Ríkisendurskoðun gefur ekki út siðferðisvottorð til stjórnmálamanna

Ætlast Guðlaugur Þór til þess að Ríkisendurskoðun gefi honum siðferðisvottorð í REI málinu? Það er ekki hlutverk Ríkisendurskoðunar að túlka athafnir manna sem sitja við pólitíska kjötkatla.

Ríkisendurskoðun er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis. Hún endurskoðar ríkisreikning og reikninga opinberra stofnana.

Hvað ætti Ríkisendurskoðun að geta lagt til málanna varðandi risastyrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins í stjórnarformannstíð Guðlaugs Þórs hjá OR?

Svar: Ekki neitt. Nákvæmlega ekkert.

Mér er til efs að stofnunin taki það í mál að fara að gefa út vottorð í siðferðilegu álitamáli sem þessu. Máli sem snýst ekki um reikningshald Orkuveitur Reykjavíkur, heldur himinháa peningagreiðslu frá FL-Group til Sjálfstæðisflokksins á sama tíma og samningar stóðu yfir um eignatilfærslu á gífurlegum almenningsverðmætum frá OR í hendur einkaaðila. Já, einkaaðilans sem greiddi risastyrkinn inn á reikning Sjálfstæðisflokksins sem fór með málið á þessum tíma og hafði sinn fulltrúa sem stjórnarformann í OR. Angry


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Satt og rétt, en það má alveg geta þess að það var einmitt Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir "eignatilfærslu á gífurlegum almenningsverðmætum frá OR í hendur einkaaðila. Já, einkaaðilans sem greiddi risastyrkinn inn á reikning Sjálfstæðisflokksins sem fór með málið á þessum tíma og hafði sinn fulltrúa sem stjórnarformann í OR."

Það má líka halda því til haga að ef þessar greiðslur voru hugsaðar sem mútur, þá hljóta þær að vera einhverjar misheppnuðustu mútufjárfestingar sem sögur fara af, þökk se meirihlutia sjálfstæðismanna í borgarstjórn ásamt Svandísi Svavarsdóttir, sem komu í veg fyrir að meintar mútugreiðsunrar skiluðu sér í "verkið", og varla hafa peningarnar hjálpað FL group eða Landsbankanum að halda velli. Ég held að  bæði fyrirtækin hafi farið á hausinn ef ég man rétt!

Benedikt Halldórsson, 14.4.2009 kl. 00:54

2 identicon

Ég sá eftirfarandi ummæli á netinu, skoðið og sannfærist um siðblindu Sjálfstæðisflokksins => Hér er ágæt innsýn í vinnubrögð Flokksins, tekið úr ævisögu Jóns Ólafssonar:

“....Auðvitað má segja að Jón og félagar hafi verið að safna glóðum elds að höfði sér með því að vera með derring við Flokkinn. Það má til dæmis segja frá því að fyrst um sinn eftir að Sýn varð að alvörusjónvarsstöð árið 1995 var heimilsfang hennar á Suðurlandsbraut 4a, lögmannsstofu stjórnarformannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Og þangað komu um það leyti stafnbúar úr Sjálfstæðisflokknum, þeir Sigurður Gísli Pálmason og Páll Kr. Pálsson, fyrir hönd fjármálaráðsins, og sögðu Sigurði að ÍÚ ætti að borga fimm milljónir á ári til Flokksins; sú upphæð væri bara reiknuð út frá stærð og veltu fyrirtækisins. En Sigurður svaraði því til að þeir myndu ekki borga í flokkssjóði. Félagið hefði þá stefnu að styrkja pólitískar hreyfingar í kringum kosningar, og þá með því að bjóða þeim öllum 50% afslátt af auglýsingaverði. Svo að mennirnir gengu tómhentir á dyr.
Jón segir núna að í ljósi sögunnar hefði líklega verið viturlegra af Sigga að borga þetta - bara til að kaupa þeim frið; það hefði verndað þá fyrir miklu veseni. En sjálfur hafði hann átt samtal við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra flokksins tæpum áratug fyrr, eða þegar Bylgjan fór í loftið. Þá sagði Kjartan að hann reiknaði með að Flokkurinn myndi fá samskonar afslátt af auglýsingum og hann nyti hjá Morgunblaðinu. En Jóni var vel kunnugt, því hann var þá ritari Varðar, að flokkurinn fékk 100% afslátt í Mogganum. Hann svaraði Kjartani því til að það gæti hann ekki boðið, bara aað þeir fengju hæsta afslátt sem stöðin myndi yfirleitt veita. Jón segir að Kjartani hafi augljóslega mislíkað þetta svar, og að það hafi örugglega átt sinn þátt í því að menn í Valhöll vildu ekki með nokkru móti fallast á að hann yrði varaformaður Varðar ekki löngu síðar..:”

Einar Kárason - Jónsbók. Bls. 421-422

Valsól (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 02:15

3 Smámynd: Ferningur

Benedikt: Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins settu sig aldrei upp á móti samrunanum sjálfum, jafnvel þótt þeir viss um hann fyrir hinn ólöglega boðaða stjórnarfund í orkuveitunni. Þeirra ráð var hins vegar að láta samrunan standa og selja samrunna fyrirtækið í hendur einkaaðila. Ef Björn Ingi og minnihlutinn hefðu ekki slitið meirihlutanum til að stöðva það þá væri þekking orkuveitunnar nú í eigu þrotabús FL groups.

Þannig að; það eru sögufalsanir að segja að sjálfstæðismenn hafi sett sig á móti eða komið í veg fyrir umræddan samrunna. Enda var nú búið að múta þeim allhressilega. 

Ferningur, 14.4.2009 kl. 02:52

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

"Eftir samrunafundinn byrjar umræðan að þróast með óhagstæðum hætti fyrir REI vegna andstöðu sex borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og óánægju Svandísar Svavarsdóttur."

Tók þennan texta úr ítarlegri grein eftir Pétur Blöndal en hún rataði víst óvart inn á blogg Láru Hönnu. 

Benedikt Halldórsson, 14.4.2009 kl. 04:32

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í REI málinu komu ýmsir borgafulltrúar Sjálfstæðisflokks við sögu sem létu ekki vaða yfir sig og sögðu efnislega, "vjer mótmælum allir".

Það er sko ekki sögufölsun. Mótmæli leiða stundum til breytinga og það er ómögulega hægt að meta hlut hvers mómælanda en hver á sína sneið sem á ekki að taka af þeim. Það er sögufölsun.

Af hverju er pólitíkin annars svona svart-hvít. Annað hvort eru menn taldir siðblindir skúrkar eða algóðir snillingar?

Benedikt Halldórsson, 14.4.2009 kl. 05:14

6 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Ég er sammála þér Ólína, - án þess þó að vera vel að mér um hlutverk Ríkisendurskoðunar. Hefur þessi stofnun þær rannsóknarheimildir sem þarf til að kafa í gjörninga einkaaðila hvort sem þeir sitja á þingi eða ekki?

Mér fannst smjörklípuþefurinn af yfirlýsingu Guðlaugs Þ vera nokkuð megn. En þarf að rannsaka þetta svo mjög í þaula. Menn verða varla jafn margsaga eins og GÞ hefur orðið nema þeir séu á óskipulögðu undanhaldi frá sannleikanum.

Guðl. Gauti Jónsson, 14.4.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Eftir það sem á undan er gengið á Guðlaugur Þór aðeins einn kost: SEGJA AF SÉR.  Það allt sem hefur komið fram um Sjálfstæðisflokkinn er svo ljótt, siðspillt og rotið að ekkert kemur mér lengur á óvart. Afsögn er það heiðvirða í stöðunni og síðan að segja: Fyrirgefið mér, mér varð á!

http://www.formosus.blog.is/blog/formosus/entry/853337/

Baldur Gautur Baldursson, 14.4.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband