Heimsendaspár og hræðsuáróður LÍÚ

fiskveiðar Það er auðséð á þeim ályktunum og yfirlýsingum sem nú dynja á fjölmiðlum um yfirvofandi hrun sjávarútvegsins, gjaldþrot útgerðanna og ... þið vitið, allan pakkann ... að LÍÚ ætlar ekki að vinna með stjórnvöldum að því að leiðrétta hið óréttláta kvótakerfi sem hefur kallað  hrun yfir svo margar sjávarbyggðir á undanförnum 20 árum. 

Nei - njet. Þeir ætla í stríð og eru komnir í skotgrafirnar.

Hræðsluáróður og heimsendaspár - það eru einu orðin sem ég á yfir máflutning þessara manna. Sá málflutningur er grímulaus sérhagsmunagæsla sem á fátt skylt við rökræðu.

Þeir tala eins og það standi til að "umbylta" kerfinu - þegar staðreyndin er sú að menn eru að tala um að endurheimta auðlind þjóðarinnar úr höndum einstaklinga á tuttugu árum. Ná aftur því sem frá byggðunum var tekið á nánast jafnmörgum árum og aldur kerfisins segir til um. Auk þess er það yfirlýstur ásetningur stjórnvalda að hafa samráð við útgerðina um útfærsluna - já kalla þá að borðinu og gefa þeim kost á að vera með í ráðum.

Samt halda menn áfram í skotgrafahernaðinum - eins fjarri rökræðunni og hugsast getur.

Og þetta skal á sig lagt í vörn fyrir kerfi sem hefur með tímanum þróast í yfirveðsett og ofurskuldsett leiguliðakerfi. Kerfi  þar sem nýliðun getur ekki átt sér stað nema nýliðarnir gerist leiguliðar hjá handhöfum aflaheimildanna. Kerfi þar sem sjálfir handhafarnir sitja að fiskveiðiheimildum sem voru gefnar útgerðunum í upphafi - sitja einráðir að sjálfri auðlindinni. Kerfi sem samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar SÞ brýtur mannréttindi og hindrar eðlilega nýliðun. Kerfi sem hefur innbyggða samskonar meinsemd skuldasöfnunar og yfirveðsetningar og þá sem olli efnahagshruninu í haust.

Innköllun aflaheimilda á áföngum á 20 árum í samráði við þá sem eiga hagsmuna að gæta er ekki umbylting og mun ekki leiða hrun yfir sjávarútveginn. Þvert á móti er hún sanngjörn og hófsöm leiðrétting á þessu óréttláta kerfi.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lygar og blekkingar einkenna hræðsluáróður kvótabraskara sem komast upp með að tröllríða stæðstu fjölmiðlum landsins. Ólína Íslenska ríkið er eini réttmæti eigandi aflaheimildana. Fullnæjum réttlætinu og tökum kvóta af bröskurum tafarlaust. Innköllun á 20 árum er óásættanleg bull, landsmenn hafa ekki þolinmæði, reiðin kraumar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Um að gera að rústa atvinnulífinu , það virðist vera eina sem Samspillingin og VG.eru sammála um.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.5.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég heiti á ykkur að standa í lappirnar. Ég treysti því að Jóhanna Sigurðardóttir muni ekki gugna þó henni verði boðið að halda ræðu á LÍÚ þingi. Síðast en ekki síst treyst ég á þig.

Það var veiddur fiskur fyrir tíma kvótakerfisins og  það verður veiddur fiskur við Íslandsstrendur eftir að kerfinu verður aflétt.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dóra lita, landnám Íslands er 1100 ára og allan þann tíma hefur fólk búið í Grímsey. Fólkið hefur ekki búið þarna svo lengi við góðan kost vegna þess að það hafði kvóta ó-nei, það bjó þarna vegna þess að við eyna eru staðbundnir fiskistofnar. Nýlega seldi maður að nafni Ólafur veiðiheimildir frá eynni fyrir þrjá milljarða og keypti hlutabréf í Glitni sem nú eru verðlaus. Fiskurinn í hafinu lætur sér þó fátt um finnast um þessi fánýtu pappírsviðskipti og syndir þarna enn eins og hann hefur gert um árþúsundir.  Það er mergurinn málsins.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2009 kl. 20:37

5 Smámynd: Sævar Helgason

Til að veiða fisk þarf skip,veiðarfæri og sjómenn. Allt er þetta fyrir hendi á Íslandi. Breyting á kvótakerfinu leiðir ekki af sér að fiskur verði ekki veiddur við Íslandsstrendur með hagkvæmum hætti.  Eins og staðan er núna hjá sjávarúvegsfyritækjum- eru skuldir þeirra 3x brúttoaflaverðmæti/ári. Skipin komin yfir meðalaldur. Þetta er nú árangurinn að loknu 23 ára einokunarkvótakerfi- kerfi sem hefur einkennst af braski með aflaheimildinar. Verulegur hluti aflaheimilda er leigður út af handhöfum- á okurprís. Leiguliðar þeirra eru í raun lénsþrælar. Bankarnir sem nú eru í eigu ríkisins eru með öll veðin, í samfloti við erlenda banka. Sá sem á skuldirnar- á veiðiheimildinar.  Auðvitað verður að breyta kerfinu á skynsaman hátt - þannig að þær útgerðir sem mergur er í blómstri og dafni. Hér er á ferrðinni stórfellt byggða og mannréttindamál.  Nú er að hefjast handa....  LíÚ er stórfelldasta sérhagsmunagæslukerfi á Íslandi- það þarf að leysa það upp

Sævar Helgason, 8.5.2009 kl. 20:45

6 identicon

Hér er gaman! Bara smá ábendingar: Ragnar: Það bætir ekki málstað þinn að uppnefna anstæðinginn.

Grímsey er nú hluti Akureyrar og fær að sjálfsögðu hluta byggðakvótans, líkt og Hrísey. Uppfæra landafræðina.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:11

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ekki bara LÍÚ Ólína sem, sér í gegnum þennan mélflutning ykkar um fyrningarleiðina.Ég bendi þér til að mynda á vef Landssambands smábátaeigenda, www.smabatar.is.ég sá þig á Inn í gær.Þú svaraðir ekki Inga Hrafni efnislega þegar hann spurði þig hvað þið ætluðuð að gera þegar þið væruð búin að færa kvótann til Ríkisins.Þú talaðir eitthvað um það að það væri hægt að láta þá. borga leigu ef ég skildi þig rétt, eða heyrði, hverjir sem nú þessir þeir eru.Ef kvótinn fer til ríkisins eins og þú vilt að hann fari, þá verður að fara með hann eins og hverjar aðrar eigur ríkisins, þar af leiðandi verða allar aflaheimildir að fara á uppboð ef ríkið ætlar að fénýta þær.Þá verða útgerðir í þínu kjördæmi að fara að bjóða í kvóta ríkisins sem er staðsett í R.Vík.Sumar útgerðir munu kanski fá einhvern kvóta, aðrar engan og skipum verður lagt.Hlutakjarasamningum sjómanna verður sagt upp og sjómenn verða á lágu tímakaupi um borð.Sveitarfélög munu fara á hausinn vegna minni tekna.Skipum mun fjölga upp úr öllu valdi en megnið af þeim mun luggja við bryggju stærstan hluta ársins þar til þau verða seld í brotajaárn.Byggð á Vestfjörðum mun leggast af vegna þess að útgerðir í byggðunum hér í kringum flugvöllinn munu gleypa allan kvótann.ég ætla rétt að vona Vestfirðinga vegna að þú sjáir að þér.

Sigurgeir Jónsson, 8.5.2009 kl. 21:43

8 identicon

Dóra litla þú ert illa upplýst og full af ranghugmyndum um þessi mál. Ert þú nýbyrjuð að nota internetið? nennir ekki að leita óháðra upplýsinga um þessi mál? eða bara afkomandi kvótabraskara?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:03

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sigurgeir - hlífðu okkur við þessum heimsendaspám, í öllum bænum.

Það hefur alla tíð verið talað um að þær heimildir sem innkallaðar verða fari í´auðlindasjóð þaðan sem þeim verði úthlutað aftur. Ég býst við að það verði gegn sanngjörnu gjaldi. Hinsvegar er verðákvörðunin eitthvað sem þarf að ígrunda vel - þ.e hvort allur fiskur fari á markað eða hluti hans. Sömuleiðis eru uppi hugmyndir um að útgerðirnar hafi sjálfar forleigurétt á þeim heimildum sem innkallaðar verða - og þá þarf að finna sanngjarna leið til að ákvarða leiguverðið.

Ég get ekki sagt á þessari stundu hver niðurstaðan verður - það mun verða upplýst þegar stjórnarsáttmálinn verður kynntur á sunnudag. Síðast en ekki síst munu útgerðarmenn fá sjálfir að koma með sín hagsmunarök - þannig að það er óþarfi að láta eins og heimurinn sé að farast.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.5.2009 kl. 22:20

10 identicon

Sigurgeir Jónsson notar hræðsluáróður LÍU sem gengur út á blekkingar, lagaflækju-orðhengilshátt, útúrsnúninga, rangfærslur, og lygar. Vel upplýstur grunnskólanemandi sér í gegnum þessa baráttu Sigurgeirs fyrir óréttlæti. Nóg er af síðum á netinu til að lesa sig til um þessi mál. Á jonas.is eru margir pistlar sem fjalla um kvótabraskara, kjarni málsins kemur skírt fram í stuttu máli og ómögulegt að misskilja hann, nema þá viljandi.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Útgerðarmenn í Súgandafirði hafa keypt allan sinn kvóta. Þannig hafa þeir unnið eftir lögum frá Alþingi Íslendinga. Hér eru nú unnin 5000 tonn á ári af fiski hjá Íslandssögu. Þeir byrjuðu á að kaupa frystihús og 84 tonna kvóta 6. desember 1999. Síðan hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og skaffar nú á annað hundrað manns atvinnu. Þar með getum við sagt að þeir flokkist undir að vera nýliðar í greininni. Þetta mundir þú vita ef þú hefðir séð þér fært að mæta og tala við forsvarsmenn fyrirtækisins fyrir kosningar.

Getur þú sagt mér Ólína hvernig á að vera hægt að borga af þeim skuldum sem stofnað hefur verið til með kvótakaupum, og einnig að leigja aflaheimildirnar af ríkinu.

Þið eruð ráðast á ranga aðila, Þeir sem eru að gera út núna hafa ekki gert neitt til að koma óorði á kerfið. Það hafa aftur á móti þeir gert sem selt hafa frá sér aflaheimildir. Hvers vegna hamist þið ekki á þeim. Þeir menn sem eru að starfa í greininni í dag eru að starfa eftir þeim reglum sem í gildi eru, og eiga að fá frið frá misvitrum stjórnmálamönnum eins og þér og fleirum. Þið getið kallað okkur áróðursmeistara og annað slíkt, en þá segi ég á móti. Þetta sem þið leggið fram með þessari fyrningartillögu er lýðskrum og ekkert annað.

Það er greinilegt að þið í Samfylkingunni hafið ekki eytt tíma í að skoða þessi mál of mikið. Það sannast ef hlustað er á orð Helga Hjörvar í ræðustól á landsfundi ykkar í endaðan mars. Það hafa engar útfærslur verið lagðar fram, enda rúmuðust þær ekki á servéttunni sem ályktunin var upphaflega skrifuð á í snarhasti.

Það skín líka í gegn að þekking þín á atvinnumálum í þínu kjördæmi er nánast engin úr því að þú sem þingmaður okkar ræðst með þessum hætti á þá sem reyna að halda uppi atvinnu hér á svæðinu. Það er ekki glæsileg byrjun.

Ingólfur H Þorleifsson, 8.5.2009 kl. 23:23

12 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Eins og oft áður ferð þú mikinn Ingólfur - afbakar sannleikann og sakar fólk um heimsku, þekkingarskort og illar hvatir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur, og er í þínu tilviki meginástæða þess að enginn málsmetandi maður tekur þig alvarlega í opinberri umræðu. Þeim mun oftar er þér att á foraðið. Og þú lætur etja þér - rýkur jafnvel til ótilkvaddur af stað, ef sá gállinn er á þér.

Ég sé engan tilgang með því að skattyrðast við þig hér. Það er hvorki skemmtilegt né gáfulegt að standa í orðaskaki og útúrsnúningum. Auk þess tel ég mig hafa svarað því sem máli skiptir í athugasemd nr. 10 og færslunni sjálfri.

Þar kemur fram hið sama og í máli Helga Hjörvars sem þú tengir á, að einstökum útfærsluatriðum sé haldið opnum fyrir samráðið við hagsmunaaðilana án þess að hvikað sé frá prinsippinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.5.2009 kl. 23:44

13 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Í orðaforða mínum er til samlíking á málflutningi Líú og varðhundanna, sjá hér.

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 23:52

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

,,Þeir sem gera út núna hafa ekki gert neitt til að koma óorði á kerfið" segir Ingólfur H Þorleifsson. Í ljósi þessarar broslegu yfirlýsingar dreg ég þá ályktun að Ingólfur karlinn Golli sé bæði blindur og heyrnarlaus. En svo er líka til í dæminu að Golli sé aðeins holdi klædd sönnun þess að veruleiki sjálfstæðismanna er ekki af þessum heimi.

Jóhannes Ragnarsson, 8.5.2009 kl. 23:54

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólína mig langar að vekja athygli þína á mikilvægri sögulegri staðreynd sem hefur verið afflutt af LÍÚ og málpípum þeirra á fjölmiðlum og Alþingi. Talsmenn kvótakerfis (les. lénsskipulags) í sjávarútvegi tala oft ranglega um að yfir 90% aflaheimildina hafi "skipt um hendur".  Þetta er ekki bara rangt heldur fjarri lagi:

Hið rétta er að vegna umfangsmikilla skattabreytinga árið 1994 skiptu nær öll fyrirtæki í landinu um kennitölu, þ.m.t. flest útgerðafyrirtæki. Þetta vara árið sem allir stofnuðu ehf mér er það vel minnisstætt enda breytti ég fyrirtæki mínu úr ef í ehf þetta ár. 

Ástæðan fyrir þessu var sú að fyrir breytingu borguðu bæði samvinnufélög sf og einkafélög ef lægri skatta en hlutafélög hf. Breytingin fólst í því að þetta snérist við og skattar voru lækkaðir verulega á hlutafélögum auk þess sem auðveldara var að stofna einkahlutafélög ehf. Auðvitað varð ný kennitala nýr lögaðili en eigendurnir þ.m.t. makar og niðjar þeirra voru þeir sömu.

Sigurður Þórðarson, 9.5.2009 kl. 07:47

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvers vegna fóru útgerðir ekki "lóðbeint á hausinn" þegar kvótinn var skertur um 30% og þrásinnis um eitthvað minna?

Og nú langar mig til að einhver segi mér frá því að einhvern tímann hafi einhver gleymt að mótmæla harðlega þegar eitthvað hefur verið frá honum tekið.

En mér finnst að Sigurgeir eigi endilega að halda sig við það að nú sé ætlun ríkisstjórnarinnar að innkalla kvótann til að selja hann hæstbjóðanda! Af þessum rökum má hann aldrei gefa afslátt.

Árni Gunnarsson, 9.5.2009 kl. 08:57

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef ríkisstjórnin vill í alvöru komast út úr þeim ógöngum sem fiskveiðistjórnarkerfið er þá ætti hún að leita til Jóns Kristjánssonar sem er höfundur færeyska kerfisins sem hefur gefist mjög vel. Ráðamenn í Færeyjum hafa sagt að án liðsinnis Jóns hefðu þeir ekki komist út úr kreppunni jafn fljótt og vel og raun varð á.  Jón hefur líka verið ráðgjafi sjómanna og útgerðarmanna í Skotlandi og á Írlandi í samskiptum þeirra við ESB og flutt erindi á Evrópuþinginu á þeirra vegum. 

Sigurður Þórðarson, 9.5.2009 kl. 10:07

18 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég sé nú hvergi að ég tali um heimsku. Mannfólkið er misviturt, líka þingmenn. Ég þarf ekki að fá hvatningu frá nokkrum manni til að tjá mig og hef aldrei þurft. Ég starfa með fólki, en stjórna því ekki og það ekki mér, eins og sumir sem við þekkjum. Og hvað varðar það að engin málsmetandi maður taki mig alvarlega þá er rétt að þú vitir að það eru fleiri málsmetandi í þjóðfélaginu en Samfylkingarfólk. Satt best að segja sef ég vært þó að ég eigi ekki upp á pallborðið hjá þér og félögum þínum. Ég væri tæpast að stýra þeim tveimur félögum sem ég stýri í dag ef þú hefðir rétt fyrir þér.

Hvernig þú bregst við þessari athugasemd minni segir mikið meira um þig og þín vinnu brögð en nokkuð annað. Ekki það að ég hafi búist við málefnalegu svari frá þér Ólína.

Ingólfur H Þorleifsson, 9.5.2009 kl. 10:09

19 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

1. Ég held að það sé almennt ekki deilt um að það er óheppilegt að fólk og fyrirtæki sem hvergi koma nálægt útgerð eigi kvóta sem það síðan leigir útgerðunum dýrum dómum.  Það kerfi þarf að afnema, til dæmis með því að skip í eigu þeirrar kennitölu sem á kvótann þurfi að veiða hann líka.  Geri þau það ekki verði kvótaeigendurnir skyldugir að selja hann hæstbjóðanda á markaði innan 12 eða 18 mánaða.  Hægt er að hugsa sér að notast væri við hæsta veidda gildi á þriggja eða fjögurra ára tímabili þannig að ef einhver veiðir 60%, 80% og 90% af sínum kvóta á þremur árum þá þurfi hann að selja 10% (nánari útfærsla óskast).

Þetta myndi gera það að verkum að alltaf væri töluvert magn af kvóta til sölu á markaði sem aftur gerði nýliðum kleift að koma inn í greinina. Þar sem það væri söluskylda á honum á 12-18 mánuðum gætu menn ekki verðlagt hann í hæstu hæðum til að koma í veg fyrir að einhver gæti keypt.  Kvóti sem ekki væri seldur á 12-18 mánuðum væri afskrifaður til ríkisins sem setti hann á markað, seldi hann og skilað hluta (ekki öllu) af söluandvirðinu aftur til fyrrverandi eigenda.

2. Kvótakerfið var sett á í upphafi níunda áratugarins þegar fólk gerði sér grein fyrir því að ákvarða þyrfti heildaraflamark þar sem veiðigeta flotans væri orðin svo mikil að hann gæti veitt allan fiskinn í sjónum á nokkrum árum ef ekkert væri að gert.  Þar með myndaðist skortur og því þurfti að útdeila þessari takmörkuðu auðlind á einhvern hátt. 

Það var hægt að gera með því að stjórnmálamennirnir útdeildu kvótanum eða með því að láta þá sem gátu veitt hagkvæmar kaupa kvóta af þeim sem kusu frekar að selja en að vera í útgerð.

Það var allan tímann ljóst að það gætu ekki allir verið í útgerð áfram sem höfðu verið í útgerð til þess tíma.  Það þurfti því að "dæma lifendur og dauða" í þessari atvinnugrein.  Stjórnmálamenn voru búnir að halda "þeim dauðu" á lífi svo árum skipti á styrkjum frá ríkinu sem hurfu eins og dögg fyrir sólu um leið og þeim hafði verið úthlutað.  Það var allan tímann vitað að þetta yrði mjög sársaukafullt fyrir sum þeirra bæjarfélaga sem misstu kvóta. 

Ef það á að taka kvótann af þeim bæjarfélögum sem nú eiga kvóta og flytja hann til hinna (heildarmagnið eykst ekki, það er einungis flutt til) þá mun fólk einfaldlega missa vinnuna í byggðarlagi A og aðrir fá vinnu í byggðarlagi B.

3. Það er mjög mikilvægt að afnema leiguliðakerfið.  Hins vegar er ekki skynsamlegt að taka kvótann af þeim sem eru á fullu í útgerð og flytja hann til þeirra sem eru stjórnvöldum þóknanlegir.

Finnist fólki núverandi kerfi óréttlátt þá verður úr hinu eitthvað enn verra þegar stjórnmálamennirnir fara að velja hverjir lifa og hverjir deyja í greininni.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.5.2009 kl. 10:14

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Sigurður Viktor.

Þetta eru umhugsunarverðar ábendingar sem þú færir hér fram. Auðvitað má hugsa sér að skylda útgerðarmenn til þess að selja frá sér ónýttan kvóta frekar en að leigja hann. En þú mátt þó ekki gleyma því að þetta snýst um það að endurheimta þjóðarauðlind í hendur þjóðarinnar; að færa eignarhaldið og breyta því í afnotarétt gagnvart útgerðinni.

Varðandi byggðirnar, þá skulum við ekki heldur gleyma því að þær byggðir sem misstu lífsviðurværi sitt við setningu kvótakerfisins höfðu lifað af veiðum og fiskvinnslu um aldir. Þessar byggðir höfðu að mínu viti náttúrurétt - frumbyggjarétt - til að nýta fiskimiðin.

Málið má ekki snúast eingöngu um hag útgerðarinnar - það verður líka að snúast um þjóðarhag og byggð í landinu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.5.2009 kl. 10:36

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er einkennandi fyrir þessa umræðu að kvótasinnar gefa sér rangar forsendur  til að ramma og spinna rökræðuna. (áður hef ég skýrt söluna á 90% veiðiheimilda)

 Dæmi: "Kvótakerfið var sett á í upphafi níunda áratugarins þegar fólk gerði sér grein fyrir því að ákvarða þyrfti heildaraflamark"   Svar: Fyrir tíma kvótakerfisins starfaði ég bæði sem fiskimaður og starfsmaður Landhelgisgæslunnar og þekki vel til þeirra takmarkana sem voru fyrir tíma kvótakerfisins. (heildarmagn, möskvastærðir, netafjöldi, svæðalokanir og veiðafæragerð (pokar ofl) svo dæmi séu nefnd.  Þá var umgengni á hafinu betri og t.a.m. þekktist ekki brottkast. Fyrir okkur sem erum sjóbarðir er ekki bara sorglegt heldur beinlínis afkáralegt að lesa um jakkafataklædda frjálshyggjumenn sem maður veltir fyrir sér hvort þekki muninn á þorsk óg ýsu sbr. Hannes Gissurarson sem ferðast um víða veröld til að  kynna "besta fiskveiðistjórnarkerfi veraldar" sem leitt hefur af sér veika fiskistofna og yfirveðsetningu greinarinnar á meðan tugmilljarða verðmætum er fleygt í hafið á hverju ári, þar sem hvatarnir eru innbyggðir í kerfið. 

Sigurður Þórðarson, 9.5.2009 kl. 11:19

22 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Rétt, Sigurður.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.5.2009 kl. 11:36

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er einkennandi fyrir suma menn að ef þeir hafa eihverntíma stigið um borð í skip þá eru þeir stöðugt að grobba sig af því að þeir hafi migið í saltan sjó og dýft hendinni í kalt vatn og telja sig eitthvað menn að meiri.Ég byrjaði fyrst að vinna á sjó á netabát 15 ára og er 64 ára í dag og hef mestan part stundað sjó síðan á flestum tegundum skipa nema hvalveiðiskipum og varðskipum.ég tel mig ekki mann að meiri né það sé nein ástæða til að vera að grobba sig af því.Heildsalinn Sigurður Þórðarson vinnur ekki við sjávarútveg hann er heildsali á mölinni R.Vík.Ég er ekki að segja að þess vegna ætti hann að þegja,það eiga allir að hafa rétt til að tjá sig, en ég er ekki sammála honum né né Ólínu Þorvarðardóttur að það sé betra fyrir fólkið í landinu og landsbyggðinni að færa aflaheimildirnar til Ríkisins.Það mun bitna á fólki sem vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og landsbygðinni allri.Það kæmi mér ekki á óvart að lánshæfimat íslenska Ríkisins lækkaði strax þegar fyrirhuguð áform um að þjóðnýta íslenskan sjávarútveg berast til lánadrottna  Íslands erlendis.

Sigurgeir Jónsson, 9.5.2009 kl. 12:36

24 identicon

Kvótavarðhundarnir opinbera hér sitt skítlega eðli og er það af hinu góða. Almenningur er að gera sér grein fyrir staðreyndum og stærð málsins. Kvótagjöfin er á efa stæðsti glæpur Íslandssögunnar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:36

25 identicon

Kvótagjöfin er án efa stæðsti glæpur Íslandssögunnar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:38

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég ætla líka bæta því við að ef Sigurður Þórðarson hefur aldrei verið með í því að henda fiski fyrir daga kvótakerfisins þá er hann hreinlega að segja ósatt að hann hafi verið á sjó fyrir daga kerfisins, eða hann fer í dag frjálslega með sannleikann og hef ég því fyrirvara á öllum hans skrifum.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 9.5.2009 kl. 12:44

27 Smámynd: Axel Oddsson

Mig langar að spyrja þig Ólína vegna þess  að þú talar mikið um að sjávarútvegskvótinn sé eign þjóðarinnar jafnvel þó flestir sem eru með kvóta hafi borgað fyrir hann og líta á hann sem sína eign ,hvernig lítur þú á mjólkurkvótann sem mundi ef ykkar áætlanir ganga eftir vera eini kvótinn sem er á framleiðslu á matvörum. 

Nú er samfylkingin með Vinstri Grænum með fumvarp til laga að festa þennan kvóta í mjólk sem gerir ungu fólki nær ómögulegt að koma inn í greinina og evrópubandalagið er á móti og hefur ákveðið að afnema 2015 úr evrópubandalaginu.

Er þetta ekki næst stærsti glæpur sögunnar sem þið viljið vera í að skrifa í söguna

Axel Oddsson, 9.5.2009 kl. 14:36

28 Smámynd: Fannar frá Rifi

fyrir alla þá sem hafa einhverja rökvísi í sínum kolli þá bið ég þá að lesa eftirfarandi rökleiðslu:

útgerðir eru skuldsetta eins og öll önnur fyrirtæki landsins.  útgerðirnar skulda bönkunum sem núna eru í ríkiseigu. við fyrningu þá eru verðmæti og vinnslu réttindi tekin af útgerðunum. útgerðin stendur þá eftir með minna af veiðiheimildum en ennþá sömu skuldir. útgerð bíðst að leigja kvótann sem tekin var af þeim til baka af ríkinu. 

þ.e.a.s. þeim bíðst að borga lánin og leigu af aflaheimildum sem þeir hafa keypt af mönnum sem yfirgáfu sjávarútveg til þess að gera eitthvað annað. 

það er ódýrara að láta fyrirtækið fara í gjaldþrot heldur og reyna að stofna nýtt og leigja af ríkinu heldur en að leigja af ríkinu og borga af láni af sama hlutnum. 

Ólína hefur þú kynnt þér árangurinn af jafnréttisaðgerðum Mugabes við fyrningu á landareignum í Zimbabwe? óréttmætið var svo mikið að það varð bara að reka eigendur jarða af löndum sínum. árangurinn er að núna getur þjóðin ekki brauðfætt sig. ef þú vísar í eitthvað viðskiptabann þá er það bull þar sem Zimbabwe gat brauðfætt sig á meðan Viðskiptabann SÞ var á þeim á áttunda áratug síðustu aldar. Þú og Mugabe hafið sömu efnahagsstefnuna.

upplýst manneskja eins og þú ættir ekki að láta þetta bull út úr þér. fyrningarleiðin er leið til að láta almenning borga lán útgerðarinnar. því þegar útgerðirnar fara á hausin þá falla lánin á bankana og þar með eigenda bankans sem ríkið og ríkið fær allt sitt fé úr vasa skattgreiðenda. 

Mun Mannréttindardómstóll Evrópu (alvöru dómstóll ekki þessi kokteilboðsnefn SÞ sem fagnar árangri Kínverja í fangaaftökum) dæma útgerðum í hag? hvað þá Ólína Mugabe? 

Fannar frá Rifi, 9.5.2009 kl. 14:41

29 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þetta eru frábærar umræður! Ég sé að varðhundar LÍÚ gelta hér og gjamma að venju. Menn hafa mis gild rök fyrir máli sínu, sum góð, fleiri slæm. Það sem hins vegar einkennir varðhundana er, sem fyrr, hroki, uppnefni og barnaskapur.

Hin áhugaverða umræða um það hvort 90% aflaheimilda hafi skipt um hendur á sér einnig stað hér sem fyrr. Það var góð ábending sem kom um það frá Sigurði Þórðarsyni hér fyrir ofan. Hins vegar vil ég jafnframt minna á að það hefur ekki þau áhrif sem margir virðast halda, að þessar heimildir hafi skipt um hendur. Hér er um einkaréttarlegan löggerning milli tveggja aðila að ræða. Sá löggerningur er gerður með réttindi sem úthlutað var af ríkinu með skýrum formerkjum í byrjun, sbr. 3. málsl. 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. Þar stendur að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði handhafa heimildanna. Til að skýra betur út hvað þetta þýðir gagnvart framsali hinna úthlutuðu heimilda til þriðja aðila tek ég hér dæmi:

Ríkið (LÍÚ frekar) bjó til kvótakerfið og úthlutaði aflaheimildunum til manns sem heitir Halldór Á. Halldór veit að hann hefur ekki óafturkallanlegt forræði eða eignarrétt yfir aflaheimildunum þannig að hann hugsar með sér: "Ég ætla að selja Kristjáni L. réttindin og þar með mun ríkið tapa öllum rétti sínum sem það þó hafði áskilið sér með skýrum hætti í lögum um stjórn fiskveiða og Kristján öðlast óafturkallanlegt forræði yfir aflaheimildunum". Spurningin er sú: Gat Halldór með einkaréttarlegum gerningi skapað Kristjáni betri rétt gagnvart ríkinu en hann sjálfur hafði? Svarið við þessu er stutt og laggott: Nei.

Þórður Már Jónsson, 9.5.2009 kl. 14:50

30 Smámynd: Fannar frá Rifi

svona til að leiðrétta sögufölsunina og lýgina hjá Þórði, þá voru útgerðarmenn á móti takmörkunum á veiðum (einnig þekkt sem kvótakerfið).

Þannig að það allir þeir sem segja að útgerðarmenn hafi búið til kvótakerfið hafa ekki hundsvit á því sem þeir eru tala um eða eru lygarar. 

Fannar frá Rifi, 9.5.2009 kl. 18:35

31 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þarna komum við aftur að því sem ég var að tala um varðandi hrokann í varðhundum LÍÚ, en einn af þeirra ötulustu varðhundum sakar mig um lygi. Bætum lygum á listann sem ég taldi upp hér að ofan. Það er algjörlega þekkt hvað gerðist þegar Halldór Ásgrímsson gekk berserksgang er hann var sjávarútvegsráðherra og barðist fyrir lögum nr. 38/1990, sem alkunna er að var hreinlega hannað af LÍÚ. Varðhundarnir hafa auðvitað ekki heyrt af þessu en gjamma á alla sem andmæla þeim sem fyrr. Halldór lét öllum illum látum vegna þess að Alþýðuflokksmenn vildu setja inn 3. málsl. 1. gr. í lögin, sem tókst sem betur fer á endanum þrátt fyrir gríðarlega andstöðu Halldórs. Án þessa málsliðar væru fiskveiðiheimildirnar í óafturkallanlegri eigu núverandi handhafa þeirra. Það er eitthvað sem þið varðhundar og kvótahafar munið alltaf sjá ofsjónum yfir, að ekki hafi tekist að festa í sessi endanlegan eignarrétt yfir heimildunum.

Steingrímur Hermannsson var ekki hlynntur þessu brölti Halldórs og SAGÐI STEINGRÍMUR AÐ KVÓTAKERFIÐ VÆRI ALFARIÐ SMÍÐ LÍÚ. Segðu mér Fannar: Hver er lygarinn? Þú eða Steingrímur Hermannsson sem var forsætisráðherra á þessum tíma og lýsti þessari atburðarás mjög vel í ævisögu sinni?

En nei, það hafa auðvitað engir aðrir en þú hundsvit á þessum málum. Ekki einu sinni fyrrverandi forsætisráðherra.

Þórður Már Jónsson, 9.5.2009 kl. 18:52

32 Smámynd: Fannar frá Rifi

Halldór halldór halldór. kemst ekki neitt annað að hjá þér? skelltu þér upp á þjóðarbókhlöðu og fléttu upp í gömlum blöðum frá þessum tíma hver viðbrögð og álít útgerðarinnar var við þessa hugmynd um að takmarka ætti hinar frjálsu veiðar sem þeir stunduðu.

Fannar frá Rifi, 9.5.2009 kl. 19:08

33 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Þarna byrjar þú á að slá um þig með atriði nr. 3 sem ég nefndi varðandi aðferðir varðhundanna: Barnaskap. Alltaf hressilegt fyrir hlutlausa áhorfandann.

Þú horfir framhjá Steingrími en einblínir á Halldór að sjálfsögðu. Sannleikurinn er sár, það er rétt. Hins vegar er það alveg rétt að ÞEGAR veiðar voru takmarkaðar þá voru útgerðirnar ekki ánægðar með þá tilhögun. Flettu nú sjálfur upp í dagblöðunum og settu atburðina í rétta tímaröð. Það gæti verið heppilegt að þú kynnir þér hvernig kvótakerfið þróaðist frá 1983 þangað til lögin voru gerð ótímabundin árið 1990 þar sem áðurnefnd tilraun var gerð af Halldóri og félögum í LÍÚ. Ég minni í því sambandi aftur á orð Steingríms Hermannssonar hér að ofan.

Þórður Már Jónsson, 9.5.2009 kl. 19:37

34 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Svo það valdi ekki misskilningi þá voru lögin gerð ótímabundin með lögum sem sett voru 1990 en tóku gildi 1. janúar 1991.

Þórður Már Jónsson, 9.5.2009 kl. 19:40

35 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Landsamband Íslenskra útvegsmanna stendur fyrir samráði með verð á aflamarki í öllum tegundum á óveiddum fiski og eru aðildarfélagar samtakana með nálega 80% markaðshlutdeild á leigumarkaðnum á sinni könnu.

 

Landsamband Íslenskra útvegsmanna rekur kvótamiðlun í húsakynnum sínum og stjórna þaðan verði á leigukvótum í krafti yfirburða á markaðnum enda handhafar nær allra veiðiheimilda í aflamarkskerfinu.

 

Verð á aflahlutdeild og aflamarki lúta engum lögmálum markaðarins heldur einungis handstýrðu afli Líú. Hvorki ríkisstjórnin né samkeppnisyfirvöld aðhafast neitt í málinu og láta þessi lögbrot yfir þjóðina ganga.

 

Kvóti sem úthlutað er ár hvert af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar til útvaldra fyrirtækja og einstaklinga er ríkisstyrkur og hann ber að afnema samkvæmt bókun 9. í EES samningnum.

 

EES–samningurinn.

2. KAFLI:

RÍKISAÐSTOÐ:

61. gr.


1. Ef ekki er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.

BÓKUN 9 {1}
UM VIÐSKIPTI MEÐ FISK OG AÐRAR SJÁVARAFURÐIR

{1} Sjá samþykktir.

4. gr.

1. Aðstoð sem veitt er af ríkisfjármunum til sjávarútvegs og raskar samkeppni, skal afnumin.

2. Löggjöf varðandi markaðsskipulag sjávarútvegs skal breytt þannig að hún raski ekki samkeppni.

3. Samningsaðilar skulu leitast við að tryggja samkeppnisskilyrði sem gerir hinum samningsaðilunum kleift að beita ekki ráðstöfunum gegn undirboðum og jöfnunartollum.

Níels A. Ársælsson., 9.5.2009 kl. 20:52

36 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Steingrímur Hermannson var þingmaður Reykjaneskjördæmis á þeim tíma sem kvótakerfið var sett á 1984, þótt menn gætu valið sóknarmark í stóra kerfinu til 1990.Hann kom á marga fundi á þessum tíma á Suðurnesin og fékk oftast skammir vegna kvótakerfisins.Hann minntist aldrei á á þessum tíma á það að kvótakerfið væri verk Halldórs Ásgrímssonar eða LÍÚ.Hann ljáði heldur aldrei máls á því að veiðirétturinn yrði þjóðnýttur,og ég er nokk viss um að ef hann væri forsætisráðherraráðherra í dag þá dytti honum ekki slíkt í hug.Lygarnar um Halldór Ásgrímsson eru ekki svaraverðar, en þó ætla ég að segja það fyrirtæki sem faðir Halldórs stofnaði ásamt tveimur öðrum fékk 1300 þorskígilda úthlutun 1984 og hefur ldrei selt eitt einasta kíló frá sér heldur aðeins keypt til sín.Eitt er víst að ríkisvæðing atvinnurekstrar er ekki það sem mun bæta hag íslenskrar alþýðu né bæta lánstraust Íslands erlendis.Í fréttunum í kvöld var frétt um að lánshæfismat íslenska ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar hefði lækkað.Það má búast við frekari lækkun þegar það fer að spyjast út um veröldina ríkisvæðing íslenska sjávarútvegsins.

Sigurgeir Jónsson, 9.5.2009 kl. 21:00

37 Smámynd: Þórður Már Jónsson

"Lygarnar" um Halldór ekki svara verðar? Þú verður að eiga það við Steingrím Hermannsson. Ég sé ekki af hverju Steingrímur kallinn ætti að hafa verið að ljúga upp á Halldór?

Þórður Már Jónsson, 9.5.2009 kl. 21:06

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólína mig langar að þakka þér fyrir að vera málshefjandi á skemmtilegri og frjórri umræðu. Það er venjulega til góðs að menn með ólík sjónarmið setji þau fram og kynni sér jafnframt það sem aðrir hafa fram að færa. Flestir sem hér hafa tjáð sig hafa lagt eitthvað til umræðunnar sem ég tel mig geta lært af. Mikið vildi ég að Sigurgeir, að þú gætir tamið þér þá list sjálfs þín vegna, því vafalaust hefur þú lært eitt og annað á langri ævi sem þú gætir miðlað ef þú legðir þig fram.  Ég kannast ekki við að hafa stært mig af því að hafa verið sjómaður en hef ekki leynt því heldur. Ég byrjaði eins og þú ungur til sjós og lærði skipstjórn af því að ég ætlaði að gera sjómennskuna að ævistarfi en vildi gjarnan vera meira með börnunum mínum. Fyrir 21 ári stóð ég frammi fyrir því að fara út á sjó yfir jólin eitthvað sem hvorki ég eða fjölskylda mín vildi og ákvað að gerast tímabundið heildsali enda þarf ekkert  próf í það.  Þetta breytir ekki því að margir af mínum bestu vinum eru einmitt gamlir skólafélagar mínir úr Stýrimannaskólanum sem eru enn til sjós og því hef ég ágæt tengsl við sjóinn. Ég á enga hagsmuni í því að skrökva því að ég hafi ekki tekið þátt í brottkasti. Ekki frekar en ég hefði grætt á því að henda fiski ef ég hefði gert það. Eða hvaða ávinning gat ég haft af því að henda fiski, meðan enginn var kvótinn? Mér er annt um hag Íslands og gengur ekkert annað til en að leggja mitt besta fram. Vonandi ert þú Sigurgeir samstíga okkur í því. 

Sigurður Þórðarson, 9.5.2009 kl. 22:14

39 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Áhugaverð umræða.  Innan um má samt finna óþarfa orðnotkun og tilgangslaus skot sem við mættum alveg losna við án þess að það skaðaði umræðuna.

ÓÞ: "Auðvitað má hugsa sér að skylda útgerðarmenn til þess að selja frá sér ónýttan kvóta frekar en að leigja hann."

Til að kvótinn nýtist sem best er mikilvægt að útgerðirnar megi leigja hann sín á milli ef ein útgerð er búin með sinn kvóta og er jafnvel úti á sjó með fullt troll, en önnur á ekki von á að ná að klára.  Það bætir einungis nýtingu kvótans á landsvísu.  Nái viðkomandi útgerð ekki að klára sinn kvóta mörg ár í röð er hins vegar ástæða til að aðrir fái að nýta hann.  Hvor þetta eiga að vera 3 ár, 4 ár eða 5 ár læt ég aðra um að dæma.

ÓÞ: "En þú mátt þó ekki gleyma því að þetta snýst um það að endurheimta þjóðarauðlind í hendur þjóðarinnar; að færa eignarhaldið og breyta því í afnotarétt gagnvart útgerðinni."

Eins og sagt var hér að ofan er talað um að "úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði handhafa heimildanna".  Þetta eru hlutfallslegar aflaheimildir af heildaraflamarki en ekki eignaréttur á fiskinum í sjónum.

ÓÞ: "Varðandi byggðirnar, þá skulum við ekki heldur gleyma því að þær byggðir sem misstu lífsviðurværi sitt við setningu kvótakerfisins höfðu lifað af veiðum og fiskvinnslu um aldir. Þessar byggðir höfðu að mínu viti náttúrurétt - frumbyggjarétt - til að nýta fiskimiðin.

Málið má ekki snúast eingöngu um hag útgerðarinnar - það verður líka að snúast um þjóðarhag og byggð í landinu."

Þetta var einmitt mergur málsins á sínum tíma að þar sem afl fiskveiðiflotans hafði aukst svo mikið varð að takmarka "náttúrurétt / frumbyggjarétt".  Það gætu ekki allir gengið lengur að auðlindinni sem sjálfsögðum hlut.  Við erum ekki bara að tala um aukið afl stórra togara.  Á þessum tíma voru t.d sjálfvirkar handfærarúllur að koma á markaðinn sem juku verulega afköst smábáta frá því sem áður hafði verið raunin.

Það er einfaldlega ekki nægur fiskur í sjónum til að allir geti veitt það sem þeir vilja.  Um það held ég að allir séu sammála. Hvernig á þá að skipta kökunni?

Á sá að veiða sem getur gert það á hagkvæmastan hátt eins og tíðkast til dæmis í verslun, iðnaði, ferðaþjónustu og víðar þar sem hin takmarkaði "kvóti" (viðskiptavinirnir) færast að honum eða frá honum (án þess að settar séu sérstakar reglur) eftir því hver getur unnið þjónustuna/vöruna á sem hagkvæmastan hátt?  Fyrirtæki fara á hausin, fólk missir vinnuna, jafnvel þótt það hafi stundað tiltekinn iðnað, verslun eða þjónustu svo áratugum og jafnvel öldum skiptir.  Eiga önnur lögmál að gilda um sjávarútveginn?

Við verðum að fara að ákveða okkur hvort sjávarútvegurinn á að vera atvinnugrein eins og iðnaður, ferðaþjónusta, verslun og fleira eða hvort við ætlum alltaf að taka hann út fyrir sviga og umgangast hann á einhverjum öðrum forsendum en aðrar atvinnugreinar.  Á að reka sjávarútveginn, einn atvinnugreina, á forsendum félagslegra gilda þar sem mestu máli skiptir að sem flestir fái vinnu en ekki það hvort viðkomandi framleiðsla er sú hagkvæmasta sem í boði er?  Þá erum við í raun bara að gera hann að atvinnubótavinnu í stað þess að hann sé alvöru atvinnugrein.  Við byggjum ekki byggð í landinu til framtíðar á því að halda úti óhagkvæmum sjávarútvegi.  Þá er bara verið að lengja í snörunni í stað þess að koma með raunverulegar lausnir til lengri tíma.  Hvað hafa bæjarfélög sem ekki liggja að sjó tekið sér fyrir hendur?  Er útilokað að fyrrverandi sjávarþorp geti tekið upp annars konar starfsemi?  Það einfaldlega geta ekki allir sem einu sinni höfðu vinnu af fiskveiðum eða fiskvinnslu búist við því að halda henni til framtíðar.

Þetta snýst ekki heldur bara um útgerðirnar.  Allt fólkið sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum lifir á þessum kvóta.  Ef viðkomandi útgerð missir kvótann til einhvers annars þá færast störfin einfaldlega með.  Starfsmaður í sveitarfélagi A missir vinnuna og starfsmaður í sveitarfélagi B fær vinnu.

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að heimildunum verði dreift út á þá sem eiga að fá þær eftir að ríkið hefur náð þeim til sín?

Sigurður Viktor Úlfarsson, 9.5.2009 kl. 23:28

40 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég held Sigurður að það sé tími til kominn að við Íslendingar förum að hugsa um okkur sem eina heild. Um leið gerum við þá kröfu til atvinnuveganna að þeir efli þjóðarhag.

Varðandi fiskimiðin, þá má líkja þessu við það að við ættum hér demtantanámur sem mokað væri upp úr linnulaust og demantarnir seldir óslípaðir og óunnir til útlanda þar sem aðrir græddu á því að brjóta þá niður, slípa og setja í skartgripi. Það er ekki samfélagslega hagkvæmt að moka upp úr auðlindinni beint á erlenda markaði - fullvinnsla skapar verðmæti og atvinnu í landi, og það er eftirsóknarvert í sjálfu sér. Þjóðarauðlind er lítils virði ef hún nýtist ekki sjálfri þjóðinni.

Ef við fyndum nú olíu á drekasvæðinu - ættum við þá bara að fara fram á aðstöðugjöld og rekstrarleyfi af þeim sem dæla upp olíunni, en leyfa þeim annars að "eiga" olíuna, selja hana og nýta að vild?

Að sjálfsögðu ekki. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.5.2009 kl. 00:24

41 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Ólína, munurinn á olíunni og demöntunum annars vegar og fiskinum hins vegar er sá að í dag fáum við hæsta verðið á mörkuðum fyrir fiskinn ferskan en bæði þarf að vinna olíuna og demantana áður en þau eru sett á markað til að fá hæsta mögulega verð.

Breskum kokkum finnst það magnað að veita viðskiptavinum sínum fisk sem var syndandi í sjónum norðan við Ísland jafnvel innan við 30 tímum áður.

Frystihús eru því úreld og munu ekki koma aftur.  Þau tiltölulega fáu sem eftir eru þróast yfir í að vera tiltölulega fámennir vinnustaðir græjaðir með búnaði frá Marel sem hreinsar orma o.þ.h. með laser í stað þess að það sé gert í höndunum eins og áður.  Þarna er ekki framtíðin fyrir sveitarfélög landsins.

Það er hins vegar full ástæða til að kanna hagkvæmni þess að vinna fiskinn í neytendapakkningar hérna á Íslandi og jafnvel vinna úr honum ýmsa skyndirétti eins og Bakkavör gerði og auka þannig verðmæti þeirra enn meira.  Það ætti að vera töluverður markaður fyrir það.

Í dag er ekkert sem stöðvar iðnfyrirtæki um allt land sem vilja gera þetta.  Þau verða auðvitað að vera tilbúin að greiða jafn mikið verð fyrir fiskinn sem þau nota og aðrir.  Þannig virkar það þegar fiskurinn er settur á markað.  Ef þau geta það ekki þá er ekki grundvöllur fyrir þessu.  Ef útgerðin á að tapa á því að selja þeim fiskinn en ekki að koma honum á markað í besta mögulega ástandi, þá er þetta orðin atvinnubótavinna en ekki iðnaður.  Þá getum við eins látið fólkið mála girðingar fram og til baka sem hæfir ekki sjálfsvirðingu fólks, hvorki á landsbyggðinni né annars staðar.

Við megum heldur ekki gleyma því að sjávarútvegsfyrirtæki greiða skatta á Íslandi sem og starfsfólk þeirra.  Við erum að fá helling til baka fyrir auðlindina.  Áður fyrr var ríkissjóður stöðugt í því að dæla peningum í ónýt fiskvinnslufyrirtæki.  Nú koma skattar frá þeim.  Það er jákvætt. 

Í dag er þessi atvinnugrein skuldsett langt upp fyrir haus eins og allar hinar.  Á sama hátt og í öðrum atvinnugreinum eru þó fyrirtæki innan um sem héldu sig á mottunni í góðærinu.  Þau munu lifa af ólgusjóinn.  Ný fyrirtæki munu koma í stað þeirra sem fara á hausinn eins og gerist og gengur.  Þar er tækifæri fyrir þá sem vilja koma nýir inn í greinina.

Engum myndi detta í hug að ríkið gerði upptækt allt verslunarrými á Laugaveginum vegna þess að það væri takmörkuð auðlind og úthlutaði til allra þeirra sem langaði að opna búð á Laugaveginum.  Allir sem væru í náðinni hjá ríkinu fengju þá sína skonsu á Laugaveginum og fengju að reka hana.  Það er vissulega ákveðin rómantík yfir hugmyndinni á sama hátt og því að öll plön um allt land séu full af síldarvinnufólki að salta í tunnur eins og á Siglufirði í gamla daga.  Það er bara ekki raunhæft.  Það er ekki þangað sem við eigum að stefna.

Margir tala um réttlæti og sanngirni.  Hvernig á að deila þessari auðlind út svo það sé réttlátt og sanngjarnt?  Á að deila út ákveðið mörgum kg. pr. íbúa í sveitarfélaginu?  Hvernig færi þá með þær byggðir sem ekki liggja að sjó?  Ættu Selfoss og Hveragerði þá að fá sinn kvóta þótt þar sé engin útgerð?  Annars væri hægt að segja að það væri verið að styrkja önnur sveitarfélög um milljarða með kvótaúthlutun og þessi sveitarfélög myndu bera við sig jafnræðisreglunni.

Það var enginn búinn að svara því hvernig þið sjáið það fyrir ykkur að kvótanum verði deilt út eftir að ríkið er búið að taka hann til sín.  Á hvaða forsendum ætti að gera það svo það yrði réttlátt og sanngjarnt?  Það er stóra spurningin.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 10.5.2009 kl. 02:19

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af hverju hefur umræðan verið römmuð inn í að hér eigi að vera kvótakerfi? Er það besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi? Eða hefur það reynst afleitlega? Ef horft er til afraksturs greinarinnar verður fyrri spurningin kjánaleg en þeirri seinni verður að svara játandi. Útilokað er að giska á veiðiþol fiskistofna ef a.m.k. hluti flotans er ekki á sóknarstýringu.

Vinsæll frasi í umræðunni er: Að "fiskveiðiauðlindin sé takmörkuð auðlind".  Þetta er ekki rétt fiskveiðiauðlindin er endurnýjanleg auðlind. Ólínu hefur tekist vel til að draga fram réttlætisrök en gerir þá skyssu að líkja fiskveiðum við demantanámu. Í demantanámunni minnkar það sem af er tekið. Nær væri að líkja fiskveiðiauðlindinni við tún. Afrakstur af því eykst ekki þó það fengi að vera í órækt í 15 ár, þvert á móti.

Dæmi: Ýsan lifir mikið á hrognum t.d. sandsíla sem eru mikilvægur hluti af fæðu þorsksins. Allt er þetta samhangandi. Hrun í sandsílastofni leiðir af sér minni ýsustofn  sem þýðir að sandsílastofninn getur vaxið aftur og þorskurinn fær nóg að borða þangað til næsta hringekja fer af stað.  Sama hringekja á sér stað með þorsk og rækju en þorskurinn étur 10kg af rækju til að stækka um eitt kíló. Í þessu samhengi er rétt að halda til haga að sjávarspendýr innbyrða u.þ.b 20 sinnum meira magn en við veiðum.

Sigurður Viktor, umræða um kvóta á Selfoss og Hveragerði er "abstrakt".  Það er engin tilviljun að sjávarþorpin  eru þar sem þau eru.  Þau liggja einfaldlega við  staðbundin fiskimið og staðbundnir fiskistofnar. Skynsamleg fiskveiðistjórnun felst í að leyfa þeim að njóta staðarhagkvæmninnar. 

Á fjöllunum norðan Kolbeinseyjar eru  ein allra bestu handfæramiðin. Þangað er styst að sækja frá Grímsey og það breytist ekki þó kvótinn hafi verð seldur á annað landshorn.

Sigurður Þórðarson, 10.5.2009 kl. 08:05

43 identicon

Málflutningurinn á þessari síðu ætti að duga meðalgreindu fólki til að draga ákvörðun í þessu máli. Frekari umfjöllun er óþörf.

Ný stjórn þarf að vinna að kæru á hendur þeim mönnum sem barist hafa fyrir þessu eignarupptökukerfi og ákæra þá fyrir landráð.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:31

44 identicon

Það er hálf ógeðfelt að bara svona venjulegt og að því maður gæti haldið, heiðarlegt fólk sé að berjast fyrir réttindum kvótabraskaranna. Hvað fær manneskju til að haga sér þannig? Ég held það sé undirlægjuhátturinn við FLokkinn sinn, seig heil SjálfstæðisFLokkurinn uber alles! Það er önurlegt þegar heiðarlegt fólk veður villu í óréttlæti og ver spillingu annarra.

ónefndur úr Vinnslustöðinni, sem ég var á sjó með á Rauðseynni í den, var spurður að því í morgun eftir að hann var búinn að halda því fram að það væri engin afgangur til að borga auðlindagjald, en þá var hann spurður að því hvort hann treysti sinni útgerð ekki til að greiða sama gjald og hann sjáfur leigði öðrum kvótalausum útgerðum kvótann, þá varð hann kjaftstopp! þessir glæpamenn þykjast og ljúga fyrir sinn málstað. Þessir fuglar geta leigt öðrum kvóta á uppsprengdu verði en treysta síðan ekki sjálfum sér eða útgerð sinni að gera út upp á þannig kvóta. Þvílikir hræsnarar, ég get ekki annað sagt og þið hin hérna sem eruð að leggja þessu pakki lið ættuð að skammast ykkar.

Valsól (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband