Samfylking gerir hreint fyrir dyrum
10.4.2009 | 20:16
Þá hefur Samfylkingin gert hreint fyrir sínum dyrum og opnað bókhald sitt fyrir árið 2006 þannig að nú má sjá hverjir greiddu flokknum styrki. Það er vel.
Á þessu ári eru 14 ár liðin síðan Jóhanna Sigurðardóttir flutti í fyrsta sinn lagafrumvarp á Alþingi um opið bókhald stjórnmálaflokka. Slík lög tóku loks gildi í ársbyrjun 2007. Fram til þess hafa ársreikningar Samfylkingarinnar verið aðgengilegir á vef hennar - og svo hefur verið allt frá stofnun flokksins. Þar má sjá heildaryfirlit styrkja frá einstaklingum og lögaðilum. Nöfn einstakra styrktaraðila hafa hinsvegar ekki verið birt, fyrr en með nýjum lögum árið 2007.
En þó að Samfylkingunni beri ekki lagaleg skylda til þess að opna bókhald ársins 2006 með þeim hætti sem nú hefur verið gert, var hárrétt ákvörðun að gera það engu að síður í ljósi síðustu atburða.
Yfirlitið ber með sér að Samfylkingin hefur ekkert að fela. Þarna kemur fram að ennfremur er verið að taka saman styrki kjördæmis- og fulltrúaráða og einstakra félaga fyrir árið, og verða þeir einnig birtir opinberlega þegar tölur liggja fyrir. Slíkar upplýsingar virðist enginn annar flokkur ætla að veita.
Fram kemur í þessari frétt á eyjan.is að styrkir frá bönkunum hafi skv. almennum reglum bankaráðanna verið farnir að nema fjórum til fimm milljónum kr. árið 2006. Það er há upphæð - en virðist hafa verið það sem aðrir stjórnmálaflokkarnir fengu. Hins vegar er eftirtektarvert að hæsti einstaki styrkur til Samfylkingarinnar er 6 sinnum lægri en sá sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá FL Group.
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort aðrir stjórnmálaflokkar munu opna bókhald sitt fyrir árið 2006 með þessu hætti.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt 11.4.2009 kl. 08:01 | Facebook
Athugasemdir
Sumir meiga sukka aðrir ekki, sumir meiga segja ósatt aðrir ekki.
Allir eru þeir að sukka.
Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:
2001: 6.009.592
2002: 2.368.392
2003: 1.672.386
2004: 3.327.140
2005: 9.144.641
2006: 44.998.898
2007: 10.756.715 rétta tal er hér´ http://www.rikisendurskodun.is/files/skyrslur_2009/samfylkingin.pdf
Þeir gefa þessa upp http://www.rikisendurskodun.is/index.php?module=news&action=show&news_id=129&language=is
Munurinn er. Ef ég legg saman Framlög einstaklinga og Framlög lögaðila á blaðsíðu 3, þá fæ ég út 38.725.421 . ekki 10.756.715
Hver segir satt eru það þeir sem vinna fyrir flokkana ?
Ekki eftir þessu að dæma kanski er það RES.
Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 20:32
Þessi hreingerning sýnir reyndar, að skíturinn var farinn að vella út úr dyrum hjá þessari Sambræðslufullveldisafsalsfylkingu þegar árið 2006.
Jón Valur Jensson, 10.4.2009 kl. 20:33
Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar:
Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 20:42
Jæja, þá þarf ekki að ræða það frekar.
Alltaf gott að geta bent á fullkomleika sinn, ennþá betra að geta bent á fullkominn ófullkomleika annarra, það gefur manni aukinn sálarfrið
Páll A. Þorgeirsson, 10.4.2009 kl. 20:47
Nú held ég að fólk ætti aðeins að draga andann dýpra og reyna að fjalla um þessi mál á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.
Í öllum bænum stillið ykkur um uppnefni og fúkyrði (Jón Valur o.fl.). Það er svo leiðinlegt þegar umræðan fer á þetta plan.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.4.2009 kl. 20:55
FLokkurinn er í vanda og það finnst þeim vera sama og þjóðin, því hún er ekki til fyrir utan FLokkinn.
Framsókn er einnig í vanda og kannski ekki síst vegna þess að Sigmundur virðist vera tíndur og þar er allt svo mikið leindó.
Svo það er kannski ekki að undra að þau séu arrí!
Ingimundur Bergmann, 10.4.2009 kl. 21:03
Það liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking voru ríkulega styrktir af sömu fjármálastofnunum á árinu 2006. Framsókn hefur ekki opnað sína bók en aðrir flokkar fengi ekki sambærilegan stuðning. Fyrir utan þessa skekkju sem Hekla Sól bendir á, þá virðist ekkert vera athugavert við fjármál Samfylkingarinnar í líkingu við vandræði Sjálfstæðisflokksins.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 21:13
Sæl. Ólína þið hafið en ekki farið ofaní rk 2007 en hafið samt sent uppgjörð til RES ég spyr hvernig lítur mjölið út í pokanum? Á að bíða með það og hreinsa pokann með sápunni Delete, ? Hversvegna sýnið þið ekki töluna frá 2007 þið hafið hana,?
Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 21:17
Voru ekki upplýsingar um 2007 löngu komnar fram, sjá hér?
Nanna Rögnvaldardóttir, 10.4.2009 kl. 21:35
Hekla Sól - ársreikningur fyrir árið 2007 er inni í þessum tölum hér svo það er ekki verið að fela neitt.
Þær aðdróttanir sem þú setur hér fram í báðum athugasemdum þínum -að verið sé að blekkja með ósannindum - eiga sér enga stoð. Þetta eru bara fullyrðingar út í bláinn.
Staðreyndin er sú að Samfylkingin hefur gengið lengst allra flokka í því að upplýsa um fjármál sín.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.4.2009 kl. 21:36
Takk Nanna fyrir tengilinn um 2007.
Hér má svo sjá samanburð á framlögum til allra stjórnmálaflokka sem birtist á tidarandinn.is. Athyglisvert er að sjá hversu mikla fjármuni Sjálfstæðisflokkurinn fær, þ.e. fimm sinnum meira en t.d. Samfylking.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.4.2009 kl. 21:39
Sæl. Ólína ég var búin að setja link á ársreikningana hjá þér ég er búin að fara yfir tölunnar, aðrir eru líka búnir að fara yfir tölurnar þær hafa ekki breytts 38.725.421 og ekki 10.756.715 sama talan, sem þú vitnar í það eru rangar tölur hver er að fela hvað er verið að fela?
Kv. Hekla Sól
Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 21:48
Ársreikningana "hjá mér"? Ertu nú að gefa í skyn að ég beri ábyrgð á þessum ársreikngum? Að ég sé hér að gefa upp rangar tölur? Hvurslags málflutningur er þetta eiginlega? Ég hef ekki nefnt eina einustu tölu.
Ég hef bara sett inn tengla á þær upplýsingar sem fyrir liggja frá fllokknum. Þú hefur sama aðgang að þessum upplýsingum og ég.
Það getur vel verið að villa hafi slæðst inn fyrir árið 2007 - ég kann enga skýringu á því frekar en þú. Aðdróttanir þínar eru hinsvegar mjög óviðeigandi, ekki síst þar sem þú heldur þeim áfram og endurtekur þær aftur og aftur.
Sjálf hef ég enga trú á því að þarna sé verið að fela neitt - enda ekkert sem bendir til þess.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.4.2009 kl. 21:55
Þú segir: „Fram kemur....að styrkir frá bönkunum hafi skv. almennum reglum bankaráðanna verið farnir að nema fjórum til fimm milljónum kr. árið 2006. Það er há upphæð - en virðist hafa verið það sem ALLIR stjórnmálaflokkarnir fengu.“Er þetta nú alveg heiðarlegt? Það hefur verið margtuggið í fjölmiðlum að VG fékk EKKI þessa styrki. Er VG ekki stjórnmálaflokkur?En það er annað sem uppljóstranir síðustu daga leiða í ljós. Ef borin eru saman fjárframlögin til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar árið 2006 sést berlega að útrásarvíkingar mokuðu peningum í báða flokkana, að sönnu meira í Sjálfstæðisflokkinn, en þarna eru báðum megin sömu fyrirtækin sem mergsugu almenning á Íslandi og enduðu svo á því að setja okkur á hausinn.
Af þessu er nærtækt að draga tvær dapurlegar ályktanir. Í fyrsta lagi að þarna sé e.t.v. að finna meginskýringuna á því hvers vegna ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð árið 2007. Og í öðru lagi að þarna liggi ástæðan fyrir því að sama ríkisstjórn gerði EKKERT til þess að stöðva fjárglæframennina.
Guðmundur Guðmundsson, 10.4.2009 kl. 22:16
Sæl. Ólína ég er ekki að ásaka þig, ég veit að þú berð ekki ábyrgð á reikningunum ég er ekki með áðdróttarnir í þinn garð, samt sem áður er villa þarna inni um snýst málið þess vegna skil ég ekki hversvegna árið 2007 er ekki inni og hversvegna þið skilið þessu svona inn í miðla ekki full unnið gögnin voru til.
Kv. Hekla Sól
Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 22:25
Vertu ekki svona viðkvæm, Ólína, þú hlýtur að sjá það, að flokkurinn þinn ekkert síður en minn var kominn í daunilla samspillingu í aðdraganda þeirra kosninga, er þeir lögðust svo saman í eina sæng.
Samfylkingin hafði svo sannarlega óhreint mjöl í pokahorninu eða öllu heldur illa fengið gull frá fjárglæframönnum gróðærisáranna og kallaði sig samt jafnaðarmannaflokk Íslands!!!
Þið eru EKKI búin að bíta úr nálinni með þetta!
Nú farið einnig þið að hrapa í skoðanakönnunum og löngu kominn tími til.
Svo sannarlega munu allir hinir þjóðhollustu Íslendingar fagna því.
Jón Valur Jensson, 11.4.2009 kl. 00:20
Ég held að mönnum sé ekki sjálfrátt í þessari umræðu - hún virðist laða fram allt það versta í fólki.
Athyglisvert er að sjá guðfræðinginn vaða hér uppi með stóryrðum og illum óskum.
Athyglisvert er líka að sjá hér fólk sem felur sig undir dulnefnum vaða fram með ásakanir um að aðrir hafi eitthvað að fela.
Hekla Sól - ég meina Sigurjón Vigfússon - af hveru kemur þú ekki fram undir réttu nafni?
Ég hef alltaf verið mótfallin því að stjórnmálaflokkum sé gert að starfa fyrir gjafa- og styrktarfé frá fyrirtækjum. Það kallar bara á vandræði og er svo sannarlega fallið til þess að valda tortryggni. Lýðræðið kostar - og það er eðlilegt að ríkið styrki stjórnmálaflokka að því marki að þeir geti verið sjálfstæðir og óháðir fjársterkum aðildum.
Slík lög voru sett árið 2007, og það er vel. Vonandi verða þau til þess að "draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálumum" eins og segir í markmiðsgrein þeirra. Okkur veitir ekki af því að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.4.2009 kl. 08:18
Sæl. Ólína fjöldi þeirra sem eru með mbl. blogg nota nafn á sinni síðu gefa henni nafn það er tjáningar frelsi, reglan er sú að hver verður að hafa sitt nafn sem skráður er ábyrgðarmaður., nú er ritfrelsi á Íslandi einn að hornsteinum lýðræðisins, fari það eitthvað fyrir brjóstið á fólki þegar illa og svo til óunni skýrsla er sett í fjölmiðla og spurt er fyrir hvar misræmið liggur
Og vitnað er í hann að allt sé þar rétt hljóta að vakna upp spurninga hvort betur hefði ekki verið heima setið
Hekla Sól Ásdóttir, 11.4.2009 kl. 08:45
Ólína ert þú að saka aðra um að halda sig ekki við málefnin, ég þá vitna bara í viðtalið sem þú áttir við Sigmund Davíð og Tryggva Þór í þætti Sigurjóns Sprengisand.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 11.4.2009 kl. 09:10
Ólína þú segir að þessi umræða laði það versta fram í fólki. Ég held að þegar pólitísk umræða fer niður ,, flokksauðaplanið" fara menn að dylgja um að mótherjarnir gangi fyrir mútum, og ef menn koma með tillögur sem viðkomandi skilja ekki, þá eru þeir tengdir einhverjum auðfyrirtækjum, útrásarvíkingum eða dæmdum glæpamönnum. Þínir flokksauðir jarma síðan með þér, og hinir á móti þér.
Það er kominn tími til þess að færa pólitíkina upp á örlítið faglegra plan. Ég hvet þig og aðra frambjóðendur til þess að sýna gott fordæmi hvað þetta varðar. Við þurfum á alvöru fólki til þess að taka á þeim erfiðu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir.
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 09:47
Tja, miðað við hvað sumir hafa sagt undanfarin ár, þá hefð ég búiðst við að sjá mun hærri styrki frá oftnefndum fyrirtækjum. Þetta virðist bara allt innan þokkalegra marka þannig séð. Jú, má setja spurningarmerki almennt séð við slíkt enda loksins búið að setja lög um efnið núna.
Það sem er hinsvegar athyglisvert, að það var þá eftir öll stóryrðin úr ákveðnum ranni, Sjálfstæðisflokkurinn sem átti að beina augum að. Eftir allt var það þar sem víða lá matarholan.
Skiljanlegt að þeim líði ekki vel núna enda búnir að gera á sig alveg upp að herðablöðum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2009 kl. 09:49
Í framhaldi af hreingerningu Samfylkingarinnar varpa ég fram eftirfarandi kenningu um tilurð fjárframlaga til flokksins árið 2006:
Þegar kom fram á árið 2006 var Framsóknarflokkurinn kominn í þrot og óvíst hvort hægt yrði að púkka upp á flokkinn í þeirri ríkisstjórn sem tæki við eftir kosningarnar 2007. Til þess að tryggja áframhaldandi völd og koma í veg fyrir að hróflað yrði við peningakerfinu tóku viðskiptaráð og útrásarfyrirtækin að undirbúa jarðveginn fyrir næstu stjórn. Sjálfsagt hefðu þau kosið að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar héldi velli en það var ekki hægt að taka þá áhættu að hún félli. Hvað var til ráða? Hverjir voru nothæfir í samstarf?
VG kom ekki til greina. Flokkurinn hafði barist heiftarlega gegn stóriðjuframkvæmdunum og þaðan heyrðist ekkert nema fúkyrðaflaumur um þotulið og ofurlaun. Í ofan á lag stóð flokkurinn gegn „nútímavæðingu“ sparisjóðanna. Samfylkingin hlaut því að vera næst besti kosturinn. Til þess að tryggja stöðu hennar og keyra VG á kaf yrði að moka peningum í Samfó. Og fjárframlögin létu ekki á sér standa.
Reikningar Samfylkingarinnar sýna að fjárframlög til flokksins margfölduðust milli 2005 og 2006 úr rúmum 9 milljónum í 45 milljónir. Og ef rýnt er í sundurliðunina fyrir árið 2006 blasir við hvaðan peningarnir komu. Útrásarvíkingarnir höfðu ákveðið að veðja á Samfylkinguna.
Þótt það hafi hvergi komið fram er engin ástæða til þess að ætla að viðskiptaráð og útrásarfyrirtækin hafi látið við að það sitja að styðja flokkinn með fjárframlögum. Þau hafa vafalítið litið yfir sviðið og handvalið þá frambjóðendur Samfylkingarinnar sem líklegastir væru til þess að hrófla ekki við kerfinu. Þessir menn hafa örugglega fengið ríflega styrki. Þeirri spurningu hvort þeir hafi komist á þing og jafnvel í áhrifastöður verður ekki reynt að svara hér.
Allt þetta gekk eftir í kosningunum 2007. Sókn VG var stöðvuð. Framsókn fékk að vísu herfilega útreið og hrökklaðist úr stjórn en Samfylkingin fyllti skarðið. Reyndar höfðu formenn flokkanna samið um ríkisstjórnarsamstarfið nokkrum vikum FYRIR kosningar. Það var augljóst að fjármálamennirnir höfðu veðjað á réttan hest. Svo vel gekk samstarf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við fjármálafyrirtækin að í darraðadansinum miðjum sat stjórnin í bílstjórasætinu með bundið fyrir augun.
Guðmundur Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 10:44
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að setja viðmið.
Þeir ætla ekki að skila styrk upp á 5 milljónir sem þeir fengu frá Landsbankanum, vegna þess að hann er "innan marka".
Þá vitum við það. Sjálfstæðismenn eru þá búnir að leggja blessun sína yfir það að allir styrki til Samfylkingarinnar séu "innan marka".
Verðum við ekki að taka mark á Sjálfstæðismönnum svona einu sinni?
Brattur, 11.4.2009 kl. 10:48
Ásgeir Bolli Kristinsson sem hefur setið í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins í tuttugu ár sagði í viðtali (vísir.is 08/04/2009) að hámarksupphæð styrkja hefði verið þrjár milljónir og menn ekki fengið að gefa hærri upphæð.
Guðmundur Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 11:32
Hehe, hélstu virkilega, Ólína, að pólitík væri einhver dans á rósum. Þú, með þína reynslu, ættir nú að vita betur. Fólk er reitt, það vill sannleikann, enginn undanbrögð og smá feilspor núna eru litinn alvarlegum augum.
Annaðhvort ertu tilbúinn í pólitíkina eða ekki, og drulluslagnum sem hún snýst um og hefur gert undanfarna tvo áratugi. (Ætla þó að undanskilja VG því þeir mega nú eiga það sem þeir eiga, blessaðir).
Dexter Morgan, 11.4.2009 kl. 14:57
Þessi Ásgeir Bolli Kristinsson, sem "hefur setið í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins í tuttugu ár " samkvæmt Guðmundi Guðmundssyni í innleggi nr. 25 hér ofar, hefur greinilega verið að ljúga í Visir.is eins og raunar fyrrv. framkvæmdastjóri flokksins í Stöð 2 í fyrradag, skv. því sem kom fram í fréttum þar í kvöld.
Ólína, ég hef sagt stærri orð en þetta, sem þú kvartar yfir (án þess að tilgreina hvað í 2. innleggi mínu hafi verið stóryrði), um forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég skil, að þú sért hörundsár fyrir hönd þinna forystumanna, sem hafa nú lumað á ýmsu, en segðu mér nákvæmlega hvað það sé í mínu innleggi nr. 16, sem þú telur merki um "stóryrði og illar óskir" af minni hálfu. Það eru raunar góðar óskir þjóðinni til handa, að flokkur, sem setur ENGIN skilyrði fyrir þeirri Evrópubandalagsinngöngu, sem hann leggur samt ofuráherzlu á, fái að hrapa í fylgi í næstu kosningum, því að umfram allt þurfum við að varðveita okkar fullveldisréttindi og yfirráð yfir sjávarauðlindunum.
Svo spyr ég þig: Finnst þér í alvöru við hæfi, að jafnaðarmannaflokkur Íslands sé á spenanum hjá stórfyrirtækjum og fjárglæframönnum bankanna? Einlægt svar óskast.
Jón Valur Jensson, 11.4.2009 kl. 21:23
Kæra Sigga. Stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en fólkið sem í þeim er. Þegar þú talar um þann draum að byggja upp "nýja og heilbrigðari hugmyndafræði sem byggir á gegnsæi og réttlæti" þá máttu vita að ég deili með þér þessari draumsýn.
Þegar þú talar um að búa ti " eitthvað stjórntæki þar sem fagmennska og heiðarleiki er við völd" eins og þú orðar það - þá ert þú í raun að tala um heiðarlegan stjórnmálaflokk. Við deilum m.ö.o. ósk um heiðarleg stjórnmál.
En heiðarlegir geta stjórnmálaflokkar aldrei orðið án aðhalds. Það er okkar - mitt hlutverk og þitt - að halda þeim við efnið, hvort sem við störfum innan þeirra eða utan.
Jón Valur - þú biður mig að vitna í munnsöfnuð þinn máli mínu til stuðnings. Gott og vel. Þú talar um daunilla samspillingu. Þú fullyrðir að stjórnmálaflokkur hafi svo sannarlega haft óhreint mjöl í pokahorninu eða öllu heldur illa fengið gull frá fjárglæframönnum. Svo kemur hótunin: Þið eru EKKI búin að bíta úr nálinni með þetta!
Svar mitt við spurningu þinni hef ég nú þegar gefið í athugasemd minni nr. 18, þar sem ég segist alltaf hafa verið mótfallin því að stjórnmálaflokkum sé gert að starfa fyrir gjafa- og styrktarfé frá fyrirtækjum. Það kallar bara á vandræði og er svo sannarlega fallið til þess að valda tortryggni. Lýðræðið kostar - og það er eðlilegt að ríkið styrki stjórnmálaflokka að því marki að þeir geti verið sjálfstæðir og óháðir fjársterkum aðildum.
Slík lög voru sett árið 2007, og ég vona að þau muni ná því markmiði sínu að "draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálumum" eins og segir í markmiðsgrein þeirra. Okkur veitir ekki af því að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.4.2009 kl. 22:22
Hef ekki komið á þetta blogg síðan það varð að framboðsbloggi.Hér var gaman að kíkja inn áður og verður kannski aftur síðar. Gangi þér vel á nýjum vettvangi, ef fer sem þú stefnir að.
Gleðilega páska frú Ólína.
Yngvi Högnason, 12.4.2009 kl. 09:09
Sæll Yngvi.
Ætla bloggið mitt hafi nú breyst svo mikið eftir að ég fór í framboð. Mér sýnst umræðuefnin vera þau sömu og áður, þjóðmálin í brennidepli í bland við einkahagi og önnur viðvangsefni, og opið fyrir skoðanaskipti. Hinsvegar hafa athugasemdir manna breyst nokkuð - sumpart til hins verra.
Ég sakna gömlu góðu bloggvinanna sem oft komu hér inn og tjáðu sig frjálst og af velvild um menn og málefni.
Gleðilega páska.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 10:45
Ólína,
Ólína: " Jón Valur - þú biður mig að vitna í munnsöfnuð þinn máli mínu til stuðnings. Gott og vel. Þú talar um daunilla samspillingu. Þú fullyrðir að stjórnmálaflokkur hafi svo sannarlega haft óhreint mjöl í pokahorninu eða öllu heldur illa fengið gull frá fjárglæframönnum. Svo kemur hótunin: Þið eru EKKI búin að bíta úr nálinni með þetta!
Þetta síðastnefnda er ekki hótun, heldur 1) spádómur og 2) yfirlýsing um það, sem ég ætla mér og hef fullan rétt til að gera.
Daunill er samspillingin, aðgera nákvæmega það sama og stórfyrirtækja-styrkþægnir Valhallarmenn.
Illa fengið er gullið, enda stóð ekki til hjá ykkur að birta þetta, fyrr en þið voruð tilneydd. Og fjárglæframenn fóru svo sannarlega með stjórn mála í F Group og Landsbankanum, þjóðinni og hluthöfunum til stórskaða.
Þá er bara óhreina mjölið eftir. Sýnist þér það kannski hvitt og fallegt?
Svar þitt við spurningu minni er svolitið staðlað, en snertir ekki þann kjarna hennar, að það fari jafnaðarmannaflokkur Íslands illa að þiggja stórfé frá stórfyrirtækjum, enda ertu kannski lítt tengd alþýðunni, Ólína, og svarar því eins og teknókrata er lagið. Svar þitt felur þó í sér áfellisdóm yfir þínum eigin flokki, ég viðurkenni það, og farðu nú ekkert að bakka með það!
Jón Valur Jensson, 12.4.2009 kl. 14:56
Afsakið fljótabragðið á þessu innleggi!
Jón Valur Jensson, 12.4.2009 kl. 14:57
Jæja, þá hef ég fengið svar við fyrirpsurn minni til Samfylkingarinnar varðandi misræmið í tölunum sem hér er rætt um ofar þ.e. vegna framlaga ársins 2007.
Munurinn liggur í því að annars vegar er um að ræða framlög til landsflokksins sem voru rúmar 10 milljónir árið 2007 en hins vegar til samstæðunnar, þ.e. landsflokks, kjördæmisráðanna 5 og aðildarfélaganna sem eru tæplega 70 talsins.
Gleðilega páskarest
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.4.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.