Eins og steiktur tómatur

 Ég er sólbrennd eins og steiktur tómatur eftir daginn. Það er ekki sjón að sjá mig.

En þessi fyrsti dagur björgunarhunda-námskeiðsins gekk vel. Skutull stóð undir nafni. Hann þeyttist um móana á ógnarhraða, svo mér komu í hug orð Gríms Thomsen í Skúlaskeiði:

Rann hann yfir urðir eins og örin
eða skjótur hvirfilbylur þjóti ...

Hann var léttur á sér og leysti sín verkefni vel; gelti eins og herforingi úti hjá þeim týnda (fígúrantinum) og þurfti ekki hvatningu til.  Ég er ekki enn farin að taka hann til mín í vísun - en mig grunar að þess verði ekki langt að bíða.

En ... á morgun ætla ég að muna eftir sólarvörninni - þó hann rigni.

skutull08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Þú "lofaðir" að taka þér frí frá bloggi á meðan þú færir í hundana.

Ertu alltaf svona "staðföst". 

Páll A. Þorgeirsson, 23.5.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Steiktir tómatar er oftast of heitir EN sólþurrkaðir tómatar eru lostæti.

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 23.5.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er svo gaman að kenna hundinum sínum eitthvað nýtt.  Þeir eru svo þakklátir nemendur -og finnst svo gaman að fást við ný verkefni.   Að ekki sé nú talað um þegar hið nýja gæti hugsanlega stuðlað að lífsbjörg.

Líkt og með mannsheilann, þá held ég að stór hluti hundsheilans sé vannýttur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.5.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Páll - ég lofaði að taka mér frí frá pólitíkinni, en ekki áhugamálunum

Alltaf jafn staðföst.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 25.5.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband