Nýr dagur í íslenskum stjórnmálum

blóm Nýr dagur er risinn með gjörbreyttu landslagi í íslenskum stjórnmálum. Nú er ljóst að 27 nýir þingmenn munu taka sæti á Alþingi. Að baki er spennandi kosninganótt og væntanlega hefur verið mikil rússibanareið í tilfinningalífi þeirra jöfnunarþingmanna sem ýmist voru inni eða úti fram undir morgun.

Í Norðvesturkjördæmi var mikil spenna fram eftir nóttu, því litlu munaði að Samfylkingin næði inn sínum þriðja manni. Það fór ekki svo, því miður.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið verðskuldaða refsingu. Flokkurinn tapar 12% á landsvísu sem er mesta tap hans frá stofnun árið 1929.

Hástökkvarar kosninganna eru VG og Borgarahreyfingin. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim síðarnefndu farnast nú þegar þeir eru  komnir með fjóra fulltrúa á þing og þurfa að fara að taka afstöðu til fjölmargra mála sem hvergi hafa komið fram í stefnu þeirra.

Samfylkingin getur vel við unað. Hún er stærsti stjórnmálaflokkur landsins með skýrt umboð til stjórnarmyndunar. Evrópusinnar geta líka vel við unað, því það er ljóst af kosningaúrslitum að sá málstaður hefur sótt á í þessum kosningum.

Nú liggur beint við að formenn Samfylkingar og VG hefji stjórnarmyndunarviðræður. Persónulega vona ég að þeir nái góðri lendingu í Evrópumálinu og að farsællega takist til við myndun stjórnar þessara tveggja flokka.

Já, nú eru eru sögulegir tímar í íslenskum stjórnmálum. Aldrei fyrr hefur þjóðin kosið félagshyggjustjórn með hreinan meirihluta tveggja flokka. Aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á þing og aldrei hefur meiri nýliðun átt sér þar stað.

Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða um leið og ég finn til ríkrar ábyrgðar gagnvart því nýja hlutverki að gegna þingmennsku. Og svo ég haldi áfram með þema gærdagsins:

Dagsins lifna djásnin góð
draumar sanna gildið sitt:
Víst ég heiti vorri þjóð
að vinna fyrir landið mitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

Gangi þér vel á nýjum vettvangi frú Ólína.

Yngvi Högnason, 26.4.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir það Yngvi.

Rétt í þessu tók ég út leiðinlega athugasemd manns sem kom hér undir dulnefni með rangfærslu um útstrikanir.

Ég hef kannað það mál frá fyrstu hendi og get fullyrt að útstrikanir í NV-kjördæmi dreifðust á alla efstu frambjóðendur flokkanna, og voru síst meiri á listum Samfylkingarinnar en annarra.

Á áskil mér allan rétt til þess að fjarlægja illgjarnar athugasemdir hér á blogginu mínu þar sem augljóslega er farið með rangt mál í því skyni að sverta fólk. Gildir einu hvern um er rætt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2009 kl. 13:32

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Til hamingju Ólína og gangi þér vel í nýju og spennandi verkefni.

Ía Jóhannsdóttir, 26.4.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Til hamingju með þingsætið og láttu nú kollegana hafa það óþvegið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 16:07

5 identicon

Hamingjuóskir að norðan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Til hamingju ! En það er ekki nauðsynlegt að hefja ferilinn á að láta „kollegana hafa það óþvegið." Aðrar leiðir eru vænlegri.

Eiður Svanberg Guðnason, 26.4.2009 kl. 17:04

7 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég vil bíða með allar hamingjuóskir þangað til við sjáum hversu mörg prósent kjósenda ákváðu að strika nafn þitt út af lista.

Þar sem það er alveg vitað að margir strikuðu nafn þitt út verður gaman að sjá hvernig þú hyggst bregðast við því.

Vonandi ólína fáum við málefnalegt svar frá þér eins og frá öðrum þingmönnum sem lentu í því sama.

S. Lúther Gestsson, 26.4.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

"Hástökkvarar kosninganna eru VG og Borgarahreyfingin. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim síðarnefndu farnast nú þegar þeir eru  komnir með fjóra fulltrúa á þing og þurfa að fara að taka afstöðu til fjölmargra mála sem hvergi hafa komið fram í stefnu þeirra"

Mér finnst nú vægast sagt ólíklegt að ekki komi upp mál í þinginu sem Samfylkingin hefur ekki á stefnuskrá sinni....

Fulltrúar Borgarahreyfingarinnar munu örugglega taka á þeim málum eins og aðrir...með sannfæringu þeirri sem hlýst af því að kynna sér alla málavöxtu og nota svo réttlætiskennd til að vanda sig enn meira ;)

Heiða B. Heiðars, 26.4.2009 kl. 18:27

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Loksins tókst mér að finna fréttina þar sem fram kemur að nöfn okkar Jóns Bjarnasonar hafi verið strikuð mest út í NV-kjördæmi. 

Þarna er um sáralítið hlutfall útstrikana að ræða og fjarri því að þær breyti neinu um uppröðun listanna,.

Ég hef engar athugasemdir við það þó fólk láti í ljós skoðun á einstaklingum. Það er réttur fólks að strika út nöfn og ekkert við því að segja.

Ég er þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið við mitt framboð og er staðráðin í því að bregðast ekki trausti kjósenda minna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.4.2009 kl. 18:48

10 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - til hamingju með þingsætið - gangi þér vel

Sigrún Óskars, 26.4.2009 kl. 20:10

11 Smámynd: Benedikta S Steingrímsdóttir

Innilega til hamingju með þingsætið. Gangi þér vel í framtíðinni.

Benedikta S Steingrímsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:56

12 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég held að eðlileg viðbrögð við því að nafn manns væri strikað út væri að maður vildi vita af hverju.

Getur þú ímyndað þér af hverju þetta fólk vill ekki hafa þig á listanum? Eða hvaða fólk þetta er?

Ég tek hins vegar undir með fólki og vona að þér farnist vel í starfi, og þetta fólk sem strikaði þig út sjái að það var óþarfi.

S. Lúther Gestsson, 26.4.2009 kl. 21:35

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í guðs bænum Eiður, ekki taka allt bókstaflega.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 21:37

14 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Til hamingju með þingsætið.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 26.4.2009 kl. 22:04

15 identicon

Til hamingju...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:08

16 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Til hamingju með þingsætið Ólína. Ég vona að það verði eitt af þínum fyrstu verkum á þingi að koma fiskveiðistefnu okkar í framkvæmd. Stöðva framsal strax.

Guðrún Katrín Árnadóttir, 26.4.2009 kl. 22:38

17 Smámynd: Himmalingur

Til lukku með þingsætið! Vona að vandi heimila verði í fyrsta sæti hjá þér, ekki ESB.

Himmalingur, 26.4.2009 kl. 23:35

18 Smámynd: Jens Guð

  Til hamingju með árangurinn.  Ég man eftir skörunglegri frammistöðu þinni sem borgarfulltrúa Nýs vettvangs.  Ég veit að þú afgreiðir alþingi með sama stæl.  Þetta er bara gaman.

Jens Guð, 27.4.2009 kl. 00:15

19 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Til hamingju með góða kosningu!

Ólafur Ingólfsson, 27.4.2009 kl. 09:28

20 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Toil hamingju með þingsætið. Ég vil taka fram að ég hef heyrt frá fyrstu hendi um fólk sem kaus S vegna konunnar í öðru sætinu.Það er bara þannig.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 15:40

21 Smámynd: Haraldur Hansson

Þó ég sé þér ekki sammála í Evrópumálum vil ég óska þér til hamingju með góða kosningu og velfarnaðar í nýju starfi.

Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband