir illverkum. Það þekkjum við frá tímum Gyðingaofsóknanna, McCarty-ismans í Bandaríkjunum, galdraofsóknanna á 17. öld, og þannig mætti lengi telja. Einelti getur að sjálfsögðu beinst gegn hópi fólks og er oft hagsmunadrifið.

Þess vegna viðgengst einelti víða í samfélaginu - víðar en margan grunar. Við sjáum stjórnmálamenn sem lagðir eru í einelti af flokksfélögum og fjölmiðlum ár eftir ár. Sömuleiðis opinbera embættismenn og poppstjörnur.  Einelti á sér oft flóknar félagslegar orsakir sem full ástæða er til að taka alvarlega og reyna að átta sig á. Það getur verið vafið inn í einhverskonar "ágreining" eða "skoðanamun" sem er oft ekkert annað en fyrirsláttur til þess að geta sótt að einstaklingum.

Og bætti við:

Einelti spyr hvorki um stétt né stöðu manna, það getur birst gagnvart hverjum sem er, hvenær sem er.

Einelti birtist ekki endilega gagnvart þeim sem minna mega sín heldur líka - og jafl oft - gagnvart þeim sem gerendunum stafar ógn af á einhvern hátt. Þannig getur einelti orðið aðferð til þess að ryðja einhverjum úr vegi

Friðrik Þór Guðmundsson, 25.7.2009 kl. 23:44

3 identicon

Jón Frímann "..þingmenn VG hafi verið dregnir fram á gangi í atkvæðagreiðslunni um ESB..."

NEI og aftur NEI Jón Frímann, en ég veit þú ert alltaf með útúrsnúninga, en hið rétta er í þessu sambandi, að menn voru dregnir fram daganna fyrir atkvæðagreiðslunni um ESB Jón Frímann, en sjáðu til öll þjóðin veit um þetta,  svo og einnig um málið sem hann Ásmundur Einar Daðason vakti athygli á, en hvernig stendur á því að öll þjóðin veit um þetta allt saman, en ekki þú (Jón Frímann)? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Þór Saari

Sæl Ólína, rakst á þig í heimsókn hjá mér, takk fyrir innlitið, þér hefur verið sinnt.Hvað varðar þetta mál þá vita aðrir þingmenn og Ólína sjálf mæta vel hvað hún sagði í þingsal og einnig að frammíköll nást að jafnaði ekki nema mjög takmarkað á upptökutæki þingsins.  Verið getur að aðferðir Jóhönnu og Björgvins G. hafi farið alveg fram hjá þér, en það er nóg af fólki sem getur sett þig inn í þetta mál ef þú villt vita meira um það.  Að afskrifa umræðu um málið og reyna að þagga það niður frekar en að leita svara er ekki rétta leiðin, ekki síst þegar það er haft í huga að það var einmitt þú Ólína, og hafðu þökk fyrir, sem skrifaðir þessar frábæru línur hér að ofan um einelti sem Friðrik Þór vísar til. Með bestu kveðju,

Þór Saari

Þór Saari, 26.7.2009 kl. 12:31

5 Smámynd: Páll Blöndal

Hvað endemis kjaftæði er þetta um einelti á vinnustaðnum Alþingi.
Veit þetta fólk ekki að þegar það býður sig fram til starfa á þessum vinnustað að þarna er ekki um verndaðan vinnustað að ræða.
Ef þið í Borgarahreyfingunni þolið ekki að vera í skotlínunni þá eigið þið að fá ykkur vinnu við eitthvað annað.
Allt tal um einelti er bara kjánalegt væl.

Páll Blöndal, 26.7.2009 kl. 15:22

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta eru nú meiri vælukjóarnir þessir Borgarar... þeir ættu kannski að fara í minna krefjandi störf.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 16:22

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég þakka Friðriki Þór fyrir að vekja athygli á fyrri skrifum mínum og skoðunum um einelti. Þetta er einmitt það sem ég vildi sagt hafa um hugtakið "einelti" - og ég hvet fólk til þess að hugleiða það sem í þessum orðum felst.

Þór Saari - þú ferð með rangt mál þegar þú segir að ég hafi hlegið að Birgittu og gert hróp að henni í umrætt sinn. Það eru einfaldlega ósannindi. Og það þýðir ekkert fyrir þig að ætla að blanda Jóhönnu eða Björgvin G inn í það mál, eða þæfa það með útúrsnúningum. Við erum hér ekki að tala um tilefnið að orðum Birgittu, heldur viðbrögðin í þingsalnum, þar sem þú blandar mér ranglega inn í söguna. Ég koma þarna hvergi nærri - og það veist þú.

Þú verður auðvitað að eiga það við sjálfan þig hvernig þú kýst að svara gagnrýni sem borin er fram á þig og þína - en þessi aðferð er ekki til fyrirmyndar. Hún hlýtur að valda fleirum en mér vonbrigðum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 17:45

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Selja land, grafa bein."

Jóhannes Ragnarsson, 26.7.2009 kl. 19:27

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta tal um einelti og um þrýsting á VG þingmenn er augljóslega léleg tilraun Borgarahreyfingarinnar til að breiða yfir það að þrír flokksmenn í þessum nýja flokki greiddu ekki atkvæði eftir eigin sannfæringu í ESB atkvæðagreiðslunni.

Þetta siðbótarafl byrjar ekki nægilega vel. Ég vil taka fram að mér fannst ýmislegt í málflutningi þeiira fyrir kosningar vera bitastætt og ég hef orðið fyrir hroðalegum vonbrigðum með þau.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Er hægt að gera annað en hlæja að Smáborgarahreyfingunni? Aumingja litlu börnin á Þingi. Getur bloggfíflið, sérfæðingurinn í einelti og þráhyggju ekki komið upp áfallahjálp fyrir krakkana?

Þorri Almennings Forni Loftski, 28.7.2009 kl. 21:39

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það eru mikil vonbrigði hve frjálslega Þór umgengst sannleikann.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.7.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband