Sumrinu fagnað í snjómuggu

faninn Þeir hleyptu í herðarnar, otuðu fánastöngunum fram og héldu af stað með hálfpírð augun mót snjómuggunni - ungskátarnir sem fóru fyrir skrúðgöngunni eftir skátamessuna í morgun. Í humátt á eftir gengum við, nokkrir vetrarbúnir bæjarbúar, og fylgdum trommuslættinum um götur bæjarins.

Sumarið heilsar heldur hryssingslega hér á Ísafirði í ár. Þetta kann þó að vera góðs viti, því sumar og vetur frusu saman í nótt. Það veit á góða tíð samkvæmt þjóðtrúnni.

En þar sem ég þrammaði á eftir skrúðgöngunni í morgun kom mér til hugar þessi vísa:

Okkur lengi í ljóssins yl,
líf og yndi þyrsti,
þá í svölum sortabyl
kom sumardagur fyrsti.

Gleðilegt sumar öllsömul og takk fyrir veturinn sem er að líða. Fari hann vel með öllu því sem honum fylgdi.

Megi Harpan og sumarmánuðirnir boða okkur betri og gjöfulli tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Gleðilegt sumar

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 23.4.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar kæra bloggvinkona og gott gengi í kosningunum á laugardaginn

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 14:24

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gleðilegt sumar Ólína

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Gleðilegt sumar og gangi þér vel í baráttunni !

Ólafur H Einarsson, 23.4.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband