Vikufrí frá pólitík - nú er það Snæfellsjökull

snaefelljokull08 Nú tek ég vikufrí frá pólitíkinni. Er mætt á Gufuskála ásamt á þriðja tug félaga minna úr Björgunarhundasveit Íslands. Hópurinn verður við æfingar á Snæfellsjökli út þessa viku. Það er alltaf mikil stemning á þessu námskeiðum og glatt á hjalla bæði kvölds og morgna. Þessu fylgir heilmikið stúss - hér eru björgunarbílar frá flestum landshornum, hundar og menn með mikinn útbúnað. Svo getur veðrið verið með ýmsu móti.

Hér sjáið þið mynd frá vetraræfingu á Snæfellsjökli í fyrra - ég mun trúlega setja inn fleiri eftir því sem tilefni gefst næstu daga.

Pólitíkinhefur bara sinn gang á meðan - ætli hún fari langt. Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Gangi ykkur vel á Snæfellsnesinu.

Það er áhugavert að fylgjast með æfingum ykkar.  Þetta er flott hjá þér og hundinum þinum.

Hundakveðja!

Auður og hundurinn Darri

Auður Matthíasdóttir, 30.3.2009 kl. 23:09

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og svo kemur þú til baka uppfulla af orki með roða í kinnum og eins og nýhreindsaður hundur. Góða skemmtun

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.3.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Gangi ykkur vel og gaman hversu mikið fjör þið hafið á þessum æfingum

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Þú ert örugglega í góðum félagsskap eins og í Samfylkingunni.  Gangi þér vel.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 1.4.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

 Þetta er sko hressandi en farðu varlega þarna á fjöllum Ólína ´mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 2.4.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband