Afnám bindisskyldunnar, herbergjaskipan o.fl.

Umtalsverð umræða hefur að undanförnu orðið um klæðaburð þingmanna og herbergjaskipan í þinghúsinu. Um leið hefur borið á hneykslun meðal almennings yfir því að þetta skuli yfirleitt vera umræðuefni - löggjafarsamkundan ætti að hafa annað og þarfara að sýsla en pexa um þessa hluti.

Ég er sammála því, enda hefur þetta mál ekki verið til umræðu í þingsölum, svo það sé alveg skýrt. Bæði þessi mál hafa komið upp sem hvert annað úrlausnarefni fyrir skrifstofu og forsætisnefnd þingsins, og þau væru hreint ekki í umræðunni nema vegna þess hve fjölmiðlar og bloggarar sýna þeim mikinn áhuga. Sem er umhugsunarefni.

Herbergjaskipan í þinghúsinu er praktíst mál sem á ekkert erindi í fjölmiðla. Ákvörðun um klæðaburð þingmanna skiptir engu máli, nema hvað það er auðvitað sjálfsögð krafa að þeir sýni þessu elsta þjóðþingi veraldar tilhlýðilega virðingu með því að vera snyrtilega klæddir. 

Þar með hef ég lagt mitt lóð á vogarskál þessarar fánýtu umræðu ... og get þá snúið mér að öðrum og merkari viðfangsefnum. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnað þingmanna met ég mest og er sammála því að menn eiga að vera snyrtilega klæddir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl

Lítil mál og stór! Það verður líka að huga að "litlu" málunum því þau má ekki endalaust vanrækja.  Lítil mál geta haft siðferðilegt gildi og eru því alls ekki óþörf þó lítil séu.  Í því liggur munurinn sem skiptir máli.  Þau eru líka ágætis prófsteinn. Getum við búist við að ríkisstjórn sem er ekki fær um að afgreiða vel litlu málin, geti staðið sig betur í stóru málunum?  Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um það, en framistaðan gefur vísbendingar. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 27.5.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæl Ólína, 

Vona heitt og innilega að þú látir verða af því að eyða orku í að pára um svona ofur-lítilvæg-skiptir-ekki-neinu-máli mál, nú þegar þú ert orðin þingkona stærsta flokks á þingi.

Viljum ekki endilega grafa upp pollagallana aftur....... eða hvað?

PS Lausn á vanda græna herbergisins er einfaldlega: mála herbergið rautt!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband