Ónákvæmni eða "hyldýpismisskilningur"

Nýjasta útspilið í Ice-save umræðunni er fullyrðing lögmannsins Ragnars Hall um að Íslendingar hafi undirgengist að greiða "lögmannskostnað" fyrir Breta upp á tvo milljarða króna sem íslenska ríkið muni ábyrgjast samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar (sjá t.d. hér). Vísaði lögmaðurinn í sérstakan "uppgjörssamning" sem hann kvaðst að vísu ekki geta "lýst því nákvæmlega" í hverju fælist, en þar inni væru kröfur sem hann "hefði aldrei órað fyrir því að hægt væri að setja fram".

Þessi málfutningur lögmannsins varð fyrr í dag tilefni umræðna í þingsal, sem við mátti búast (sjá hér).

Í máli formanns fjárlaganefndar kom fram að skjalið sem hér um ræðir nefnist "Settlement Agreement" og er dagsett 5. júní 2009. Það er fyrsta skjalið í möppunni stóru með Ice-save skjölunum á þingloftinu. 

Ég hafði upp á skjalinu og fann ákvæðið sem lögmaðurinn gerði að umtalsefni "án þess þó að geta lýst því nákvæmlega".  Ákvæðið er í lið 3.1 og hljóðar svo:

 FSCS [Financial Services Compensation Scheme Limited] may submit (on behalf of TIF [Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta] one Disbursement Request for £ 10.000.000 (ten million pounds) in respect of the costs incurred or to be incurred by FSCS in the handling and payment of compensation to depositors with the UK Branc and in dealing with related matters including, without limitation, recoveries and any disputes which may result.

Þetta ákvæði skil ég sem svo að Íslendingar fallist á að standa straum af tilfallandi kostnaði við umsýslu og afgreiðslu á endurgreiðslum til innistæðueigenda Ice-save reikninganna.

Í fljótu bragði virðist þetta því vera ofur eðlilegt ákvæði um að Íslendingar muni sjálfir standa straum af umstanginu við að endurgreiða viðskiptavinum Ice-save. 

Nú hefur fjármálaráðherra staðfest þennan skilning - væntanlega að höfðu samráði við færustu lögfræðinga. Búast má við að ýmsum létti við það. 

Um leið hlýtur ónákvæmni hæstaréttarlögmannsins að vekja umhugsun. Því miður er þetta ekki í fyrsta sinn sem Ragnar Hall gerist sekur um ónákvæmni sem skipt getur sköpum í málum sem hann hefur komið að (sbr. hér).


mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Íslendingar eiga semsagt að greiða fyrir "umstangið" af því að færa fjáreigendum sína greiðslur. Þessi fjármunir séu að upphæð 10 milljónir sterlingspunda. Lauslega eiga Íslendingar að greiða fyrir að fá að greiða drjúga 2 milljarða IKR?

Baldur Gautur Baldursson, 24.7.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er með ólíkindum hvað stjórnarandstöðunni hefur tekist að rugla í þessu Icesave máli. Það tekur hver spekingurinn við af öðrum og finnur ný nöfn á rangfærslurnar. Þer vita sem er að takist þeim ekki að koma stjórninni frá núna, eru margir í slæmum málum svo ekki sé meira sagt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.7.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Samkvæmt því sem þú bendir hér á Ólína hefur settur saksóknari í einu alvarlegasta sakamáli íslandssögunnar breytt mikilvægri dagsetningu -eða þá ekki látið hana sig neinu varða.

Hvort tveggja er jafn slæmt og vítavert.

Slíkri nákvæmni Ragnars H. Hall þarf að halda til haga þegar hann rýkur allt í einu til og fer að tjá sig um Icesave.

Væntanlega með sömu nákvæmni...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.7.2009 kl. 04:05

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert sem sagt búin að fara upp og lesa öll skjölin sem ekki má birta.... og ert ennþá þeirrar skoðunar að það eigi að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave?

Og svona á meðan ég man.. hvað finnst fyrrverandi skólastýru svona svakalega fyndið við einelti?

Heiða B. Heiðars, 25.7.2009 kl. 09:36

5 Smámynd: Einar Karl

Endilega hjólum í Ragnar H. Hall, gerum hann tortryggilegan, rifjum upp gömul mál sem koma þessu ekkert við. Hann hlýtur að vera í "hinu liðinu".

Um fram allt forðumst að ræða málefnanlega um það sem miklu meira máli skiptir, í máli hans, Eiríks Tómassonar og Harðar Felix Harðarsonar, um það hvort mikilvæg atriði í IceSave samkomulaginu séu ósanngjörn og óeðlileg.

Ólína, ég geri meiri kröfur til þín og annarra þingmanna. Ekki dragast með í argaþras um aukaatriði.

Einar Karl, 25.7.2009 kl. 09:54

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta var til umræðu í gær og athugasemd Fjármálaráðuneytisins kom fram að um væri að ræða kostnað upp á 3,35 milljarða, en ekki einungis tvo, sjá þetta blogg um þennan kostnað.  Þar sést, að 300 íslenskir sérfræðingar á forsætisráðherralaunum hefðu getað unnið að þessu uppgjöri í heilt ár, sem í flestum tilfellum er ekki flókið, þar sem um rafræna bakareikninga er að ræða, sem ekki er flókið að gea upp.

Einnig ítrekast ósk frá því í gær um ítarleg svör við þeim fyrirspurningum sem beint var til þín, Ólína.  Það verðu að gera ráð fyrir því að þingmenn svari tiltölulega einföldum spurningum.

Axel Jóhann Axelsson, 25.7.2009 kl. 12:57

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er eins og maðurinn sagði, "umræðan" um þessa blessuðu samninga er bara orðin súrrealísk vitleysa.

Núna allt í einu er þetta aðalmálið.  Nauðaómerkilegt og ósköp eðlilegt atriði. 

Það væri hægt að halda áfarm útí hið óendanlega á þennan hátt.

Staðreyndin er að samningurinn er einfaldlega ósköp hefðbundinn og alveg eins og mátti búast við ef litið er á eðli máls og um hvað hann snýst.

Auðvitað má alltaf deila um einstök atriði í slíkum samningum.  Auðvitað.  En að gera það á þennan hátt eins og undanfrið hefur verið gert er tómt rugl og lýðskrum a 1° 

Ætla menn ekki að taka lánasamninga íslands og N-landana svona fyrir næst ? Hlýtur að vera einhver "þjóðernisleg niðrulæging" þar.  Háir vextir ?  Eitthvað hlýtur að finnast.

Ef sjallar og frammarar væru í stjórn væri fyrir löngu búið að keyra málið í gegnum þingið.  Fyrir löngu.  Og samningurinn væri jafnvel á mu óhagstæðari kjörum og ekkert hefði verið gert opinbert varðandi dæmið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.7.2009 kl. 13:52

8 Smámynd: Landfari

Einföld spurning til þín Ólína.

Varstu búin að lesa samninginn yfir þegar þú gafst út yfirlýsingu um að þú myndir samþykkja hann?

Svar óskast.

Landfari, 25.7.2009 kl. 14:27

9 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Þesar hártoganir þínar Ólína verða nú ekki nema þér til minkunnar því miður. Þú ættir kannski að spyrja sjálfa þig samviskuspurninga um ríkisábyrgð á Ice-save.

Gylfi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 16:12

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

MILF, grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr namminamm voffvoff

Sigurður Sigurðsson, 25.7.2009 kl. 16:30

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er ekkert að því að beina spurningum til mín sem blogghöfundar hér - en þið verðið að átta ykkur á því að ég sit ekki linnulaust við tölvuna og svara því ekki samstundis. Ég tel mér heldur ekki skylt að svara aftur og aftur sömu spurningunum, því eins og aðrir kýs ég að velja mín eigin orð sjálf - og læt ekki þráspyrja mig um hluti, jafnvel þó að mönnum líki ekki það hvernig ég svara þeim.

Það er undarlegt að sjá hér menn tala um "hártoganir" í bloggfærslunni hér fyrir ofan, þegar þar er einmitt verið að birta frumtextann sem til umræðu er.  Ef það eru nú orðnar hártoganir þá skil ég ekki það orð. Hvað eigum við þá að segja um túlkanir Ragnars Hall o.fl. á þessum texta? Kalla það sanntúlkun? Að sjálfsögðu ekki, því útlegging þeirra á þessum texta sem ég birti hér ofar er auðvitað ekkert annað en hártoganir af verstu gerð - það hljóta sannsýnir menn að sjá ef þeir skoða sjálfan textann.

Samkvæmt mínum skilningi getur sjálfur frumtextinn sem um er rætt aldrei verið aukaatriði í málinu  - hann er einmitt aðalatriðið.

Ég er spurð hvort ég hafi verið búin að lesa samninginn þegar ég kvaðst myndi styðja hann. Því er til að svara að ég hafði fengið góða kynningu á Ice-save samkomulaginu þegar ég sagði að ég myndi styðja það. Ég hef síðan lesið samninginn vel og er enn sömu skoðunar. Vil þó að ákveðin ákvæði hans verði athuguð betur - þar sem um þau hefur risið mikill ágreiningur með fullhyrðingum um að þau stefni samningsstöðu okkar, greiðslustöðu og réttarstöðu í voða.

Þegar slíkar ásakanir eru uppi er sjálfsagt og eðlilegt að skoða málið ofan í kjölinn og leita til bestu sérfræðinga um álit - sem er einmitt verið að gera núna. Enn hefur ekkert komið fram sem breytir skoðun minni - enda virðast öll ákvæði samningsins standast nánari skoðun. En það er sjálfsagt að fara í engu óðslega og grannskoða þetta, enda mikið í húfi.

Loks smá athugasemd til Heiðu, sem titlar mig "skólastýru" - það starfsheiti er mér vitanlega hvergi til, en ég hef vissulega gegnt embætti skólameistara við framhaldsskóla. Hún er með undarlega athugasemd um það hvað mér finnist "svakalega fyndið" við einelti. Því er fljótsvarað: Það er nákvæmlega ekkert fyndið við einelti. Einelti er grafalvarlegt mál, og þess vegna getur fólk ekki notað orðið "einelti" yfir hvað sem er. Síst af öllu er við hæfi að nota það um hagsmunaárekstra eða pólitískan ágreining.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.7.2009 kl. 17:53

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Heiða - smá viðbót. Mér hefur verið bent á frétt á visi.is um bloggfærslu Þórs Saari, sem skýrir spurningu þína.

Lágt þykir mér hann leggjast þingmaðurinn að fara með þessi ósannindi - sjálfsagt er hann að ná sér niðri á mér fyrir að gagnrýna Borgarahreyfinguna. En hér getur þú séð með eigin augum það sem þarna fór fram.

Ég var hvorki með framíköll né heldur var mér hlátur í hug.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.7.2009 kl. 18:21

13 Smámynd: Landfari

Takk fyrir greinargott svar Ólína en, ef ég má halda aðeins áfram langar mig að vita hvort þér finnst það boðlegt, eins og til stóð í upphafi, að framkvæmdavaldið ætli alþingi að samþykkja eitthvað með því að matreiða ofan í það (valdar) upplýsingar en meina því að sjá með eigin augum nákvæmlega hvað það er sem samþykkja á.

Þar sem  þú segst vera samþykk þessu þá langar mig til að vita hvernig þú réttlætir/rökstyður að aðili sem sem samþykkir eftirá að ábyrgjst greiðslu forgangskröfu í þrotabúi njóti ekki forgangs í eignir búsins þegar þeim er skipt?

Landfari, 26.7.2009 kl. 13:30

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Landfari - hvaðan hefur þú það að til hafi staðið að "framkæmdavaldið ætli alþingi að samþykkja eitthvað með því að matreiða ofan í það (valdar) upplýsingar en meina því að sjá með eigin augum nákvæmlega hvað það er  sem samþykkja á" ???

Þetta er ekki mín upplifun af atburðarásinni - enda hefur málið ekki enn verið afgreitt - það er til skoðunar og vinnslu í fjárlaganefnd. Ég veit ekki betur en menn séu þar að vanda sig mjög við málið allt.

Ég veit ekki betur en að öll gögn sem óskað hefur verið eftir hafi verið fúslega veitt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.7.2009 kl. 19:01

15 Smámynd: Landfari

Ég hef það nú bara úr fréttum fjölmiðlanna hér og þú veist það vel Ólína að það er ekki að ósk ríkisstjórnarinnar að málið er enn óafgreitt.

Það hefur margoft komið fram í fréttum og ekki verið borið til baka, að í upphafi stóð ekki til að samningnum í heild sinni yrði dreift til alþingismanna heldur yrðu þeir upplýstir um helstu atriði hans. Það var horfið frá því fljótlega í ferlinum vegna háværra mótmæla.

Það þarf nú ekki skarpgreindann mann til að sjá að ríkistjórnin hefur nú ekki lagt sig fram um að leggja öll gögnin á borðið. Þau hafa sum hver ekki komið fram fyrr en fölmiðlar hafa komist a snoðir um tilvist þeirra.

En ég sé að þú getur hvorki röksutt né réttlætt að ríkissjóður, sem  eftirá ábygðaraðili tryggingasjóðsin, skuli ekki njóta forgangs í greiðslur úr þrotabúi Landsbanans. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart, það sem ég skil ekki er að þú skulir samt ætla að samþykkja.

Hvernig ætlar þú að verja það að íslenskum skattgreiðendum sé gert að greiða miljarða vegna þeirrar geðþótta ákvörðunar breska fjármálaeftirlitsins að greiða trygginguna út um áramótin en ekki á gjalddaga sem var í síðustu viku.

Þú getu það kanski ekki heldur en ætlar samt að samþykkja samninginn?

Sérðu það í alvöru ekki að það er verið að skuldsetja okkur  langt umfram kröfur evrópusambandsins til tryggingsjóðsins, jafnvel þó hann væri með ríkisábyrgð?

Landfari, 27.7.2009 kl. 23:05

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Landfari - ég hef sagt frá upphafi að komi fram einhverjar þær upplýsingar sem sannfæra mig um að það sé ekki réttlætanlegt að samþykkja þennan samning, þá mun ég ekki gera það.

Á þessari stundu er verið að afla allra bestu upplýsinga og sérfræðiálita um þau vafamál sem upphafa komið. Ég mun kynna mér það efni svo vel sem mér er unnt. Ég býst við að upplýsingarnar muni staðfesta enn frekar ásetning minn um að samþykkja - en ef þær gera það ekki þá er ég óhrædd við að skipta um skoðun. Málið er einfaldlega í vinnslu - og ég nenni ekki að skattyrðast hér við fólk um það hverjir geti þakkað sér það sem verið er að gera.

Svo mikið veit ég að formaður fjármálanefndar sem stýrir meðferð þessa máls er Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar, og hann hefur lagt sig fram um að afla allra nauðsynlegra upplýsinga og álita í málinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.7.2009 kl. 11:43

17 Smámynd: Landfari

Á þessari stundu eru komnar fram þær upplýsingar að samningurinn er að skuldsetja okkur langt umfram það sem reglur Evrópusambandsins gerðu ráð fyrir, jafnvel þó við föllumst á að láta ríkið ábygjast tryggingasjóðinn.

Af orðum þínum er ekki hægt að ráða annað en  þér finnist það réttlætanlegt.

Hvernig má það vera? Það sem ég hef séð til þin hingað til hefur flest verið málefnalegt og rökstutt. 

Landfari, 29.7.2009 kl. 10:44

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Landfari - við skulum bara bíða róleg þar til  málið kemur úr nefndinni, þar sem allar upplýsingar hafa verið yfirfarnar og ræddar af kostgæfni m.a. við færustu sérfræðinga.

Hingað til hafa svo margar rangfærslur komið fram í þessu Ice-save máli að það væri að æra óstöðugan að telja það allt til. Megnið af þeim stríðsfyrirsögnum sem settar hafa verið fram í fjölmiðlum hafa fallið skömmu síðar eins og skotnir fuglar.

Leyfum málinu að hafa sinn gang, og nefndinni að vinna sitt verk.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.7.2009 kl. 17:54

19 Smámynd: Landfari

Þú ert nú að þjálfast svolítið sem pólitíkus. Búin að svara mér hér í þrígang án þess að segja nokkurn skpaðan hlut um það sem spurt er um. Þetta er ákveðin list.

 En til að hlada okkur við saðreyndir viltu þá nefna mér 5 af þessum óteljandi skotnu fuglum. Pólitíkst skammtímaminni mitt háir mér svo mikið að ég man bara eftir rökstuddum andmælum við lögfræðikostnaðinn.

Landfari, 29.7.2009 kl. 22:40

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hér koma nokkrir skotnir fuglar :

1.  "Allt of háir" vextir (þetta eru hagstæðustu vextir sem við hefðum getað fengið)

2. Of skammur lánstími (þetta er mun lengri lánstími en fyrstu samningsdrög gerðu ráð fyrir og helmingi lengri greiðslufrestur)

3. Ákveðnar kröfur hafi forgang (jafnræði krafna er grundvallaratriði sem ekki verður vikið frá)

4. Þjóðin fer á hausinn ef við samþykkjum samninginn (margt bendir til þess að þjóðin fari á hausinn ef við samþykkjum ekki)

5. Við hefðum getað fengið hagstæðari samning (af og frá, þetta eru mun hagstæðari kjör en okkur býðst hjá nágrannaþjóðum)

6. Við þurfum ekki að borga ... (af og frá, þetta voru reikningar í íslenskum banka á ábyrgð Íslendinga, við getum ekki greitt aðeins fyrir Íslendinga og látið innistæðueigendur annarra þjóða lönd og leið)

7. Íslendingum er ætlað að greiða 2 milljarða í lögfræðikostnað fyrir Breta (um er að ræða kostnað við umsýslu og umstang vegna endurgreiðslu til innistæðueigenda)

8. Ísland afsalar sér fullveldi sínu (um var að ræða formlegt (og hefðbundið) ákvæði um friðhelgisafsal svo hægt sé að útkljá deilumál vegna samningsins fyrir dómstólum.

Fleira mætti tína til - læt þetta nægja að sinni.

Svo ætla ég ekki að karpa meira við þig Landfari - nú er mál að linni þar til mál skýrast betur.

 Hafðu það gott um verslunarmannahelgina.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.7.2009 kl. 15:53

21 Smámynd: Landfari

1: Eftir því sem Pétur Blöndal segir er hér um að ræða nokkurskonar afurðalánavexti sem voru síðasta haust 6,7% en eru nú 5,5%. Vaxtaviðmiðunin er samkvæmt því hin sama en vextir hafa lækkað á tímabilinu. Miðað við tilurð lánsins eru þetta háir vextir jafnvel þó það kunni að vera að ekki væri kostur á öðru betra.

Þessi fugl er enn á flugi þó ekki sé hann áberandi.

2: Stríðsfyrirsögini á þessari fullyrðinguhefur nú bara algerlega farið framhjá mér. Hitt er annað að það er óheppilegt að afborganirnar af þessu láni fara saman með kúluláninu hans Ragnaldar Arnalds eftir því sem mér skilst.

3: Þegar einhver aðili tekur að sér að greiða út forgangskröfur á hann alltaf forgang þegar kemur að því að greiða úr búinu. Jafnræði almennra krafna er annað mál. 

Þessi fugl flýgur hátt og er friðaður samkvæmt lögum. 

4: Þetta er stór málið. Það kann að vera að við náum að greiða þetta ef allt fer á besta veg. Hinsvegar, og það er stóra gagnrýnin, eru engnir haldbærir varnaglar í samningnum ef eitthvað ber útaf. Spár Seðlabankans eru svo bjartsýnar að jaðrar við óraunsaæi. Við eigum að taka alla áhættu af því sem fæst út úr Landsbankanum. Ef efnahagsbatanum seinkar, verð á fiski eða áli lækkar, eldgos, jarðskjálfti, landsflótti. Þá er þetta bara búið. Ekkert borð fyrir báru og enginn möguleiki á riftun eða uppsögn. Hvað gerist ef þessi samningur verður felldur? Annað hvort verður samið uppá nýtt eða málið fer fyrir dóm. Hvort tveggja miklu hagstæðara fyrir okkur.

Svo voru menn að tala um að útrásarvíkingarnir væru áhættusæknir. Hvað með þá sem samþykkja þennan samnig?????

Þessum fugli verður að halda á lofti því hann er við Ísledingar.

5: Til að gera hagstæðan samning þarf góða smaningamenn. Þeir þurfa að vera vel skipulagðir og með markvissar kröfur. Það hefur hvergi fengist uppgefið hvað samningarnefndin lagði fram sem ýtrurstu kröfur Íslandinga. Það hefur heyrst að samningarnir hafi verið einn fundur. Einn samningafundur í einu stærsta máli íslensku þjóðarinnar. Ef svo er er það alger hneisa. Af niðurstöðunni er ekki að já annað en okkar menn hafi bara skrifað undir ýtrurstu kröfu mótaðilanna. Ég vil fá að sjá hvað þeir gáfu eftir og hvað við gáfum eftir frá okkar ýtrustu kröfum.

Þessi fulg flýgur meðan samningurinn er ekki samþykktur. Það hefur hann ekki verið og þess vegna er ekki rétt hjá þér að segja að þessi fugl hafi verið skotinn niður.

6: Strangt til tekið er það rétt að við þurfum ekki að borga. Þetta voru reikningar í erledu útibúi íslensks banka tryggðir af innlánstryggingasjóði. Ekki íslenska ríkinu. Ef ríkið á að ábyrgjast allar innistæður til hvers er þá tryggingasjóðurinn. Hvaða tilgangi þjónar hann? Samkvæmt evrópulögunum er ekki ríkisábyrgð á tryggingasjóðum sem þessum. Bankarnir störfuðu eftir lögum sem samin voru af Evrópusambandinu og okkur var gert að taka upp. Nú er komið í ljós að þau voru meingölluð en það er siðferðilega rangt að ætla 300 þús. manns að bera ábyrgð á bankakerfi Evrópu.

 Það að íslenska ríkið ákvður að verja skattpeningum íslenskra þegna í að greiða innistæður íslendinga hér að fullu kemur Bretum eða öðrum ekki við. Þeir peningar voru ekki teknir úr þrotabúinu heldur af skattgreiðendum. Það er gert með hagsmuni ríksins í huga því annars hefði traust almennings á bankakerfinu endanlega hrunið og bankar geta ekki starfað án innistæðueigenda og ríki getur ekki starfað án banka. Sama gerðu Bretarnir. Þeir greiddu aðeins Breskum þegnum innistæður að fullu af sömu ástæðu. 

Þetta er fugl sem nota á í samnigaviðræðunum. Ekki eins og ríkisstjórnin að skjóta hann niður áður en gengið er til viðræðna.

7: Þetta er fugl sem ég hef ekki þekkingu á enda ekki fuglafræðingur, og treysti mér ekki til að segja neitt um og tók það fram í spurningunni. Þess vegna finnst mér skondið að sjá þig tiltaka einmitt hann í öllu þessu fuglageri sem þú hefur úr að moða að eigin sögn.

8: Það er einmitt til þess tekið að það er sérstalkega tekið fram kröfuhafar eigi tilkall til fleiri eigna íslenska ríkisins en almennt er í svona samningum. Auk þess er stórundarlegt ákvæði að verði greislufall á einhverjum öðrum skuldum sé krafan aðfarhæf.  Það er mat flestra lögfrðinga eftir því sem mér skilst að þetta ákvæði sé sjaldséð ef ekki óþekkt í milliríkjasmaningum.

Það eru nú bara alls ekki allir sammála um að þetta sé hefbundið ákvæði í millríkjasamningum nema síður sé.

Hver hefur skotið þennan fugl niður, hvar og hvenær?

Þú berð gríðarlega mikla ábyrgð Ólína sem alþingismaður og verður að hafa betri rök fyrir að skjóta niður fugla en þau að þeir séu fyrir þér á leiðinni í Evrópusambandið. Þau rök sem þú hefur tínt til hér að ofan rista ekki djúpt.

Landfari, 31.7.2009 kl. 12:02

22 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þú berð líka ábyrgð Landfari með þeim málatilbúnaði sem þú setur hér upp. Sá málatilbúnaður hefur nú þvælt Icesave málið og drepið því á dreif vikum saman - á meðan gengur hvorki né rekur í viðskiptum okkar við önnur lönd.

sjá: http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/923296/

Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.7.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband